Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 11
Jón Sigurðsson, alþingismaður á Reyni- stað, var mikill áhugamaður um sögu og ættfræði og vann að stofnun Sögufélags Skagfirðinga. vinna fór í mælingar fyrir fram- ræslu, úttekt jarðabóta, búfjársýn- ingar, fundarsetur, félagsmálastörf o.fl. sem kemur inn á borð hjá bún- aðarsamböndunum. Viltu bera saman búskap í Skaga- firði og svo aftur í sýslunum austan og vestan við? Til þess að gera slíkan samanburð vantar mig nú þekkingu á búskap í Eyjafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Ég get hins vegar nefnt það sem mér virtist fljótt á litið skilja þar á milli. Mér fannst að Eyfirðingar væru á undan Skagfirðingum, bæði hvað varðaði jarðrækt og búfjárrækt, eink- um í nautgriparæktinni. Starfsemi Nautgriparæktarsambands Eyja- fjarðar virtist mjög öflug og kom þannig fyrir sjónir að þar væri Jónas Kristjánsson mjólkurbússtjóri mjög virkur í forystustarfi. Eins og ég kynntist Jónasi, fannst mér að honum væri forystan í blóð borin og að hann sæi lengra fram en margir aðrir. Það sem mér fannst aftur áberandi í Skagafirði, þegar ég var að hefja störf þar, var hve almennt var lítill áhugi á búfjárræktinni og áróður nokkurra framámanna í félagsmál- um gegn kjamfóðumotkun m.a. við mjólkurframleiðsluna. í Austur-Húnavatnssýslu virtust mér búin yfirleitt vera stærri, eink- um sauðfjárbúin, en í Skagatirði. Heimalönd jarða eru þar yfirleitt stór miðað við það sem er í Skaga- Jón Jónsson á Hofi á Höfðaströnd varð formaður í Bs. Skagfirðinga eftir Krist- ján Karlsson. Pálmi, sonur hans, stofn- aði Hagkaup. firði og þar fólust meiri möguleikar í landinu sjáflu. Það var að mörgu leyti skemmtilegt og töluverð upp- lifun að kynnast Austur-Húnvetn- ingum og eru margir þeirra mjög eftirminnilegir. Telurþú að söngáhugi Skagfirðinga og áhugi á hestamennsku hafi verið hemill á árangri þeirra í húskap? Það held ég ekki. Góðir söng- og hestamenn geta verið og eru ágætir bændur. Hitt er aftur ljóst að eftir því sem hver maður hefur fleiru að sinna geta hlutimir stundum rekist á og tvennt eða fleira kallað að samtímis. Gildir þá einu hvað hann stundar með hinum hefðbundna bú- skap, þ.e. mjólkur- og sauðfjárfram- leiðslu. Tíminn sem fer í að veiða grásleppu, silung, hirða loðdýr, syngja, temja hross og stunda sýningar á hrossum á ýmsum hesta- mótum verður ekki notaður til annarra hluta. Hrossaræktin kallar á að menn sem hana stunda sæki sýningar og hestamót. Þar fer fram kynning á viðfangsefni þeirra og framleiðslu og afraksturinn er dæmdur. Sýningar á hrossum og hestamót geta stangast á við æski- legasta heyskapartíma, grásleppu- veiðin stendur yfir á sauðburði, og svo mætti lengi telja. Skagfirðingar eru e.t.v. einfaldlega félagslyndari en annað fólk. Um það ætla ég ekki að dæma. Jón Konráðsson í Bæ á Höfðaströnd sat í stjórn Bs. Skagfirðinga. Félagslíf er þar mjög gott, og margs konar menningarstarf unnið, t.d. á sviði sönglistar, leiklistar o.fl. Skagfirðingar eru yfirleitt óþving- aðir í framkomu, eiga létt með að vera glaðir á góðri stund og mjög gott með þeim að vera. Þú starfaðir með ýmsum formönnum í Búnaðarsamhandinu. Ég hef að sjálfsögðu starfað með þeim formönnum sem verið hafa þann tíma, sem ég hefi starfað hér. Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum var formaður Búnaðarsam- bandsins þegar ég byrja hjá því, og er þar til hann flytur frá Hólum árið 1961. Með honum í stjóm voru Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Jón Sigurðsson alþm. Reynisstað, Jón Jónsson bóndi Hofi og Jón Konráðsson bóndi Bæ. Þetta voru allt þekktir menn og virtir. Samstarf mitt við formenn og aðra stjómamefndarmenn búnaðarsam- bandsins hefur alla tíð verið mjög gott. Það hefur verið mikils virði og létt manni starfið mjög mikið. Á fyrstu starfsárum mínum hafði ég mikið samstarf við Kristján Karlsson og mikil kynni af honum sem formanni. Mér fannst hann um margt einstakur maður. Hann var bjartsýnn, samfara miklu raunsæi og vildi taka raunhæft á hverju máli. Mér féll ákaflega vel að vinna með honum, kynnast honum og fann að hann var afar vandaður maður. 21*94 - FREYR 771
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.