Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 20
Kjötkaup frá Nýja-Sjálandi Páll A. Pálsson, fyrrverandi yfirdýralœknir Undanfarið hefur nokkur umrœða orðið vegna orðróms um að uppi sé áœtlun um að flytja til íslands sláturafurðir frá Nýja-Sjálandi. Vegna þessa þykir rétt að greina frá nokkrum atriðum sem fram komu í ritinu Surveillance sem land- búnaðarráðuneytið á Nýja-Sjálandi gefur út og fjallar m.a. um sjúkdóma búfjár þar í landi og ýmis vandamál varðandi vamir gegn því að smit berist til landsins í dýr eða nytja- gróður hverskonar. í síðasta hefti þessa rits (21. hefti, nr. 2, júní 1994) er frá því greint að loks hafi tekist að uppræta smitandi kálfalát (Brucellosis) eftir 18 ára baráttu. Hinsvegar er sýkill sá sem veldur lambaláti (Brucella ovis) enn ekki óalgengur. I sömu heimild er þess getið að ekki hafi tekist að upp- ræta nautaberkla, enda leynast nautaberklar í villtum dýrum þar í landi (wild possioum ferrets). Enn- fremur er þess getið að nautaberklar hafi borist frá nautgripum í kindur, hunda og ketti. Garnaveiki er vel þekkt á Nýja- Sjálandi, einkum í nautgripum, en hefur líka fundist í dádýrum (deer) og sauðfé. Lifandi bóluefni mun nú notað til að halda veikinni í skefjum. Sennilega er hér um að ræða annan stofn garnaveikisýkla heldur en hér er þekktur. Getið er um hvítblæði í nautgripum (enzootic bovine leu- cosis) en sá sjúkdómur er þekktur í flestum löndum þar sem nautgripa- rækt er stunduð og er langvinnur og seigdrepandi sjúkdómur. Hér á landi hefur hann ekki fundist. í áður- nefndri heimild er þess getið að gormabakteríur (leptospira, serovar, hardjó og pomona) séu vel þekktir á Nýja-Sjálandi í sauðfé en sjúklingar séu oft einkennalausir við aðstæður þar í landi. Þó koma fyrir tilfelli þar sem sýkillinn veldur faraldri með nýmabólgu og fósturláti, einkum ef útaf ber með veðurfar. Gormsýklar eru vel þekktir í nautgripum og svínum á Nýja-Sjálandi, og er talið að sauðfé smitist oft af nautgripum. Talið er að fjöldi mjólkurkúa á 780 FREYR-21'94 Páll A. Pálsson. Nýja-Sjálandi sé nú ca. 3,4 ntilljón- ir (meðalbú ca 160 gripir), fjöldi holdanautgripa ca 4.6 milljónir (meðalbú ca 150 gripir) og auk þess um 50 milljónir sauðfjár. Þessum gripum, bæði nautpeningi og sauðfé er beitt svo til allan ársins hring, segir í áðumefndri heimild. Oft er þröngt í högum og því lyfja- notkun gegn ýmsum sníkjudýrum mikil. í sláturhúsum eru tekin sýni úr líffærum til að mæla hugsanlegar lyfjaleifar af ýmsu tagi t.d. sýklalyf, vaxtarhormona, sníklalyf, þung- málma, skordýraeyðingarlyf o.s.frv. Árlega eru skoðuð nokkur þúsund sýni í þessum tilgangi og yfirleitt finnast ekki lyfjaleifar eða þær eru undir viðurkenndum mörkum. Miðað við þær milljónir sláturdýra sem sláturhúsin taka við árlega er líklegt að ekki gefi tiltölulega fá sýni rétta mynd, þó að reikningslega megi telja það sennilegt. í áður- nefndri heimild er greint frá því að árin 1992 og 1993 haft heilbrigðis- yfirvöld í Bandaríkjunum vísað frá tveim stórum sendingum af kálfa- kjöti (bobby calves) vegna þess að í kjötinu fannst of mikið magn af súlfalyfjum. Kom þetta sér mjög illa, vegna þess að 95% af þessari kjöttegund framleiddri í Nýja-Sjá- landi eru seld til Bandaríkjanna. Ýmis fleiri atriði mætti draga fram um búfjársjúkdóma á Nýja-Sjálandi úr áðurnefndu hefti þó hér sé látið staðar numið. Á Nýja-Sjálandi eru í gildi mjög strangar reglur um inn- flutning á öllu lifandi og dauðu sem hugsanlega gæti borið smit. Mikil ásókn er hinsvegar í að flytja inn lifandi dýr, sæði eða frjó- vísa. Ýtrasta aðgát er höfð við slíkan innflutning og ekkert til sparað. Þrátt fyrir það hefur þurft að fella dýr meðan þau voru geymd í inn- flutnings- einangrunarstöð af því að upp komu smitsjúkdómar meðal þeirra og það þrátt fyrir að dýrin væru valin í heimalandinu að undan- gengnum ítarlegum rannsóknum og prófunum. Nýsjálendingar standa mjög fram- arlega varðandi rannsóknir bú- fjársjúkdóma og dýralæknaháskóli þeirra nýtur mikils álits. Skipulag þeirra á sjúkdómavömum er á marg- an hátt talið vera til fyrirmyndar. Nú heyrast raddir um að til tals hafi komið að flytja til íslands slát- urafurðir frá Nýja-Sjálandi og því þótti rétt að draga fram nokkrar staðreyndir úr einu hefti ritsins Surveillance, sem landbúnaðarráðu- neytið þar í landi gefur út, sem dæmi um að ekki sé áðumefnd skoðun allskostar rétt. Og víst er um það að dýralæknar og rannsóknastofur þar í landi hafa ærinn starfa við að berjast við sjúk- dóma búfjár og halda þeim í skefj- um, enda þótt þar miði á ýmsan hátt betur heldur en víða annars staðar. Mörg þessara vandamála eru með öllu óþekkt hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.