Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 31

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 31
5. Lífeyrissjóður bœnda. Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði bænda eru allir bændur og makar þeirra. Bóndi, þar með talinn aðili að félagsbúi, er sá sem stundar búskap á lögbýli, þar sem hann á lögheimili og er orðinn 16 ára fyrir lok næsta almanaksárs á undan. Hér á eftir verður gefið yfirlit um þau réttindi sem sjóðfélagar öðlast með aðild að sjóðnum. 5.1. Ellilífeyrir. Hver sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í 12 mánuði eða lengur, hefur öðlast samanlagt a.m.k. 0,5 stig samkvæmt 8. gr. í lög- um sjóðsins og er orðinn 67 ára gamall á rétt á ellilífeyri úr sjóðnum. Lífeyrishlutfall er samanlagður stigafjöldi sjóðfélagans margfaldaður með 1,8. Grund- vallarlaun lífeyris eru 80,1% af gildandi við- miðunarlaunum. Upphæð ellilífeyris er marg- feldi þessara þátta. Lífeyrir nú ( í nóvember 1994) er á bilinu 400 kr. og upp í 22.500 kr. á mánuði. Vakin er athygli á að sjóðurinn hefur einungis starfað í tæp 24 ár sem eru aðeins hluti af starfsævi bónda sem hefur starfað að búskap alla sína tíð og eftir því sem árin líða hækkar hámarksellilífeyrir. Heimilt er sjóðfélaga að fresta töku ellilífeyris allt til 70 ára aldurs, og hækkar þá upphæð ellilífeyris vegna réttinda sem áunnin voru fram til 67 ára aldurs um 0,4% fyrir hvem mánuð sem töku hans var frestað eða um 14,4% sé töku lífeyris frestað til 70 ára aldurs. 5.2. Örorkulífeyrir. Hver sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins annað hvort samfleytt undanfarna 18 mánuði eða undanfarin þrjú almanaksár og í a.m.k. 6 mánuði á undanfömum 12 mánuðum, á rétt á örorkulífeyri ef hann verður fyrir orkutapi til langframa er trúnaðarlæknir sjóðsins metur 40% eða meira. Örorkumat þetta skal fyrstu þrjú árin aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að stunda landbúnaðarstörf. Hlutfall örorkulífeyris fer eftir áunnum réttind- um í sjóðnum, aldri öryrkjans, hlutfalli örorku- mats o.fl. og getur upphæð örorkulífeyris því verið mjög misjöfn eða frá 400 kr. og upp í 40.000 kr. á mánuði (í október 1994). 5.3. Makalífeyrir. Við fráfall bónda sem naut elli- eða örorku- lífeyris úr sjóðnum eða hafði greitt til hans iðgjald undanfama 18 mánuði greiðir Líf- eyrissjóður bænda lífeyri til eftirlifandi maka í þrjú ár eftir andlátið enda hafi hjónabandið staðið a.m.k. í tvö ár. Sambúð veitir sama rétt og hjúskapur enda hafi ósk um aðild borist sjóðnum a.m.k. einu ári fyrir andlátið. Hlutfall makalífeyris er mjög misjafnt en það fer eftir þeim réttindum sem hinn látni sjóðfélagi hefur áunnið sér í sjóðnum, aldri hans o.fl. Upphæð makalífeyris nú getur verið á bilinu 200 kr. og upp í 20.000 kr. á mánuði (í nóvember 1994). 5.4. Barnalífeyrir. Við fráfall foreldris sem er sjóðfélagi í Líf- eyrissjóði bænda og hefur greitt iðgjöld til hans undanfama 6 mánuði eða notið úr honum elli- og örorkulífeyris greiðir sjóðurinn barnalífeyri með hverju bami til 18 ára aldurs. Ennfremur er bamalífeyrir greiddur til bama öryrkja sem nýtur örorkulífeyris úr sjóðnum. Upphæð bamalífeyris er nú 5.150 kr. á mánuði. 21*94 - FREYR 791
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.