Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 38
Mynd úr bókinni „Hestur í lífi þjóðar". Póstvagnar á leið yfir Hellisheiði, en þar var lagður vagnfœr vegur 1895-1896, og var sú leið notuð með litlum breytingum uns vegur með varanlegu slitlagi var opnaður árið 1972. (Ljósm. Magnús Ólafsson, 1862- 1937). nefna Ásgeir Jónsson frá Gottorp, bræðuma frá Nautabúi í Skagafirði, þá Eggert og Stefán í Kirkjubæ, Jón á Hofi á Höfðaströnd og Pálma hjá Kveldúlfi, syni Jón Péturssonar, einnig Svein á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og ýmsa fleiri mætti telja. Þessir menn heilluðu mig og þeir kenndu mér að skilja íslenska reiðhestinn. Sleipnisbikarinn, sem er úr silfri, lenti í mínum höndum á þessum tíma. Árið 1947 var haldin landbún- aðarsýning í Vatnsmýrinni í Reykja- vík. Þar var fyrst keppt um Sleipnisbikarinn. Á toppnum urðu Roði frá Hrafnkelsstöðum, vinnu- hestur, sonur Blakks frá Árnanesi og Skuggi frá Bjamanesi, reiðhestur, sonarsonur Blakks sem vann þá bikarinn. Fólk kom til að sjá Skugga og hreifst mjög af honum. Landssamband hestamannafélaga var stofnað árið 1949 í framhaldi af landbúnaðarsýningunni 1947. LH og BÍ tóku höndum saman um að standa að hestamannamóti á Þingvöllum árið 1950. Þetta hefði ekki gerst nema fyrir þá vítamín- sprautu sem Landbúnaðarsýningin 1947 hafði verið. Þingvallamótið varð síðan ræktun íslenska reið- hestsins mjög til framdráttar. í framhaldi af þessu fór ég að 798 FREYR-21'94 skrifa greinar í þýsk blöð um ís- lenska reiðhestinn og sögu hans. Ég benti á að með beinafundum mætti sýna fram á að íslenski hest- urinn væri afkomandi germanska hestsins sem Bretar, Skandínavar og Þjóðverjar höfðu blandað við önnur kyn og útrýmt hjá sér á 17. og 18. öld. í staðinn hefðu þessar þjóðir hafið til vegs og virðingar arabíska hestinn og þunga dráttarhesta og stríðshesta af belgískum kynjum. Ég fékk töluverð viðbrögð við þessum greinum mínum og fékk þá hugmynd um að stofnuð yrðu félagssamtök til að vernda þau hestakyn í Evrópu sem væru komin út af frumhestakynjum Evrópu. Slík kyn voru m.a. til í Bretlandi, Karpatafiöllum, Korsíku og víðar. Þama, rétt eftir stríð, kynntist ég Þjóðverja að nafni Frederick Thies, sem hafði stofnað blaðið Das Kleinpferd. Við boðuðunt til fundar í Köln í febrúar 1950, í nafni BÍ, og á þann fund boðuðu komu sína aðilar frá ýmsum löndum, m.a. Bretlandi, Hollandi, Austur- og Vestur-Þýskalandi, Noregi og Sví- þjóð. íslenski hesturinn á þetta skilið. Hér heima var ég tekinn í karphúsið fyrir þetta af þeim Bjarna Ásgeirssyni, formanni BÍ, frænda mínum, og Páli Zophóníassyni. Þeir höfðu ekki trú á möguleikum ís- lenska hestsins erlendis. Hins vegar hringdi Hermann Jónasson, þá land- búnaðarráðherra, í mig og vildi kynna sér þetta mál. Ég fór til hans með ræðu á ensku sem ég ætlaði að halda á stofnfundinum og las hana fyrir hann. Hann varð strax á mínu bandi og féllst á hugmyndina um að stofna þennan félagsskap. „Islenski hesturinn á þetta skilið“, sagði hann. „Ég kosta þig og gef þér erindisbréf og diplómatavegabréf og læt þig hafa bréf til Árna Zimsen aðal- ræðismanns í Hamborg“. Ég fór svo á fundinn og við stofn- uðum samtökin „Intemational Pony- Breeders Federation" (IPBF). For- maður var kosinn dr. Mitchell, rektor Dýralæknaháskólans í Edin- borg, sem er déild í Edinborgar- háskóla, en ég var kosinn varafor- maður. Næstu ár eru aðalfundir samtak- anna haldnir í Edinborg, Amhem í Hollandi, Kaupmannahöfn og í Bergen árið 1958. Þar náðu keppi- nautar okkar, eigendur Arabísku hestanna, völdum í félaginu og lögðu það niður. Ég var þá búinn að kynna íslenska hestinn þannig að ekki varð til baka snúið. M.a. vildi efnað fólk frá Skotlandi koma til íslands eftir Edinborgarfundinn 1952. Það kom hingað árið 1953 og fór í reiðtúr frá Selfossi að Gullfossi og Geysi. Það var mjög hrifið af ferðinni og bauð mér út aftur til Skotlands árið 1954 með átta hesta. Með mér í þá ferð fóru Páll Sigurðsson, kenndur við Varmahlíð, og Þorkell Bjamason. Við vorum þar í 5-6 vikur á útreiðarstöð, þar sem fólk gat komið og stundað útreiðar sem „hobby“. Þeir sem kynntust íslenska hestinum þarna urðu mjög hrifnir af honum, en í enskum bókum var íslenska hesta- kynið mjög lágt skrifað þá og talið úrkynjað og ónýtt til alls. Eigandi útreiðastöðvarinnar hét Ormiston, og meðan við dvöldumst þarna fékk hann bréf frá National Pony Society, undirritað af Lord Digby, þar sem hann tilkynnir Ormiston að hann verði að losa sig hið bráðasta við íslendingana og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.