Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 40

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 40
Ný tilraunafjárhús vígð á Hesti Þann 7. október sl. voru formlega tekin í notkun á ný og vegleg tilraunafjárhús á Hesti við hátíðlega athöfn að viðstöddu nokkru fjölmenni. Þar á meðal voru landbúnaðarráðherra, forystumenn bœndasamtakanna og rannsóknamála landbúnaðarins, vísindamenn og sérfrœðingar í sauðfjárrœkt o.fl. Á þeim fimmtíu árum sem sauð- fjártilraunabúið hafa starfað, hefur þar verið unnið mikið af merki- legum rannsóknum sem íslenskir fjárbændur hafa notið góðs af í sínu starfi og þær hafa einnig vakið athygli í útlöndum. Tildrög að stofnun búsins á Hesti má rekja til setningar laga um til- raunamál landbúnaðarins frá 1940 en dr. Halldór Pálsson sauðfjárrækt- arráðunautur Búnaðarfélags íslands gekkst fyrir því að tilraunabúið var stofnað og mótaði viðfangsefni þess. Sauðfjárrœktar- rannsóknir íslendinga vekja athygli „Að öllum greinum landbúnaðar- vísinda ólöstuðum, þá eru það senni- lega sauðfjárræktarrannsóknir okkar íslendinga sem mesta athygli hafa vakið í heimi búvísindanna. Þessi verkefni ná til margra sviða, svo sem erfðafræði, lífeðlisfræði, fóður- fræði, beitarrannsókna og atferlis- fræði, svo nokkur dæmi séu tekin“, sagði Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rala við þetta tækifæri. Ytri að- stæður leiddu til þess í tímans rás að skipulagi sauðfjárrannsókna var breytt og sú þróun leiddi til þess að ekki var hægt að sinna nýjum og brýnum verkefnum sem biðu úr- lausnar. Tilraunir með sauðfé og söfnun gagna fór fram á fjórum tilraunastöðvum Búnaðardeildar At- vinnudeildar Háskóla Islands og síðar Rannsóknastofnunar landbún- aðarins út um landið. Einnig var samstarf við bændaskólana og bændur, og miklar beitartilraunir voru gerðar í kjölfar þjóðargjafar- innar 1974. Um þessar mundir var í mörg horn að líta í landbúnaðarrannsóknum. Þarfirnar voru margar og brýnar í rannsóknasviðum og verkefnum Fjárstofninn á Hesti hefur verið rœktaður og rannsakaður í 50 ár. (Ljósm. Magnús Sigsteinsson). Jónas Jónsson afhenti Rannsóknastofnun landhúnaðarins Ijósmynd af dr. Halldóri Pálssyni sem Þorsteinn Tómasson forstjóri Rala veitti móttöku. Freysmyndir. 800 FREYR -21'94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.