Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 45

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 45
F.h.: Fjárhúin, milligangurinn og hlaðan. Myndin tekin á vígsludaginn. armönnum, sem þar eru að störfum. Alls er grunnflötur byggingarinnar 896 fermetrar, sem sundurgreinast þannig: Fjárhús með fóðuraðstöðu 742 m2 Þjónustuendi ........... 122 m2 Tengibygging............ 32 m2 Heildarrúmmál byggingarinnar nemur 5498 m\ Framkvæmdasýsla ríkisins sá um útboð, samning við verktaka og eft- irlit með framkvæmdinni. Útboð var auglýst í júní 1993 og bárust 9 tilboð í verkið. Samið var við lægstbjóðanda, Stefán Ólafsson Litlu-Brekku í Borgarhreppi, Mýra- sýslu, 16. júlí 1993. Samningsupp- hæð var kr. 30 millj. 951 þús. 443 kr., sem nam 88% af kostnaðar- áætlun. Fyrstu skóflustungu að bygging- unni tók landbúnaðarráðherra, Hall- dór Blöndal 27. júlí 1993 og hófust framkvæmdir við verkið þá þegar. Verkið gekk vel fyrir sig hjá verk- taka og var fjárhúshluta lokið að mestu 15. desember sama ár er féð var tekið í húsin. Húsin taka greið- lega 550 kindur og reyndist að- Staðlar fyrir lífrœna Vottunarstofan Tún hf. heitir hluta- félag sem stofnað var nýlega um rekstur vottunarstofu fyrir lífræna búvöruframleiðslu. Fimm sveitar- félög standa að þessu nýja félagi: Eyjafjarðarsveit, Gnúpverjahreppur, Grýtubakkahreppur, Hvolhreppur og Mýrdalshreppur. Frumkvæði að stofnun félagsins áttu bændur sem stunda lífræna ræktun en nokkur vinnslu- og dreif- ingarfyrirtæki fyrir búvörur leggja fé til að koma hinu nýja vottunarkerfi á legg. Fyrirhugað er að Vottunarstofan Tún hf gefi út staðla um lífrænar aðferðir við að framleiða búvöru, vinna úr henni markaðsvörur og dreifa þeim og að sjá um og votta að þeir sem óska eftir slíkri þjónustu fylgi þeim stöðlum. Bændur og fyr- irtæki um allt land í öllum greinum landbúnaðar eiga að geta notfært sér þetta kerfi og stefnt er að því að það verði virkt á næsta ári. Hið nýja félag hyggst fylgja sömu stefnu og lífræna hreyfingin hefur markað á undanfömum misserum, þ.e. koma vottunarkerfinu á fót, afla því viðurkenningar hér á landi og erlendis, veita þannig framleiðend- um aðhald og þjónustu og skapa Saudfé komið í nýju húsin. staðan við hirðingu, bæði að vetri og um sauðburð. hin besta. Fullnaðar úttekt var gerð 29. apríl 1994, og voru þá liðnir 276 dagar frá því að fyrsta skóflustungan var tekin. Þessi nýju og glæsilegu fjárhús munu stórbreyta allri tilraunaað- stöðu hér á Hesti. Það hefur í för með sér að tilraunastarfið mun í framtíðinni eflast og verða fjöl- breyttara og með þátttöku sérfræð- inga á fleiri sviðum efla þá þætti sauðfjárbúskaparins, sem lítið eða ekkert hefur verið sinnt hingað til. rœktun þeim skilyrði til að selja vörur sínar en jafnframt veita neytendum vernd og mat á vörugæðum. Á stofnfundi Vottunarfélagsins Tún hf. í september sl. voru kjörin í stjóm Vilhjálmur Bjarnason, við- skiptafræðingur (formaður) Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur (vara- formaður), Markús Ársælsson, bóndi, Úlfur Óskarsson, ræktunar- stjóri og Gissur Pétursson, fulltrúi. Framkvæmdastjóri félagsins er Gunnar H. Gunnarsson verkefnis- stjóri. Aðsetur vottunarstofnunnar verður í Vík í Mýrdal. 21 '94 - FREYR 805
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.