Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 52

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 52
STÖRF OG STRRFSMCNN Heiðrún Guðmundsdóttir var ráðin endurmenntunarstjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í 50% starfi og kennari á garð- plöntubraut í 50% starfi frá 1. sept- ember sl. Heiðrún er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskólanum árið 1978 og lauk BS-prófi í líffræði frá HÍ árið 1994. Maður hennar er Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun. Heiðrún er frá Halllandi á Svalbarðsströnd. Gunnar G. Valdimarsson var ráðinn fulltrúi hjá Hagþjónustu land- búnaðarins á Hvanneyri um eins árs skeið, í leyfi Gunnars Kristjánsson- ar, frá 25. september sl. Verkefni hans verður m.a. að vinna niður- stöður úr búreikningum bænda. Gunnar er stúdent frá Mennta- skólanum við Sund í Reykjavík árið 1985 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í San Francisco, USA. árið 1994. Gunnar er fæddur árið 1964 í Hrísey, en hefur búið í Reykjavík frá sjö ára aldri. Ámi Snæbjörnsson tók fyrir nokkru við umsjón með Smá- verkefnasjóði landbúnaðarins en hlutverk þess sjóðs er að styrkja ný atvinnuverkefni í dreifbýli. Umsjón með sjóðnum hafði áður Amaldur M. Bjamason, atvinnumálafulltrúi bændasamtakanna. Árni mun jafnframt sem fyrr gegna starfi jarðræktar- og hlunn- indaráðunautar hjá Búnaðarfélagi Is- lands, en gert er ráð fyrir að hlutur jarðræktar í starfi hans minnki. Sími og póstfang Smáverkefna- sjóðs verður hjá Búnaðarfélagi Is- lands, pósthólf 7080, 127 Reykja- vík, sími 91-630300. Amaldur M. Bjarnason var ráðinn fulltrúi hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins frá 1. september sl. Verkefni hans verður að afla upp- lýsinga um viðmiðunarverð til álagningar verðjöfnunargjalda á inn- fluttar búvörur samkvæmt GATT- samningnum, þegar hann tekur gildi. Amaldur var áður atvinnumála- fulltrúi bændasamtakanna. Gerður Stefánsdóttir tók við kenn- arastöðu við Bændaskólann á Hól- um ásamt rannsóknarstöðu í um- hverfis- og vistfræði frá 1. mars sl. Gerður er stúdent frá MH árið 1980 og búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1981. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1985 og Cand Scient prófi í örverufræði frá Háskólandum í Árósum í Danmörku árið 1989. Gerður starfaði við vistfræðirann- sóknir við Mývatn á árunum 1989- 1994, auk þess sem hún kenndi líf- fræði og efnafræði við Fjölbrauta- skólann á Suðurnesjum. Gerður er Reykvíkingur. Gunnar Kristjánsson, fulltrúi hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvanneyri hefur verið ráðinn ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands frá 1. september sl. um eins árs skeið. Aðalverkefni hans verða hagfræðileiðbeiningar og uppgjör búreikninga á svæði sambandsins. 812 FREYR- 21'94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.