Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 53

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 53
Formannafundur NBC í Reykjavík Norrœnu bœndasamtökin NBC vilja varðveita sameiginlega landbúnaðarhefð Formenn bændasamtakanna á öllum Norðurlöndunum, NBC, hittast árlega til að funda um stöðu landbúnaðar á Norðurlönd- um. Að þessu sinni fór fundur þeirra fram á Hótel Sögu í Reykjavík, 6. nóvember sl. og sendi frá sér ályktun þá sem er birt hér á eftir. Eins og fram kemur í ályktuninni, telja formennirnir það ekki hafa áhrif á samstarf innan Norrænu bændasamtakanna þótt einhver Norðurlandanna kunni að standa utan Evrópusambandsins. Þá ætla þau að beita sér fyrir því að land- búnaður á Norðurlöndunum geti lagað sig að kröfum nýja GATT- samkomulagsins án þess að það komi niður á því sem norrænn land- búnaður stendur fyrir, sem er fyrst og fremst sjálfbær atvinnuvegur í sátt við náttúruna og framleiðsla heilnæmra matvæla. Ályktun. NBC er 60 ára og mun áfram standa vörð um hagsmuni land- búnaðar á Norðurlöndum. Norrænir bændur hafa starfað saman í 60 ára á vettvangi Norrænu bændasamtakanna, NBC (Nordens Bondeorganisationers Centralrád). Samtökin hafa reynst farsæl í starfi á breytingartímum. Síðasti áratugur hefur einkennst af miklum breytingum og kröfum til landbúnaðar á Norðurlöndunum, í Evrópu og í heiminum öllum. Land- búnaðurinn er veigamikill þáttur í nýja GATT samkomulaginu og miklar kröfur gerðar til hans þar. Umfangsmikil endurskoðun hefur átt og á sér stað í landbúnaðarmálum í Evrópu. Umhverfismál í landbún- aði eru í brennidepli á alþjóða- vettvangi. Mannfjölgun í heiminum er hröð og kallar á aukna matvæla- framleiðslu. Framundan er stækkun Evrópu- sambandsins með a.m.k. einu Norð- urlandanna. Finnland hefur sam- þykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. I Svíþjóð og Noregi verður greitt þjóðaratkvæði um aðild eftir 6 og 21 dag. Samvinna norrænna bænda innan NBC verður að laga sig að breyttum starfsskilyrðum. Burðarás samvinn- unnar við þessi nýju skilyrði verður að vera hinn sami og verið hefur undanfarin 60 ár, það er náið sam- starf norrænna bænda,- Bændur á Norðurlöndunum hafa svipuð við- horf í starfi sínu: Virðinguna fyrir landi og dýrum, skilninginn á skyn- samlegri nýtingu náttúruauðlinda, viljann til að standa vel að rekstri búa sinna og síðast en ekki síst viss- una um að með starfi sínu séu þeir að fullnægja grundvallarþörf manns- ins fyrir heilnæmri fæðu. NBC mun starfa áfram á þessum grunni, óháð því hvaða Norðurlönd gerast aðilar að Evrópusambandinu. Málefnum norræns landbúnaðar verður áfram haldið á lofti á Norður- löndunum og á alþjóðlegum vett- vangi. Þau eru: * umhverfismálin og sjálfbær þró- un landbúnaðarins MOLflfi Sláturfé í Borgarfirði hefur fœkkað um 35.000 Sauðfé í Borgarfirði hefur fækkað mikið á undanfömum ámm eins og annarsstaðar á landinu. Um síðustu áramót var Afurðasölu Kaupfélags Borgfirðinga breytt í hlutafélag sem heitir Afurðasalan í Borgarnesi hf. Þar var í haust er leið slátrað 44.259 dilkum og 3.125 full- orðnum, samtals 47.384 kindum. Meðalþyngd var 15,6 kg. Sláturfé í Borgarfirði hefur fækkað um 35.000 fjár frá því þegar fé var flest í hér- aðinu fyrir nokkrum ámm. * virðing fyrir náttúruauðlindunum, einnig í alþjóðlegu samhengi * góð meðferð húsdýra * hrein matvæli í hæsta gæðaflokki * öflug samvinna í landbúnaði * áhersla á þýðingu landbúnaðarins fyrir lifandi dreifbýli Formannaráð NBC, saman komið á fundi í Reykjavík, vill næstu ára- tugi standa vörð um það besta sem norræn landbúnaðarhefð felur í sér, á tímum mikilla breytinga. í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SJÓVAOOALMENNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.