Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 6

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 6
_______________FRfl RITSTJÓRN íslenskur ullariðnaður á farsœlli leið Fremur hljótt hefur verið um mál ullar og ullarvinnslu að undanförnu. Eins og oft er, er það til vitnis um að þar séu mál í farsælum farvegi, en erfiðleikar eru að vanda fyriferðarmestir í fjölmiðlum. Sú var tíð og ekki mörg ár síðan íslenskur ullariðnaður gekk í gegnum mikla kreppu sem endaði með gjaldþroti Álafoss hf. Það var árið 1991, en frá miðju því ári, þegar Álafoss hf. hætti rekstri, og til áramóta 1991/'92 áttu bændur ekki í neitt hús að venda með ull sína. Þá hóf nýtt fyrirtæki, íslenskur textíliðnaður hf., „Istex“, að taka á móti ull. Það fyrirtæki var stofnað í október 1991, en driffjöður að því var fjögurra manna hópur fyrrverandi starfsmanna Álafoss undir forystu Guðjóns Kristinssonar, sem gerðist framkvæmdastjóri hins nýja fyrir- tækis, ístex. ístex keypti vélakost verksmiðju Álafoss í Mosfellsbæ og tók hús hennar á leigu, en keypti bæði hús og vélar Ullarþvottastöðvarinnar í Hveragerði. Hluthafar ístex eru, auk frum- kvöðlanna fjögurra, sem allir gegna lykilstöðum í fyrirtækinu, tveir Þjóðverjar sem átt höfðu viðskipti við Álafoss, Landssamtök sauðfjár- bænda, nokkur kaupfélög og 1918 bændur en það voru allir bændur sem lögðu inn ull hjá Istex yfir ákveðnu lágmarki árið 1992. Fulltrúi þeirra í stjórn er kosinn af Stéttarsambandi bænda og er hann nú Þórarinn Þorvaldsson á Þóroddsstöðum, sem jafnframt er sjórnarformaður. ístex framleiðir ullarband, annars vegar til iðnaðar, þ.e. til vefnaðar, til að prjóna úr í vélum og til gólfteppagerðar, og hins vegar band til að handprjóna úr og er handprjónabandið stærsta einstaka afurð verksmiðjunnar. Af bandi sem fer til iðnaðar fer mest til fyrirtækisins Foldu hf. á Akureyri sem prjónar og vefur úr því en nokkuð fer til útflutnings. Handprjónabandið fer á markað bæði hér á landi og erlendis, en það er flutt út til Norður- landanna, Bretlands, Þýskalands, Bandaríkja N- Ameríku, Kanada, Japans og Ástralíu. ístex hefur lagt sig mjög fram um að afla markaða erlendis fyrir framleiðslu sína og notið til þess fulltingis Útflutningsráðs. Það hefur haft hönn- 822 FREYR - 22'94 uði í þjónustu sinni til að hanna flíkur, einkum peysur, og varið verulegu fé til að gefa úr prjóna- bækur með leiðbeiningum og myndum af ullarflíkum. Þessar bækur sem í einu og öllu eru unnar hér á landi eru með texta á fjórum tungu- málum og seldar á prentkostnaðarverði til versl- ana þar sem bandið er á boðstólum. Fjórar slíkar bækur, í stóru broti, hafa verið gefnar út á síðu- stu tveimur árum og má nefna að ein bókin, með leiðbeiningum um prjón á íslenskum lopa- peysum, hefur verið seld í 26 þúsund eintökum. Þá lætur ístex prjóna peysur sem kynntar eru í prjónabókunum og selur þær umboðsmönnum á kostnaðarverði sem selja þær síðan áfram versl- unum til útstillingar. Umsvif Istex hafa farið jafnt og þétt vaxandi frá því fyrirtækið var stofnað. Það er eini kaup- andi ullar á landinu og greiðir fyrir hana heims- markaðsverð. Það verð er nú, svo að dæmi sé tekið, 138 kr./kg á óþvegna ull í Úrvalsflokki. Fyrir þá ull fær bóndinn hins vegar greitt 623 kr./kg. Fyrir 2. fl. er tilsvarandi upphæðir 105 kr./kg frá ístex og 433 kr./kg. Mismun á heims- varkaðsverði og skráðu grundvallarverði greiðir ríkissjóður. Sú upphæð er alls kr. 240 millj. fyrir árið 1994, en er áætlað að lækki um 41 millj. kr. árið 1995, skv. fjárlagafrumvarpi. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir ull eru rökstuddar með því að ístex keppir um markað við fyrirtæki um allan heim, sem og um sölu á ullarvörum innanlands í keppni við innflutning. Til marks um það má nefnda að í Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum eru framleiddar eftirlíkingar af íslenskum lopa, auk þess sem t.d. bæði Norðmenn og Bretar eiga sér gamlar hefðir í þessari framleiðslu. Besta hráefni til vinnslu er haustrúin ull, þar sem féð er rúið um það leyti sem það er tekið á hús. Bændur rýja fé sitt í vaxandi mæli á haustin og síðan aftur nokkru eftir áramót, í febrúar- mars. Sú ull, sem þá fæst er ekki eins góð, bæði af húsvist og vegna þess að ullarhárin eru þá fremur stutt. Þrátt fyrir að bændur leggi sífellt inn betri ull, er enn nokkuð um það að mjög þófin eða skemmd ull komi frá bændum. Fyrir þá ull sem fer í úrkast er ekkert greitt, en hins vegar hefur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.