Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 7

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 7
verkmiðjan af henni verulegan kostnað, við flutning og mat, og hefur sú hugmynd komið upp að innheimtur verði útlagður kostnaður hjá þeim sem senda frá sér ónýtt og verðlaust hráefni. Það er því nokkuð í húfi annars vegar hvort frá bændum komi úrvalshráefni þar sem dæmi eru um að bóndinn fái 1.300 kr. fyrir reyfið, eða hins vegar ekkert og valdi auk þess verksmiðjunni fjárhagstjóni. M p Hreindýraráð Vorið 1994 setti Alþingi lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spen- dýrum. Samkvæmt 14. gr. þeirra laga skal umhverfisráðuneyti skipa Hreindýraráð. Hreindýraráð skal, ásamt Veiði- stjóraembættinu, gera tillögur til ráðherra um fjölda þeirra dýra sem fell má. Því er heimilt að selja veiðiheimildir sem hlutaðeigandi sveitarfélögum hefur verið úthlutað. Þá skal það ásamt veiðistjóra gera tillögu að reglugerð sem ráðherra setur um framkvæmd á hreindýra- veiðum, m.a. um skiptingu veiði- heimilda milli viðkomandi sveitar- félaga, um veiðieftirlitsmenn, hlut- verk og starfssvið Hreindýraráðs, svo og skiptingu arðs af leyfisgjaldi og veiðiheimildum sem framseldar eru ráðinu. I Hreindýraráði eiga sæti Hákon Hansson, héraðsdýralæknir á Breið- dalsvík, sem er formaður þess, MOLflR Grunnvatn Danmerkur mengast Danir hafa áhyggjur af grunnvatni sínu en það er drykkjarvatn þeirra. Leifar af sífellt fleiri jurtavamarefn- um finnast í vatninu, og er nú að vænta enn strangara aðhalds um notkun þeirra efna. Fundist hafa leifar af fjórum algengustu jurtavamarefnum í Danmörku. Telja dönsk blöð að fenoksysýrulyf verði bönnuð þar í landi. Rapsfrœ getur spírað eftir 50 ár Sænskir rannsóknarmenn vara við því að arfbreytt raps geti orðið afleitt illgresi. Rapsfræ getur spírað eftir 50 ár, segja fræðingar við land- búnaðarháskólann sænska. Sigurður Á. Þráinsson, líffræðingur í umhverfisráðuneytinu, sem er vara- formaður, Láms H. Sigurðsson, bóndi á Gilsá í Breiðdal, Reynir Sigursteinsson, bóndi í Hlíðarbergi, A.-Skaft„ Hjörtur E. Kjerúlf bóndi á Hrafnkelsstöðum og oddviti Fljóts- dalshrepps, og Magnús Þorsteinsson bóndi í Höfn og oddviti Borgar- fjarðarhrepps. Starfsmaður nefndarinnar er Aðal- steinn Aðalsteinsson, Ullartanga 3 í Fellabæ, sími 97-12354. ALLT TIL RAFHITUNAR! llllllllllllllllllllll 53 mm % Isp ffiiíiiliiiii Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. ELFA-VARMEBARONEN Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir Hitatúba / rafketill 12kw, 230v. 30 - 300 lítra, útvegum aðrar stærðir 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt frá 400-10.000 lítra. að 1200kw. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þrautreyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMALAR. III' Eí nar Farestveít & Co. hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 22'94 - FREYR 823

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.