Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 14
áhugi á því að koma á beinni tengsl- um milli framleiðandans og neyt- andans og þó að slíkt verði ef til vill ekki í stórum stíl þá skapar þetta viðhorf þörf einhvers hluta þeirra sem frumframleiðsluna stunda fyrir þekkingu í milliliðagreinum, mat- vælaframleiðslu og markaðsetningu afurða á smærri markaði. Það er því eðlilegt að búnaðar- skólarnir taki upp í sína námsvísa kennslugreinar sem fjalla um úr- vinnslu þeirra landbúnaðarafurða sem henta til slíkrar markaðsetning- ar. Það hefur aðeins verið leitað eftir slíku en því miður hefur sú viðleitni fallið í hrjóstrugan jarðveg og talin vera ógnun við lögvemduð starfs- réttindi matvælaframleiðslugrein- anna. Þetta er að mínu mati ekki rétt og hlýtur að verða sótt fastar að skólunum að sinna þessu verkefni, og þeir eiga skilyrðislaust að taka á móti þessum óskum því að þær eru atvinnuskapandi í sveitum landsins. Bóndinn er helsti landnotandi þessa lands. Beit búfjár og heyskap- ur er ekki lengur einustu landnot bænda á bújörðum sínum. Sífellt fleiri reyna að auka tekjur sínar með annars konar landnotkun og sífellt fleiri taka land úr hefðbundinni notkun og friða það en breyta jafn- framt gróðurfari þess með nýjum tegundum og það þarf ákveðna þekkingu til þess að slíkar aðgerðir heppnist. Skólunum er það nauðsyn- legt að efla mjög fræðslu urn hvers konar landnotkun í námi sínu. Útvíkkað hlutverk búnaðarskólanna. Nú eru sérskólar landbúnaðarins þrír og er einn þeirra sérhæfður á sviði garðyrkju og annar hefur sérhæft sig mjög á sviði hrossaræk- tar. Það er nauðsynlegt að spyrja sig þeirrar spurningar þegar fjallað er um landbúnaðannenntun framtíðarin- nar hvort þörf sé fyrir þessa skóla alla til þess að sinna fræðsluþörf atvinnuvegarins. Lögbýli í landinu eru um 4500 og nokkuð er um að stunduð sé landbúnaðarframleiðsla eða framleiðsla sem tengist henni annars staðar en á lögbýlum. Fram- leiðslufyrirtæki í sveitum landsins gætu því verið nálægt 5000. Hentaði menntunartilboð skólanna 50% þessara fyrirtækja og endumýjunar- þörfin 25-30 ár, þyrfti afkastageta 830 FREYR - 22'94 skólanna að vera um 80-100 nem- endur í árgangi og er ekki fjarri að það sé um það bil afkastageta skólanna um þessar mundir. Þörfin fyrir þá aðsöðu sem er fyrir hendi nú fer því eftir því hvernig hlutverk skólanna verður skilgreint í framtíöinni. Það er augljóst að verði það þröngt og fyrst og fremst tengt menntun til hefðbundins búrekstrar, er afkastageta skólanna of mikil, en verði tekið mið af þeirri þróun sem á sér stað víðsvegar um sveitir lands- ins, eiga þeir miklu hlutverki að gegna í atvinnuuppbyggingu dreif- býlisins í framtíðinni og þörf fyrir þá alla. Inntökuskilyrði til að hefja nám við skólana er ekki fyllilega sam- ræmt og er nauðsynlegt að endur- skoða þau atriði í tengslum við heildarendurskoðun löggjafarinnar um búnaðarmenntunina. Það er auð- velt fyrir alla að afla sér grunn- menntunar í almennum greinum og því eðlilegt að leggja smám saman minni áherslu á þær í námsframboði skólanna. Á hinn bóginn er óhjá- kvæmilegt að gera ráð fyrir að þetta nám sæki aðilar með mjög breyti- legan bakgrunn og því er ég á þeirri skoðun að skólarnir eigi að bjóða upp á lágmark almennra grunn- greina í nánti sínu. Ég tel einnig ónauðsynlegt að krefjast verulegs framhaldsskólanáms í almennum greinum til þess að stunda svo sér- hæft starfsmenntanám sem búnaðar- námið er í raun og veru. Meira máli skiptir að þeir sem takast það á hendur hafi reynslu úr atvinnulffinu og geri sér nokkra grein fyrir þeim lögmálum sem um sjálstæðan at- vinnurekstur gilda. Landbúnaðarmenntun framtíðar er ekki einungis tengd starfsmennta- náminu, því að huga verður að því hvernig og með hvaða hætti á að bjóða upp á háskólanám í bú- fræðum. Þá er fyrst að spyrja hvort framtíðin sé fólgin í sérstökum búnaðarháskóla eða að sameina starfsemi Búvísindadeildar einhverri annarri háskólastofnun og flytja námið frá Hvanneyri eða hafa það áfram á Hvanneyri en gera búvís- indadeildina hluta annarrar stofn- unar. Það hefur tvívegis verið gerð all ítarleg athugun á því hvort starf- rækja ætti áfranr háskólanám í búfræði á Hvanneyri. Síðari athug- unin var gerð í tengslum við setn- ingu búfræðslulaganna 1978. í báð- um tilvikum komu fram svipuð sjó- narmið með og móti framhaldi starf- seminnar. Smæð Búvísindadeildarinnar gerir námið kostnaðarsamt og hið faglega umhverfi verður nokkuð einhæft og getur náminu stafað nokkur hætta af því. Á hinn bóginn gerir hin stjóm- skipulega staða það að verkum að tengsl okkar við atvinnuveginn og rannsóknastarfsemi landbúnaðarins eru mjög náin. Þá hefur einnig verið skoðað hvort það væri búvís- indadeildinni til trafala að tilheyra Landbúnaðarráðuneyti fremur en Menntamálaráðuneyti eins og aðrar háskólastofnanir. Hingað til hefur það ekki reynst svo, en ef skipting rannsóknafjármagns í framtíðinni fylgir fremur stjómskipunarlegum forsendum en viðfangsefnalegum, munum við lenda með atvinnuvega- rannsóknunt og ef til vill verður þá ætlast til að atvinnuvegurinn fjár- magni rannsóknastarfsemi skólans meira en góðu hófi gegnir um skóla- stofnun. Háskólanámið í búfræði við Bú- vísindadeildina á Hvanneyri er BS- nám sem lokið er á 4 árum eftir stúdentspróf. í framtíðinni eins og nú verður efling BS-námsins megin- verkefnið og engar forsendur til annars en að sækja æðri námsgráður til Háskóla íslands eða til erlendra háskóla. Það er líka styrkur fyrir at- vinnuveginn að sækja þekkingu að hluta til annars fræðaumhverfis. Samstarf milli háskólastofnana er sífellt að eflast og væntanlega verð- ur þess ekki langt að bíða að hér á landi eins og annars staðar verði sett rammalöggjöf um hákólastofnanir og mun það styrkja einkurn hinar minni stofnanir sem bjóða nám á háskólastigi. Þá mun aukin samvin- na háskólastofnanna bæði á Norðurlöndum og víðar auka mögu- leika lítilla stofnana á því að skapa nemendum sínum viðunandi náms- framboð. Hvanneyrarskólinn er nú þegar í skipulögðu samstarfi Búnaðarhá- skólanna á Norðurlöndum og á þeirra veguni er nú verið að leggja lokahönd á verkefni sem felur í sér samstarf um „Norrænan landbúnað- arháskóla" sem fær sérstök samnor- ræn verkefni og kostaður verður af

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.