Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Síða 15

Freyr - 15.11.1994, Síða 15
Norðurlöndunum sameiginlega. Það er mjög mikilsvert fyrir okkur að taka þátt í þessu verkefni og efla með því möguleika okkar nemenda til framhaldsnáms við búnaðarhá- skóla nágrannalandanna. Framtíð búvísindanámsins á Hvanneyri ræðst því öðru fremur af því hvemig það verður skilgreint. Þar gildir í raun sama viðhorf og um starfsmenntunina að þarfimar eru mun fjölbreyttari unt menntun leið- beinenda og rannsóknarmanna en hingað til hefur verið skilgreint í verkahring deildarinnar. Ef ekki næst samstaða um víkkun á skil- greindu hlutverki deildarinnar og eflingu nýrra viðfangsefna þá mun hún smám saman verða of ein- angruð til þess að standast sem háskólanám fyrir landbúnaðinn. Á síðasta vetri var unnið nokkuð að slíku skipulagsstarfi á vegum Landbúnaðarráðuneytisins. Nái þær tillögur fram að ganga í einhverri mynd, má ætla að háskólanám í bú- fræði á Hvanneyri geti átt farsæla framtíð. Það er því mikilvægt að á það reyni hvort almennur vilji er fyrir hugmyndum Landbúnaðarráðu- neytisins um framgang endurskipu- lagningar á hlutverki háskólanáms í búfræði hér á landi. Lokaorð. Hér að framan hef ég vikið nokkuð að þeim þáttum sem ég tel að eigi að móta skipulag á landbún- aðarmenntun framtíðarinnar. Fram- tíð landbúnaðar á íslandi er um margt óráðin. Margt í ytri aðstæðum er mjög að breytast. Samkeppnis- staða innlendrar landbúnaðarfram- leiðslu mun mjög ráðast af fæmi og hugvitsemi bændanna sjálfra og mun menntun þeirra verða eitt grundvallaratriða. Búnaðarskólarnir munu gegna mikilvægu hlutverki sem starfsmenntaskólar landbúnað- arins. Hversu mikilvægt það hlut- verk verður, ræðst af skilgreiningu verkefna þeirra og því fjármagni sem þeim verður úthlutað. Fró aðalfundi Landssambands kúa- bœnda. Frh. afbls. 845. að ef til sameiningar Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda kemur muni það leiða til róttækrar uppstokkunar á félagskerfi landbún- aðarins og ábyrgð einstakra samtaka innan þess. Fundurinn telur framtíðarþátttöku LK í væntanlegum samtökum ráðast af því að gert verði skýrt samkomu- lag um verkaskiptingu, þar sem LK verði kallað til aukinnar ábyrgðar og forræðis í málefnum greinarinnar. Felur fundurinn stjóm LK að vinna ákveðið að slíku samkomulagi. Ályktun um öflun upplýsinga um útskolunartíma fúkkalyfja Aðalfundur LK 1994 felur stjóm landssambandsins að gangast fyrir öflun upplýsinga um útskolunartíma hinna ýmsu fúkkalyfja, sem notuð eru í mjólkurkýr og námkvæmari merkingu þeirra en nú er, svo að ekki verði um villst hvenær nýta má mjólk eftir lyfjanotkun. Greinargerð: Orðalag á umbúðum fúkkalyfja um það hvenær nýta megi mjólk að nýju eftir lyfjameðferð, er mjög breytileg eftir tegundum og í sumum tilfellum þannig að vafi getur leikið á því hvort nýta megi mjólkina 12 klst. fyrr eða síðar. Dýralæknar og aðrir ábyrgir aðilar ráðleggja þá ætíð að henda mjólkinni einu máli lengur, ef vafi leikur á hvernig skilja beri leiðbeiningarnar. Gildir þetta jafnt um mjólk úr spenum sem með- höndlaðir hafa verið og úr öðrum spenum kýrinnar. Ljóst er að þama geta legið verð- mæti sem skipta milljónum króna árlega fyrir bændur og óþolandi að orðalag leiðbeininga sé ekki ótví- rætt. Tillaga um útgáfu Nautgriparœktarinnar Aðalfundur LK 1994 fer þess á leit við Búnaðarfélag íslands að útgáfa Nautgriparæktarinnar verði efld og að ritið komi út þrisvar sinn- um á ári. Jafnframt verði leitað til samstarfsaðila í Fagráði varðandi efnisöflun í ritið. Óánœgja með lyfsölulög Aðalfundur LK 1994 vekur athygli Landbúnaðarráðherra og Þróun háskólanáms í búfræði hér- lendis er einnig þýðingarmikið verk- efni ef gert er ráð fyrir að landbún- aðurinn haldi velli í atvinnulífi land- anna. Nýsköpun og þróunarstarf er órjúfanlegur þáttur framþróunarinn- ar í hvaða atvinnuvegi sem er og þar gegnir menntunin lykilhlutverki. Sú skipan að tengja háskólanámið svo náið starfsmenntuninni sem raunin er í dag tel ég vera til framdráttar háskólanáminu og ber að halda þeirri skipan óbreyttri. Það er þó mikilvægt að námsframboðið sé ekki of þröngt skilgreint þannig að það verði um of mótað af dægur- málum í atvinnugreininni á hverjum tíma. Það er einnig mikilvægt að gera sér fulla grein fyrir þeim tak- mörkunum sem aðstæðurnar bjóða og leggja áherslu á að styrkja grunn- menntunina á háskólastigi svo sem kostur er og þannig auðvelda að- gang að hvers konar framhalds- menntun. landbúnaðarnefndar Alþingis á því, að breytingar á lyfsölulögum frá maí 1994 hafa í för með sér bæði óhag- ræði og verulegan kostnaðarauka fyrir bændur. Því skorar fundurinn á Landbúnaðarráðherra og landbúnað- amefnd að beita sér fyrir breyt- ingum á téðum lögum á þann veg að dýralæknar hafi ótvírætt leyfi til sölu dýralyfja. Dýralœknir nautgripasjúkdóma Aðalfundur LK 1994 felur stjóm landssambandsins að vinna að ráðn- ingu dýralæknis í nautgripasjúk- dómum. Þessi staða ætti að nýtast til fræðslu og rannsóknarstarfa og til að koma á sjúkdómaskráningu og öðru því tengdu. Fleiri mál komu til umræðu og afgreiðslu á aðalfundinum, má þar nefna tillögu um útgáfu fjósmöppu sem stefnt er að dreifa til allra mjólkurframleiðenda í landinu og ætluð öllum þeim sem koma að störfum í fjósi. Hefði fjósmappan að geyma ýmsar hagnýtar upplýsingar um mjaltir, skjúkdóma, verkun lyfja, fóðrun ungkálfa og fleira. 22*94 - FREYR 831

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.