Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 16
Alþjóðleg samskipti um rœktun íslenska hestsins Kristinn Hugason hrossarœktarráðunautur Búnaðarfélags íslands Aðfaraorð Alþjóðleg samskipti á sviði ræktunar íslenska hestsins hafa aukist mjög á allra síðustu árum. Þennan þátt samskiptanna við útlönd má formlega rekja til þess að greinarhöfundur sótti fund ræktunarfulltrúa FEIF-þjóðanna í Hollandi þann 9. til 10. mars 1991, auk þess sem í starfi þessu er staðið á gömlum merg ýmissa samskipta við unnendur íslenska hestsins erlendis og þróunin hefur verið örvuð síðan með marghátt- uðu starfi íslendinga á erlendri grund. Á fyrrnefndri ráðstefnu varð höfundi Ijóst að bæði þyrfti að skerpa stefnumótunina innan FEIF og kynna íslenska ræktunarkerfið miklu betur þannig að erlendis gerðu menn sér ljóst forystuhlutverk okkar Islendinga. I ljósi skilnings- leysis þáverandi ræktunarfulltrúa FEIF mat undirritaður það svo að til lítils væri að við íslendingar tækjum þátt í dómstörfum á kynbótasýningu Heimsleikanna 1991 sem fram fóru í Svíþjóð og gekk það eftir að við tókum engan þátt í dómstörfum kyn- bótahrossa þar þó að Búnaðarfélag íslands stæði að vali þátttökuhrossa er fram komu fyrir íslands hönd á leikunum. Á aðalfundi FEIF að afloknum leikunum 1991, var Svíinn Mats Jennerholm kjörinn ræktunarfulltrúi FEIF og sat hann til ársins 1993. Þrátt fyrir heilsubrest sem háði Jennerholm allt kjörtímabilið, og þá einkum er á leið, færði hann margt til betri vegar innan samtakanna. Þegar í upphafi kjörtímabils Jenner- holms tókst ágætt samstarf grein- arhöfundar við hann. Á aðalfundi FEIF í ágúst 1992 var Víkingur Gunnarsson, ráðunautur kjörinn í ræktunarráð samtakanna og hefur 832 FREYR • 22'94 Kristinn Hugason, hrossarœktarráðu- nautur Búnaðarfélags Islands. Ljósm.: Nœrmynd. Víkingur unnið að störfum sínum í ræktunarráðinu í nánu samstarfi við greinarhöfund og Hrossaræktar- nefnd Búnaðarfélags íslands en Landssamband hestamannafélaga hefur fjármagnað störf hans þar. Fullyrða má að alger umskipti hafi orðið í málum þeim sem hér er um fjallað við útgáfu ritsins Kytthóta- dómar og sýningar sem er á tveimur tungumálum; ensku og þýsku, auk íslensku en efnt var til ráðstefnu í Danmörku dagana 20. til 22. nóv- ember 1992, þar sem útgáfan var kynnt. Ráðstefnu þessa sátu rækt- unarfulltrúar FEIF-landanna og kyn- bótadómarar víða að. Á ráðstefnunni flutti undirritaður framsöguræðu um íslenska dómkerfið og naut þar dyggrar aðstoðar Vfkings Gunnars- sonar. Á árinu 1993 var starfi því er hér um ræðir fram haldið og tókum við íslendingar þá mikinn þátt í dóm- störfum kynbótahrossa á Heims- leikunum í Hollandi en greinarhöf- undur og Víkingur Gunnarsson veittu þar sinn hvorri dómnefndinni forystu, þó ekki færu dómarnir fram samkvæmt íslenskum reglum. Bæði á samræmingarfundi kynbótadómara fyrir Heimsleikana og á aðalfundi FEIF eftir leikana, kom til tölu- verðra átaka á milli fulltrúa okkar Islendinga og Þjóðverja. Þjóðverjar, sem hunsuðu kynningarfundinn í Danmörku haustið áður, komu lið- sterkir til Hollands og veittu okkur þá mótspyrnu er þeir gátu. Telur greinarhöfundur að reynslan hafi þegar leitt í ljós að málstaður okkar Islendinga hafi komist vel til skila í Hollandi. Á aðalfundi FEIF, að afloknum Heimsleikunum. var kjörinn nýr ræktunarfulltrúi samtakanna. Hol- lendingurinn Anne Marie Quarles var kjörin án mótatkvæða og kusum t.d. bæði við íslendingar og Þjóð- Mats Jennerholm rœktunarfulltrúi FEIF 1991 til 1993. Mynd tekin á Heims- leikunum í Hollandi 1993. l.jm.: K.H.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.