Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1994, Page 17

Freyr - 15.11.1994, Page 17
Krístinn Hugason við erindisflutning á Landsfundi rœktenda íslenska hestsins í Kassel í Þýskalandi. Við hlið Kristins stendur Guðjón Kristinsson dýralœknir sem var annar tveggja túlka á lands- fundinum en Kristín Halldórsdóttir bú- frœðikandídat var hinn og tók myndina. verjar hana. Undirritaður er þeirrar skoðunar, og hefir ætíð verið, að okkur íslendingum beri forystu- hlutverkið á sviði ræktunar íslenska hestsins og er þá átt við bæði hvað varðar árangur í ræktun og hinn félagslega þátt. í ræktuninni höfum við yfirburði þó ekki megum við sofna á verðinum þar eitt andartak. Hvað hinn félagslega þátt varðar er um að ræða markaðsmál og í þessu sambandi telur greinarhöfundur mikla ástæðu til að koma íslendingi í sæti ræktunarfulltrúa FEIF. Það sæti getur enginn skipað með neinum sóma nema maður á besta aldri sem er á kafi í hrossarækt- arstarfinu og nýtur viðtæks trausts hér heima og erlendis. Mat greinarhöfundar er það að Víkingur Gunnarsson hefði náð kjöri í embættið á aðalfundinum 1993 en hann var ófáanlegur í fram- boð, vildi þess í stað leggja áfram áherslu á starf í ræktunarráðinu fyrst f stað og ætlaði auk þess að fá leyfi frá störfum á meðan hann stundaði framhaldsnám í hrossafræðum á Bretlandseyjum en það nám hefur hann nú hafið og mun það taka rúm- lega eitt ár. Jón Vilmundarson ráðunautur leysir Víking nú af hólmi í störfum innan FEIF. Fleiri tækifæri munu gefast til að fá kjörinn rækt- unarfulltrúa FEIF héðan frá íslandi, staðan hefur ekki versnað þó ein- hver tími hafi e.t.v. glatast. Sá merki atburður átti sér stað í Víkingur Gunnarsson ráðunautur ásamt meðdómendum sínum að störfum á kyn- bótasýningu Heimsleikanna í Hollandi 1993. LjmK.H. Séð yfir hluta fundarsalarins á landsfundinum í Kassel en alls hlýddu um 150 manns á fyrirlesturinn. Kristinn útskýrir gleerur. vor að Norðmenn samþykktu að taka íslenska dómkerfið upp í heild sinni og dæmdu greinarhöfundur og Víkingur Gunnarsson á héraðssýn- ingu í Noregi í vor. Dómsniður- stöður þaðan voru umsvifalaust skráðar inn í Feng og komu inn í kynbótauppgjör í sumar. Nú nýverið var greinarhöfundur síðan á fundi með Norsk Islandshestforening og Norsk Hestesenter, þar sem fjallað var um möguleika þess að Búnað- arfélag íslands myndi í framtíðinni sjá bæði um dómstörf og skýrslu- hald varðandi íslensk hross í Noregi. Á árinu 1994 hefur það helst borið til tíðinda að öðru leyti á þessum vettvangi að Víkingur og Jón Vil- mundarson sóttu fund ræktunarfull- trúa FEIF í Hollandi þann 27. febrúar. Að afloknu landsmótinu var aðalfundur FEIF haldinn í Bænda- höllinni í Reykjavík þann 4. júlí og 25 ára afmæli FEIF var haldið hátíðlegt í Viðey þá um kvöldið og ráðstefna og kynning á íslenska dómkerfinu á kynbótahrossum var haldin á Hólum, dagana 6. til 7. júlí. í framhaldi ráðstefnunnar á Hólum Frh. á bls. 860. 22'94 - FREYR 833

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.