Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1994, Side 18

Freyr - 15.11.1994, Side 18
Um hrossarœkt á íslandi Kristinn Hugason, hrossarœktarráðunautur 1. Félagskerfi hrossarœktarinnar á íslandi Kynbótastarfið í hrossaræktinni á íslandi styðst við ákvæði búfjárrækt- arlaga eins og raunar allt kynbóta- starf í landinu. Fyrstu lög um kyn- bætur hrossa voru sett á Alþingi árið 1891 og voru síðan settir ýmsir við- aukar við þau lög og gerðar á þeim breytingar. Árið 1931 voru fyrst sett búfjárræktarlög sem fjalla um alla búfjárrækt og hafa þau lög síðan verið endurskoðuð nokkrum sinn- um, síðast 1973. Ný og verulega breytt lög um búfjárrækt gengu í gildi árið 1989 (lög nr. 84 frá 1989) og reglugerð við þau lög var sett 1991 (reglugerð nr. 418 frá 1991). Hrossai œktarfélög og hrossarœkt- arsamhönd hafa starfað í landinu allt frá árinu 1904. Þetta eru félags- samtök hrossaræktenda og starfa í samræmi við lög þau um hrossarækt er gilt hafa á hverjum tíma. Félags- kerfið eins og það er núna upp byggt tekur fyrst og fremst mið af ákvæðum búfjárræktarlaga frá 1973 og í samræmi við þau lög starfa hrossaræktendur nú í hrossaræktar- félögum sem afmarkast af einu eða fleiri sveitarfélögum. Hrossaræktar- félögin eru deildir í hrossarækt- arsamböndunum sem eru heildar- samtök hrossaræktenda í hverri sýslu eða landshluta. Félagsaðild að hrossaræktarfélögum og þar með hrossaræktarsamböndum er frjáls, í þeirri merkingu að enginn er neydd- ur til að starfa innan vébanda þessa félagsskapar en um leið eru allir hrossaræktendur á starfssvæði hvers hrossaræktarfélags og þá um leið hrossaræktarambands sjálfkrafa að- ilar að samtökunum en bein árgjöld eru engin. Hrossaræktarsamböndin starfa í nánu samstarfi við búnaðarsam- böndin, hvert í sínu héraði. og láta búnaðarsamböndin sem eru eins konar héraðsdeildir Búnaðarfélags íslands, hrossaræktarsamböndum í té þá faglegu vinnu sem unnin er heima í héraði en Búnaðarfélag íslands sér um þau mál á landsvísu. Stór þáttur starfa hrossaræktarsam- bandanna er í tengslum við stóð- hestahaldið. Tryggja hrossaræktar- samböndin og deildir þeirra (hrossa- ræktarfélögin) ræktendum þannig afnot af góðum undaneldishestum fyrir hryssur sínar og í gegnum bún- aðarsamböndin hafa ræktendur að- gang að leiðbeiningum, en á íslandi er hver einstakur ræktandi sjálfs sín herra um val og notkun kynbóta- gripa og mörkun ræktunarstefnu. Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabœnda eru auk þess félög er tengjast hrossaræktinni á Is- landi. Landssamband hestmanna- félaga eru samtök hestamannafélag- anna á íslandi sem eru áhugamanna- samtök er fjalla um reiðmennskuna og Félag hrossabænda er stéttarfélag hrossabænda (sérbúgreinafélag) og starfar sem slíkt innan bænda- hreyfingarinnar á Islandi. Aðilar að Félagi hrossabænda eru bæði fram- leiðendur lífhrossa og kjöts. Á 1. mynd er sýnd uppbygging félagskerfisins í hrossaræktinni á íslandi. 2. Stjórnun og starfs- menn Á myndinni í lok síðasta kafla sést að Hrossarœktarnefnd Búnaðarfé- lags íslands er ákvörðunaraðili um alla stefnumörkun í hrossaræktinni. Hrossaræktamefnd setur allar reglur er varða stefnumótun og fram- kvæmd ræktunarstarfsins í heild á landinu. Hvað ákvarðanir nefndar- innar varðar, verður að tryggja að þær séu í samræmi við landslög og auk þess leitar Hrossaræktamefnd ætíð staðfestingar stjómar Búnaðar- félags íslands á öllum stærri ákvörð- unum. í Hrossaræktarnefnd Búnað- arfélags íslands sitja sjö menn og eru sex þeirra kjörnir á Búnaðar- þingi sem er fulltrúaráðsfundur Búnaðarfélags íslands. Oddamaður og jafnframt formaður nefndarinnar er skipaður af stjóm Búnaðarfélags íslands og er skipun hans tilkynnt á Búnaðarþingi um leið og kjör hinna sex fer fram. Helmingur kjörinna fulltrúa í Hrossaræktarnefnd er úr hópi héraðsráðunauta (ráðunauta búnaðarsambandanna) og helmingur úr hópi bænda tveir frá Félagi hrossabænda og einn frá Landssam- FÉLAGSKERFIÐ í HROSSARÆKT 1. mynd. Félagskeifið í hrossarœktinni. 834 FREYR - 22'94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.