Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 19

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 19
HROSSARÆKTIN í FRAMKVÆMD "ERFÐAFRAMFÖR" I SKYRSLUHALD Grunnskráning Fangskýrslur Búsbækur Nolkun valinna gripa í ræktuninni . i KYNBÓTADÓMAR URVAL- ■ KYNBÓTAMAT (BLUP) FRÆÐILEG UNDIRSTAÐA MÓTUN KYNBÓTAMARKMIÐS (Brccding objcclivc) Mælingar verömætra ciginlcika Kynbótafræöilcg grcining LeiÖréttingar fyrir umltvcrfisáhrifum Mat á crföa|)állum Val ciginlcika sem valiö skal fyrir, ÚRVALSMARK, úrvalsskilyröi (Sclection critcria) ' KYNBÓTASKIPULAG bandi hestamannafélaga. í Hrossa- ræktamefnd eiga nú sæti: Víkingur Gunnarsson, Jón Vilmundarson og Guðmundur Sigurðsson héraðs- ráðunautar og bændurnir Einar E. Gíslason, Skúli Ö. Kristjónsson og Þórir ísólfsson. Formaður Hrossa- ræktamefndar er Kristinn Hugason og varaformaður Þorkell Bjarnason. Nú unt stundir eru unnin u.þ.b. sjö ársverk í sambandi við leiðbeininga- þjónustuna í hrossaræktinni á Is- landi. Stöður landsráðunauta eru tvær hjá Búnaðarfélagi Islands og u.þ.b. tvö og hálft ársverk eru unnin í tölvudeild Búnaðarfélagsins við forritun og skráningu tölvutækra upplýsinga hrossaræktarinnar og u.þ.b. tvö og hálft ársverk eru unnin úti í búnaðarsamböndunum við ýmsa þætti leiðbeininga í greininni. Einn héraðsráðunautur er í fullu starfi, tveir eru í u.þ.b. hálfu starfi og hlutastörf margra mynda u.þ.b. hálft starf. Á næstu árum er ljóst að ekki verður unt að ræða nema eitt starf landsráðunautar enda er það nægjanlegt en hins vegar þyrfti þjónustan bæði í tölvudeild Búnaðarfélags íslands og úti í búnaðarsamböndunum að aukast helst um tvö störf, eitt á hvorum stað. Mestur hluti af starfsemi Búnaðarfélags íslands er kostaðar af hinu opinbera; þó hafa sértekjur t.d. í hrossaræktinni aukist umtalsvert á síðustu árum. Af launahlut héraðs- ráðunauta koma 65% frá hinu opin- bera en sjóðagjöld landbúnaðarins og ýmsar sértekjur eru nýttar til að standa straum af launahlut búnað- arsambandanna. Störf leiðbeiningaþjónustunnar í hrossaræktinni felast í ýmsu, helstu þættirnir eru vinna við skýrsluhald, dómstörf, útreikningur kynbótamats og útgáfustörf. Forystan í öllum þessum atriðum er í höndum lands- ráðunauta Búnaðarfélags íslands sem sinna verkum sínum undir stjórn búnaðarmálastjóra sem stjórn- ar í umboði félagsstjórnar, en allt starf landsráðunauta verður að fara fram í samræmi við ákvarðanir og stefnumótun Hrossaræktarnefndar. Héraðsráðunautar eru samverka- menn landsráðunauta í leiðbeining- arstörfunum. Um hvem hinna helstu þátta starfa leiðbeiningaþjónustunn- ar verður fjallað í sérstökum köflum hér á eftir. 2. mynd. Hrossarœktin íframkvœmd. 3. Kynbótamarkmið Kynbótamarkmið íslenskrar hrossa- ræktar er ákaflega víðfemt. í því felst að auka stærð, fegurð og hæfni hrossanna, mælt á kvarða dóm- stigans, en um leið þarf að viðhalda fjölbreytileika stofnsins, hreysti hans og frjósemi. I töflunni og á myndinni (1. töflu og 2. mynd) hér á eftir koma fram stig liins skipulega kynbótastarfs á íslandi og hvemig þau stig tengjast saman. 4. Skýrsluhald og skráning Einhverskonar skráning undan- eldisgripa á sér langa sögu á íslandi þó ekki séu nema fáein ár síðan öflugt tölvuvætt skýrsluhald hélt innreið sína í hrossaræktina á land- inu. Segja má að upphaf skýrslu- halds í hrossarækt hefjist við færslu Ættbókar Búnaðarfélags Islands fyrir undaneldishross árið 1923. Hrossin sem færð voru í ættbók allar götur til 1986, fengu raðnúmer (ættbókarnúmer) og einungis þau hross sem ákveðnum árangri náðu á kynbótasýningum voru færð til ættbókar. Á árinu 1987 var loks tekið upp nýtt númerakerfi; fœðing- arnúmer, þá var jafnframt hafin samræmd skráning allra dóma af kynbótasýningum. Á árinu 1990 var 1. tafla. Stig skipulegs kynbótastarfs. Stig skipulegs kynbótastarfs. Stig Á starfssviði í. Kynbútamarkmiö (breeding objcctive) Ræktcnda Frainkvæmdaraöiia kynbótastarfsins Vísindainanna 2. Auökenning og skráning Framkvæindaraöila kynbótastarfsins 3. Val ciginleika scin valiö skal fyrir (úrvalsmark eöa úrvalsskilyröi) (sclection criteria) Framkvæindaraöila kynbótastarfsins Vísindninanna 4. Kynbótafræöilcg greining Visindamanna Framkvæmdaraöila kynbótnstarfsins 5. Kynbótamat Vísindainanna Frainkvæmdaraöila kynbótastarfsins 6. Kynbótaskipulagning Vísindamanna Framkvæmdaraöila kynbótnstarfsins 7. Úrval Ræktenda Framkvæindarnöiln kynbótastarfsins 22'94 - FREYR 835

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.