Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 20

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 20
2. Tafla. Margfeldi dómstigg kynbótahrossa 1961 til 1990. Ár: 1961- ■1978 1979-1985 1986-1989 1990 Sköpulag: Höfuð 4 4 4 Háls, hcrðar, bógar Yfirsvipur 16 6 6 8 Bak og lend 6 6 6 Samræmi Samræmi 8 8 8 6 Fótagerð 5 5 6 Réttleiki Fætur 16 6 6 4 Hófar 5 5 6 Samlals 40 40 40 40 Kostir: Tölt 10 10 20 20 Brokk 8 8 8 8 Skeið 10 10 10 10 Stökk 6 6 6 6 Vilji 12 12 12 12 Geðslag 8 8 8 6 Fegurð í reið 6 6 6 8 Samtals 60 60 70 70 hafið víðtækt skýrsluhald í hrossa- rækt, þar sem öllum upplýsingum um ættir, afkvæmadóma, kynbóta- mat og fleira fyrir tugþúsundir hrossa er safnað í tölvu til úrvinnslu. Nú eru skráð í gagnabanka Búnað- arfélags íslands sem heitir Fengur um 60.000 hross og rúmlega 19.000 þeirra eru dæmd, fjöldi fangfærslna (upplýsingar um fang hryssna) sem skráðar hafa verið frá 1990 eru 29.500 og eru skráðir hrosseigendur nú um 7.000. Hvatt er til almennrar þátttöku í skýrsluhaldi í búfjárrækt á Islandi með greiðslu framlaga úr ríkissjóði. Fyrir yfirstandandi ár nam þessi upphæð 40.000.000.- kr. í heild og komu 20% heildarfjárhæð- arinnar eða 8.000.000.- í hlut hrossaræktarinnar. Fjárframlag þetta styðst við ákvæði í núgildandi bú- fjárræktarlögum (lög nr. 84 frá 1989) og skal varið til skýrslu- haldsins. Hrossaræktamefnd setur reglur um útdeilingu þessara fjár- muna greinarinnar. Koma nú 80% af hlutdeild hrossaræktarinnar í hlut hrossaræktarsambandanna og er út- deilt til þeirra í samræmi við þátt- töku ræktenda á svæðinu í skýrslu- haldinu og 20% renna til Bún- aðarfélags íslands og búnaðarsam- bandanna til að standa undir föstum kostnaði við skýrsluhaldið. Samhliða traustu skýrsluhaldi er mikilvægt að auðkenna hrossin með einstaklingsauðkenni. Frostmerking fæðingamúmers er líklegast hand- hægasta aðferðin enn sem komið er. Frostmerkingar hófust á Islandi árið 1982, þær hafa þó ekki náð mikilli útbreiðslu en þó eru u.þ.b. 600 til 800 hross frostmerkt í hverjum ár- gangi og þar af er um það bil þriðjungur frostmerkt sem folöld. Hraðstígar framfarir eru nú í öllum atriðum er tengjast auðkenningu hrossa um heim allan og þá einkum viðvíkjandi örmerkingum. Nú er og verið að hleypa af stokkunum mark- vissara eftirliti með blóðflokkum hrossa á íslandi í þeim tilgangi að sannreyna ættfærslur þó fullyrða megi að öryggi ættfærslna hrossa á íslandi hafi um langan aldur verið með því besta er þekkist. 5. Dómstörf í 2. töflu hér á eftir eru sýnd margfeldi dómstiga kynbótahrossa og breyting á þeim frá 1961. 836 FREYR - 22*94 Núgildandi reglur um sýningar og dóma kynbótahrossa eru allar í sér- ritinu Kynbótadómar og sýningar sem var gefið út af Búnaðarfélagi íslands árið 1992. Eitt einkenni dómstarfanna í hrossaræktinni á íslandi er það að hér er um sérfræðivinnu að ræða sem einungis ráðunautar Búnaðar- félags íslands og búnaðarsamband- anna sinna um. Dómarar starfa í dómnefndum þrír saman. Allir dóm- arar í dómnefnd hafa jafnstöðu með tilliti til einkunnargjafarinnar en landsráðunautur er formaður dóm- nefndar og veitir dómstörfum þann- ig forystu. Landsráðunautar Búnað- arfélags íslands, sem veita þessu starfi forystu í heild sinni, skulu hafa sérfræðigráðu á sviði sínu og gildir svo um öll fagsvið. Héraðs- ráðunautar skulu hafa sem haldbesta þekkingu á sviði sínu auk almenns próf í búvísindum (B.Sc.). Auk þessara almennu krafna um starfs- hæfni kynbótadómara á Islandi þurfa þeir að taka þátt í samræm- ingamámskeiðum á hverju vori áður en dómstörf hefjast. Búnaðarfélag íslands efnir til og hefur alla ábyrgð á framkvæmd þeirra námskeiða. Nú í sumar störfuðu eftirtaldir aðilar við dómstörf á kynbótasýn- ingum: Þorkell Bjamason og Krist- inn Hugason voru formenn dóm- nefnda. Meðdómendur: Jón Vil- mundarson, Víkingur Gunnarsson, Guðmundur Sigurðsson, Jón Finnur Hansson, Guðrún J. Stefánsdóttir, Guðlaugur Antonsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir. Allir dóm- arar kynbótahrossa eru starfsmenn Búnaðarfélags íslands, þ.e. lands- ráðunautar eða búnaðarsamband- anna, héraðsráðunautar, og sinna því allir um almennar leiðbeiningar í fagi sfnu. Hrossaræktamefnd Bún- aðarfélags íslands fer yfir sýn- ingaráætlun hvers árs og leggur út heildarlínuna um hvar hver dómari starfar og svo framvegis. Fjöldi hrossa sem mætir í kyn- bótadóm eykst ár frá ári og í sumar (1994) voru dæmdir um 1885 dómar og kostnaður eigenda kynbótahross er 2.050 kr. fyrir hvert hross sem dæmt er en að vísu fæst afsláttur ef fleiri en þrjú hross koma frá sama búi (sama eiganda). Dómnum til staðfestingar fær umráðamaður hrossins, sem dæmt er, afrit af dóm- blaðinu strax og síðar bréf frá Búnaðarfélagi íslands með öllum upplýsingum um dóminn eftir að uppgjöri ársins er lokið. Hryssur eru einungis dæmdar fjögra vetra eða eldri og í eftirtöld- um aldursflokkum; fjögra vetra, fimm vetra og sex vetra og eldri. Stóðhestaefni eru metin eins vetra og/eða tveggja vetra með tilliti til þess hvort eigi að gelda þau eða ekki, síðan eru ungfolar iðulega dæmdir fyrir byggingu þriggja vetra. Nær allir ungir stóðhestar eru full- dæmdir fjögra vetra, þ.e. dæmdir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.