Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 21

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 21
bæði fyrir byggingu og hæfileika. Síðan eru stóðhestar dæmdir í fimm vetra flokki og í flokki stóðhesta sex vetra og eldri. Engar hugmyndir eru uppi um breytingar á þessu fyrir- komulagi. 6. Kynbótamat Stjóm Búnaðarfélags Islands sam- þykkti í júlí 1986 að taka BLUP- aðferðina (Best Linear Unbiased Prediction) í notkun hjá félaginu til að meta kynbótagildi íslenskra undaneldishrossa. Aðferðin hafði þá verið í kynningu í landinu um nokíc- urra ára skeið. Allt frá því BLUP- aðferðin var tekin í notkun í hrossa- ræktinni á íslandi, fyrst allra búfjár- greina, hefur verið unnið að hagnýtri útfærslu aðferðarinnar á vegum Búnaðarfélags íslands. BLUP-aðferðin hefur fjölmarga kosti og er nú um stundir fullkom- nasta aðferð er þekkist til að meta kynbótagildi undaneldisgripa. Að- ferðin er bandarísk að uppruna og voru það sérfræðingar við háskólann í Comell er mest lögðu fram til útfærslunnar, fræðilega séð. íslend- ingurinn Þorvaldur Arnason, er lengst af hefur starfað í Svíþjóð á hins vegar stóran þátt að, í alþjóð- legu samhengi, útfærslu aðferðar- innar í hrossarækt. Hins vegar hefur afar mikið áunnist á allra síðustu ámm á íslandi í því að festa aðferðina í sessi og þá einkum eftir að hið mikla skýrsluhald Búnaðarfélags íslands í hrossarækt kom til á árinu 1990. Með BLUP-aðferðinni er lagt mat á kynbótagildi undaneldishrossanna en í kynbótadómunum er lagt mat á svipfarið sem ræðst bæði að erfða- og umhverfisáhrifum. Það er höfuð- atriði í ræktunarlegu samhengi að geta lagt mat á kynbótagildið. Kyn- bótamatið (BLUP) er reiknað út frá niðurstöðum dóma og út frá skyld- leika hrossanna, innbyrðis og til að gera niðurstöðumar enn nákvæmari, em framkvæmdar kerfisbundnar leiðréttingar m.t.t. sýningarárs, aldurs og kynferðis hrossanna. í 3 . og 4. töflu hér á eftir má sjá ýmsar upplýsingar um öryggi kyn- bótamatsins og út frá þeim sést hve stórt hlutfall af lausnum kynbóta- matsins fyrir hvert hross fyrir sig á rætur að rekja til eigin árangurs (ein- staklingsdóms), einstaklingsdóma foreldra, afa og amma og svo frv., einstaklingsdóma systkina (hálf- og al-) og svo frv. og einstaklingsdóma á afkvæmum. Ekki gefst hér tækifæri til að útskýra BLUP-aðferðina öllu nánar. Það tæki alltof mikið rúm, en hins vegar leikur mörgum eflaust forvitni á að vita um hvert t.d. kynbótamat folalds er, ef foreldramir hafa báðir kynbótamat. Kynbótamat folaldsins er þá meðaltal af kynbótamati for- eldranna. Eitt atriði sem vó mjög þungt, svo að hafist var handa við uppbyggingu þess viðamikla skýrsluhalds sem nú er í hrossaræktinni á íslandi, var viðleitni til að rétta af hlut ósýndra hrossa, miðað við sýnd. Mikið hefur áunnist í þessu atriði en ef reynsla næstu ára leiðir það í ljós að ekki sé nóg að gert í þessu efni eru til töl- fræðilegar aðferðir sem ganga enn lengra í þessa átt. Hins vegar er í hæsta móta eðlilegt að yfirburðir sýndra (góðra) hrossa yfir ósýnd séu töluvert miklir í kynbótamatinu. 7. Úrval Allt kynbótastarf miðast við að bæta hrossastofninn á kerfisbundinn 3. Tafla. Öryggi kynbótamats sem byggt er á: A. Ætterni, B. Einstaklingsdómi og C. Afkvœmadómi. Mœlikvarði: Fylgni hinns sanna kynbótagildis og kynbótaeinkunnar (kynbótamats), (rAI). Útreikningsaðferð: Sjá almennar frœðibœkur í kynbotafrœði. Metnir einstaklingar Arfgengi (h2) 0,25 0,3 0,6 A. Ættemi Foreldrar 0.35 0,39 0,55 Foreldrar og afar og ömmur 0,41 0,43 0,57 B. Einstaklingsdómur 0,50 0,55 0.77 C. Dómar á afkvæmum 5 afkvæmi 0,50 0,54 0,68 10 afkvæmi 0,63 0,67 0,80 30 afkvæmi 0,82 0,84 0,92 50 afkvæmi 0,88 0.90 0,95 125 afkvæmi 0,94 0,95 0,98 4. Tafla. Öryggi kynbótamats sem byggt er á: A. vftterni (dómar á foreldrum). B. Ætterni (dómar á foreldrum) og einstaklingsdómi og C. Ætterni (dómar á foreldrum), ein- staklingsdómi og dómum á 10, 30 eða 125 afkvœmum. Mœlikvarði er fylgni hins sanna kynbótagildis og kyn- bótaeinkunnar (kynbótamats, rAI). Utreikningsaðferð: Sjá almennar frœðibœkur í kynbótafrœði. Kynbótaeinkunn 0,10 Arfgengi (h2) 0,25 0,40 0,60 A. Ættemi 0,22 0,35 0,45 0,55 B. Ættemi og einstaklingsdómur ... 0,38 0,57 0,69 0,81 C.Ættemi og einstaklingsdómur og dómurá 10,30eða 125 afkvæmum lOafkvæmi 0,54 0,73 0.82 0,89 30 afkvæmi 0,69 0,84 0,90 0,94 125 afkvæmi 0,88 0,95 0,97 0,98 22*94 - FREYR 837

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.