Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1994, Side 21

Freyr - 15.11.1994, Side 21
bæði fyrir byggingu og hæfileika. Síðan eru stóðhestar dæmdir í fimm vetra flokki og í flokki stóðhesta sex vetra og eldri. Engar hugmyndir eru uppi um breytingar á þessu fyrir- komulagi. 6. Kynbótamaf Stjóm Búnaðarfélags íslands sam- þykkti í júlí 1986 að taka BLUP- aðferðina (Best Linear Unbiased Prediction) í notkun hjá félaginu til að meta kynbótagildi íslenskra undaneldishrossa. Aðferðin hafði þá verið í kynningu í landinu um nokk- urra ára skeið. Allt frá því BLUP- aðferðin var tekin í notkun í hrossa- ræktinni á íslandi, fyrst allra búfjár- greina, hefur verið unnið að hagnýtri útfærslu aðferðarinnar á vegum Búnaðarfélags íslands. BLUP-aðferðin hefur fjölmarga kosti og er nú um stundir fullkom- nasta aðferð er þekkist til að meta kynbótagildi undaneldisgripa. Að- ferðin er bandarísk að uppruna og voru það sérfræðingar við háskólann í Comell er mest lögðu fram til útfærslunnar, fræðilega séð. Islend- ingurinn Þorvaldur Ámason, er lengst af hefur starfað í Svíþjóð á hins vegar stóran þátt að, í alþjóð- legu samhengi, útfærslu aðferðar- innar í hrossarækt. Hins vegar hefur afar mikið áunnist á allra síðustu ámm á íslandi í því að festa aðferðina í sessi og þá einkum eftir að hið mikla skýrsluhald Búnaðarfélags íslands í hrossarækt kom til á árinu 1990. Með BLUP-aðferðinni er lagt mat á kynbótagildi undaneldishrossanna en í kynbótadómunum er lagt mat á svipfarið sem ræðst bæði að erfða- og umhverfisáhrifum. Það er höfuð- atriði í ræktunarlegu samhengi að geta lagt mat á kynbótagildið. Kyn- bótamatið (BLUP) er reiknað út frá niðurstöðum dóma og út frá skyld- leika hrossanna, innbyrðis og til að gera niðurstöðumar enn nákvæmari, em framkvæmdar kerfisbundnar leiðréttingar m.t.t. sýningarárs, aldurs og kynferðis hrossanna. í 3 . og 4. töflu hér á eftir má sjá ýmsar upplýsingar um öryggi kyn- bótamatsins og út frá þeim sést hve stórt hlutfall af lausnum kynbóta- matsins fyrir hvert hross fyrir sig á rætur að rekja til eigin árangurs (ein- staklingsdóms), einstaklingsdóma foreldra, afa og amma og svo frv., einstaklingsdóma systkina (hálf- og al-) og svo frv. og einstaklingsdóma á afkvæmum. Ekki gefst hér tækifæri til að útskýra BLUP-aðferðina öllu nánar. Það tæki alltof mikið rúm, en hins vegar leikur mörgum eflaust forvitni á að vita um hvert t.d. kynbótamat folalds er, ef foreldramir hafa báðir kynbótamat. Kynbótamat folaldsins er þá meðaltal af kynbótamati for- eldranna. Eitt atriði sem vó mjög þungt, svo að hafist var handa við uppbyggingu þess viðamikla skýrsluhalds sem nú er í hrossaræktinni á íslandi, var viðleitni til að rétta af hlut ósýndra hrossa, miðað við sýnd. Mikið hefur áunnist í þessu atriði en ef reynsla næstu ára leiðir það í ljós að ekki sé nóg að gert í þessu efni eru til töl- fræðilegar aðferðir sem ganga enn lengra í þessa átt. Hins vegar er í hæsta móta eðlilegt að yfirburðir sýndra (góðra) hrossa yfir ósýnd séu töluvert miklir í kynbótamatinu. 7. Úrval Allt kynbótastarf miðast við að bæta hrossastofninn á kerfisbundinn 3. Tafla. Öryggi kynbótamats sem byggt er ó: A. Ætterni, B. Einstaklingsdómi og C. Afkvœmadómi. Mœlikvarði: Fylgni hinns sanna kynbótagildis og kynbófaeinkunnar (kynbótamats), (r^,). Útreikningsaðferð: Sjó almennar frœðibœkur í kynbotafrœði. Metnireinstaklingar Arfgengi (h2) 0,25 0,3 0,6 A. Ættemi Foreldrar 0,35 0,39 0,55 Foreldrar og afar og ömmur 0,41 0,43 0,57 B. Einstaklingsdómur 0,50 0,55 0,77 C. Dómar á afkvæmum 5 afkvæmi 0,50 0,54 0,68 10 afkvæmi 0,63 0,67 0,80 30 afkvæmi 0,82 0,84 0,92 50 afkvæmi 0,88 0,90 0,95 125afkvæmi 0.94 0,95 0,98 4. Tafla. Öryggi kynbótamats sem byggt er ó: A. Ætterni (dómar ó foreldrum). B. Ætterni (dómar ó foreldrum) og einstaklingsdómi og C. Ætterni (dómar ó foreldrum), ein- staklingsdómi og dómum á 10, 30 eða 125 afkvœmum. Mœlikvarði er fylgni hins sanna kynbótagildis og kyn- bótaeinkunnar (kynbótamats, rAI). Utreikningsaðferð: Sjá almennar frœðibœkur í kynbótafrœði. Kynbótaeinkunn 0,10 Arfgengi (h2) 0,25 0,40 0,60 A. Ættemi 0,22 0,35 0,45 0,55 B. Ættemi og einstaklingsdómur ... 0,38 0,57 0,69 0,81 C.Ættemi og einstaklingsdómur og dómur á 10,30 eða 125 afkvæmum lOafkvæmi 0,54 0,73 0,82 0,89 30 afkvæmi 0,69 0,84 0,90 0,94 125 afkvæmi 0,88 0.95 0,97 0,98 22*94 - FREYR 837

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.