Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1994, Side 24

Freyr - 15.11.1994, Side 24
Kynningarátak á laxveiði Böðvar Sigvaldason, Barði, formaður Landssambands veiðifélaga Erindi flutt á ráðstefnunni „Laxveiði á íslandi í brennidepli“ sem haldin var 14. október sl. í Háskólabíói í Reykjavík á vegum Laxakvótasjóðsins, Fróða hf., Veiðimálastofnunar, Hafrannsóknastofnunar, Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangveiðifélaga. Böðvar Sigvaldason. Laxveiðin í sumar olli okkur öll- um vonbrigðum. Það er umhugsun- arefni, hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir svona niðursveiflu. Við felum það verkefni vísindamönnum, sem þurfa að standa fast við hlið veiðiréttar- eigenda og veiðimanna að finna ráð til að hjálpa náttúrunni þegar kuldi og erfiðar aðstæður gera lífinu erfitt fyrir urn eðlilega framgöngu. Sumir segja að náttúran eigi sjálf að sjá um viðhald og endumýjun sinna jarð- ardýra og þar eigum við ekki að reyna að hafa áhrif á. Er þá svona niðursveifla í veiði, eins og var í sumar, eðlileg náttúrunni og engin ástæða til að leita skýringa og bregðast við? Ég held ekki. Hvernig væri ástandið í dag, ef ekki væru ræktuð tún og ekki væri þekking til að afla fóðurs og rækta margvísleg nytjagrös sem þola betur harðneskju íslenskrar náttúru? Vandamál í sumar voru fleiri en eitt; norðanlands og austan kom ekki eins árs laxinn, eins og vonir 840 FREYR - 22 94 stóðu til. Við það bættust miklir þurrkar seinnihluta sumars. Vestanlands og sunnan voru laxa- göngur betri, en vatnsleysi seinni- hluta sumars gerði veiðina tregari en annars hefði orðið. Það sem var jákvætt og kom skemmtilega á óvart var hve góð laxveiði var í Rangánum. Þær eru eingöngu ræktaðar með gönguseið- um og eiga tæpast til sinn eigin laxastofn svo að heitið geti. Þetta vekur vonir um að unnt sé að hjálpa þegar erfiðleikar steðja að og draga þannig úr áhrifum erfiðra unthverf- isþátta. Verðlagning veiðileyfa Margir velta því fyrir sér hvaða áhrif treg veiði hafi á verðlagningu veiðileyfa, hvort veiðileyfin lækki um leið og veiðin minnkar eða standi í stað í verðlagningu. Aðstæður eru margvíslegar og þó að veiddum löxum hafi fækkað og margar ár lækkað í veiði þetta árið, þá eru líka til ár sem hafa aukið veiði frá síðasta ári. Og ef við notun þá aðferð að verðið lækki við minnkandi veiði, ætti það líka að hækka þar sem veiðin hefur aukist. Þarna kemur einmitt til efnahagslegt umhverfi, hverjir eru kaupendur og kaupgeta hjá þeim. Hvernig gerist verðlagning veiði- leyfa? Hún verður til við útboð, samninga milli veiðiréttareigenda og veiðimanna og verðlagningu veiði- réttareigenda þar sem eigendur verð- leggja eftir sannfæringu um hvað markaðurinn sé tilbúinn að greiða. Það er ekki sanngjarnt að segja að veiðiréttareigendur hafi verðlagt þessa vöru á ósanngjaman hátt og ekki tekið tillit til markaðarins. í mörgum tilfellum hafa stangveiði- menn sjálfir boðið í veiðiréttinn og þar með sagt hvað þeir teldu rétta verðlagningu. Um margra ára skeið fylltust veiðiámar af innlendum og erlend- um veiðimönnum. Auglýsingar voru Vesturá í Húnavatnssýslu. (Ljósm. Rafn Hafhjjörð).

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.