Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 25

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 25
óþarfar. Á sama tíma var lítið sem ekkert lagt í kynningar- eða sölu- starfsemi í öðrum löndum. En nú þegar veiðin minnkar og peningalegt ástand er erfiðara og framboð á veiði hefur aukist, hefur borið meira á óseldum veiðidögum og vanda- málum í sölustarfinu. Neikvæðar raddir hafa farið á kreik og fundið laxveiði allt til foráttu og að þar væri jafnvel sóað peningum skatt- borgara í léttvæga hluti. En hafa farið fram nokkrar athuganir á því hvaða verðmætir samningar og við- skiptatengsl hafa eflst í velheppnaðri veiðiferð? Fyrirtæki bjóða stjórn- endum og mikilvægum viðskipta- aðilum til afslöppunar, kynningar og til að treysta mikilvæg viðskipta- sambönd. Þetta er þekkt hjá fyrir- tækjum erlendis. Kynning erlendis í sumar hafa veiðiréttareigendur og leigutakar rætt um kynningu og söluátak erlendis og um samvinnu við að koma slíku efni á framfæri. Þegar er farið að undirbúa þetta starf. Lögð verður áhersla á góða veiðimöguleika, fagurt land, heil- næmt loft, laust við mengun, vin- gjamlegt og heiðarlegt fólk, sem er vel menntað og getur brugðist við flestum þeim vandamálum, sem að höndum geta borið á ferðalagi. Húsnæði og aðbúnaður er víðast til fyrirmyndar og framreiddur er veislumatur úr hágæða landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þetta gerir það að verkum að ísland er vænlegur kostur til að dvelja við lax- og silungsveiði. Ég er sannfærður um að við eigum hér margs konar möguleika, sem við þurfum að efla og koma á framfæri, og markaðssetja á markvissari hátt en gert hefur verið. Það er ekki til þess að útiloka íslenska veiðimenn frá því að komast í laxveiðiámar, heldur vegna þess að framboð á veiði og veiðimöguleikum er alltaf að aukast. Ný svæði eru að koma í notkun og ræktunarstarf að skila árangri, samfara því að erlendum veiðimönnum hefur fækkað. Þessir nýju og auknu veiðimöguleikar eru seldir á margs konar verði með margs konar þjónustu. Flestir ættu íiiii Veiðihúsiö Ársel, í eigu veiðifélagsins Laxinn í Saurbce í Dalasýslu. (Ljásm. Einar Hann- esson). Laxastigi í Fnjóská í Dalsmynni. (Ljósm. Einar Hunnesson). þannig að finna eitthvað við sitt hæfi. En þetta þýðir að það þarf að stækka þann hóp sem stundar veiði til að nýta hið aukna veiðiframboð. í allri þessari umræðu má ekki gleyma því jákvæða í starfi sem Orri Vigfússon hefur unnið með stofnun og störfum Alþjóða laxkvótasjóðs- ins. Við eigum von á því að það starf og sá árangur færi okkur aukna laxveiði á komandi árum og stuðli að vaxandi virðingu laxveiðiíþrótta- manna við Norður-Atlantshaf. Við þurfum líka að standa okkur betur hér heima, við eigum eftir að koma betra lagi á veiðieftirlit með strönd- um Islands. Það er nauðsynlegt að kaupa upp þær lagnir sem enn veiða löglega lax í sjó. Það er ekki sæm- andi fyrir okkur sem forystuþjóð í laxavemd að horfa upp á þá lax- veiði. Að lokum vil ég þakka íslenskum stangaveiðimönnum ánægjulegt sam- starf í áranna rás. Ég lít á þá sem okkur traustustu og bestu viðskipta- vini og óska þess að veiðiréttar- eigendur og stangaveiðimenn haldi áfram að vinna saman við uppbygg- ingu íslenskra veiðimála. 22'94 • FREYR 841

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.