Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1994, Page 26

Freyr - 15.11.1994, Page 26
Laxveiðin 1994, hvað fór úrskeiðis? Árni ísaksson, veiðimólastjóri Erindi flutt á ráðstefnunni „Laxveiði á íslandi í brennidepii“ sem haldin var í Háskólabíói í Reykjavík 14. október sl. Nýliðið veiðisumar er með þeim allra verstu sem komið hafa hér á landi á undanfömum 10 árum, að meðaltali 20% undir meðalveiði undanfarinna 20 ára og 27% lakari en sumarið 1993, sem þó taldist ekki gott ár. Samanburður við önnur ár Eins og fram kemur á 1. mynd fellur sumarið 1994 í hóp með veiðiárunum 1980-85 og 1989-91, sem öll voru vel undir meðalveiði undanfarinna 20 ára. Sennilega muna margir veiðimenn eftir smá- laxabrestinum 1980 í kjölfar kuld- anna vorið 1979 og sama var upp á teningnum í laxveiðinni 1984. Sambærilegt hrun varð í laxveiði við Vestur-Grænland 1983 og 1984, sennilega vegna óhagstæðra um- hverfisskilyrða á því svæði. Frá fyrri tímabilum mætti minna á kulda- skeiðið milli 1965 og 1970, sem olli miklum búsifjum í laxveiðinni, einkum á norðanverðu landinu. Helstu áhifaþœttir Sennilega eru örlagavaldar sum- arsinsl994 blanda af þessu tvennu. Ljóst er að víðast hvar voru litlar smálaxagöngur, sennilega vegna vorkulda 1993, og ástand sjávar vestur af landinu og suður af Hvarfi virðist enn ekki hafa náð sér á strik eftir langvarandi óáran. Um það vitna laxagöngur á Nýfundnalandi og víðar í Kanada. Veiðinni misskipt á lands- hluta Laxveiðinni í sumar var mjög misskipt eftir landshlutum. Veiði í Borgarfjarðaránum var nærri með- alveiði og má reikna með, að í slökum meðalárum njóti þær sér- staklega uppkaupa á netum í Hvítá. Annars staðar á Vestur- og Suðves- turlandi var laxveiðin 30-50% undir meðalveiði. A norðanverðu landinu var hún um 40% undir meðallagi, sem að mestu kom fram í skorti á smálaxi allt frá Húnavatnssýslum austur í Vopnafjörð. Þótti mörgunr þetta skjóta skökku við, þar sem upplýsingar um seiðabúskap í ánum og ástand sjávar fyrir Norðurlandi höfðu fremur gefið tilefni til bjartsýni. Norður-ísland jaðarsvœði fyrir laxaframleiðslu Fiskifræðingar Veiðimálastofnun- ar báru hins vegar nokkum kvíð- boga fyrir sumrinu, þar sem talning sjógönguseiða í tveimur tilraunaám á Norðurlandi hafði gefið til kynna að seiði hefðu gengið seint eða ekki til sjávar vorið 1993 vegna mikilla kulda um vorið og í byrjun sumars. Þetta var í algerri þversögn við góð- an seiðabúskap í ánum samkvæmt nýliðunarrannsóknum í áðumefnd- um ám. Þessi útkoma úr veiðinni, ásamt þeim orsakavöldum sem hér hafa verið nefndir, minnir okkur óþyrmi- lega á það, að við erum á ystu mörkum útbreiðslusvæðis fyrir lax, einkum á norðanverðu landinu. í sumum árum virðist hefðbundinn lífsferill laxins eiga erfitt uppdráttar, enda eru kuldakærar tegundir eins og bleikja áberandi í sumum ánum, einkum þegar harðnar í ári. Við verðum að hafa í huga, að Atlants- hafslaxinn er tiltölulega hitakær og þrífst vel allt suður á Norður-Spán. Enginn keöja er sferkari en veikasti hlekkurinn Við verðum alltaf að hafa í huga að lífsferill laxins er samsettur úr mörgum hlekkjum, sem allir verða að vera heilir til að lax gangi í viðkomandi á í einhverjum mæli. Ég hef sett þessi atriði í lífshlaupi laxins fram í skýringarmynd (Mynd 2), sem ég kalla „Laxveiðihjólið“ og sem eins mætti nefna „Stjömukort laxveiðinnar". A myndinni eru sýndir helstu áhrifavaldar í lífsferli laxins allt frá hrygningu fram til þess tíma sem hann gengur í ána 5-6 árum síðar. Ég hef sniðið myndina að göngu smálaxa sumarið 1994, en að sjálf- sögðu gildir myndin fyrir laxveiðina almennt. Ég mun nú lýsa þessum áhrifa- völdum í tímaröð og benda á þekkt dæmi um það að ákveðnir hlekkir í keðjunni hafi brostið og tengja það nýliðnu veiðisumri ef hægt er. Áhrifavaldamir, sem að mestu eru veðurfarsþættir, eru ystir og hafa áhrif á veiðina, sem er í innsta hring. Einstaka þættir í lífsferlinum eru 842 FREYR - 22*94

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.