Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Síða 28

Freyr - 15.11.1994, Síða 28
fóru hefðu farið mjög seint að sum- rinu. Þó að áður hafi verið vitað að hitastig í ám hefur áhrif á sjógöngu seiða, hefur ekki verið ljóst hversu áhrifamikill þessi þáttur getur verið í jaðarskilyrðum. Sé litið til baka, má gera ráð fyrir, að þessi áhrifavaldur hafi valdið veiðibresti á liðnum árum, ýmist einn eða samverkandi með öðrum skyldum þáttum. Þannig má gera ráð fyrir að smálaxabrestur á Norðurlandi sumarið 1980 geti hafa orsakast af vor- og sumar- kuldum 1979. Einnig má gera ráð fyrir að óvissa tengd þessum áhrifa- valdi hafi verið meginþáttur í þeirri ónákvæmni, sem óneitanlega hefur fylgt spám um laxgengd út frá seiða- búskap og ástandi sjávar. Mikilvægi slíkra rannsókna á sjógöngu laxa- seiða í lykilám er því óumdeilanlegt. 6. Afkoma laxaseiða í sjó er háð hitastigi og fæðuframboði sjávar, auk afráns og veiða sem stundaðar eru í sjó. Ástand sjávar fyrir Norðurlandi var óhagstætt frá 1988 til 1991, en samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknastofnunar hefur ástand sjávar verið gott undanfarin tvö ár, eins og fram kemur í batnandi af- komu ýmissa nytjafiska, þó að þorskur sé þar undantekning. Hins vegar eru þessar upplýsingar bundn- ar við svæðin umhverfis ísland, en lax gengur sem kunnugt er inn á hafssvæði vestur af landinu langt utan efnahagslögsögu okkar. Áður var minnst á hrun ýmissa fiskteg- unda við Grænland og í Labrador- hafinu. Einnig er vert að hafa í huga það bann, sem í gildi er í flestum löndum við norðanvert Atlantshaf varðandi nýtingu hvala og sela. Afrán þessarra tegunda er öldungis ókannað bæði hvað varðar lax og aðrar nytjategundir. 7. Endanlegur afrakstur beitar- svæðanna í sjó kemur fram í þeim fjölda laxa, sem í ána gengur og kynjahlutfalli. Hafi skilyrði verið léleg ganga fáir og smáir laxar og oft verða þá fleiri hængar heldur en hrygnur kynþroska sem smálax, sem reyndar er mjög algengt á norð- anverðu landinu. Erfitt er að rekja smálaxaskort á norðanverðu landinu til óhagstæðra sjávarskilyrða, ekki síst þar sem endurheimtur laxa- merkja á undanfömum árum hafa gefið til kynna, að hluti laxins gangi austur á bóginn í átt til Noregs, þar sem hlýsjór hefur verið ríkjandi. 8. Endanleg veiði í ánni er að sjálfsögðu háð ýmsum þáttum, sem áhrif hafa á veiðni stangarinnar, svo sem langvarandi þurrkar, sem einnig geta tafið fyrir göngu laxins í ána. Þéttleiki og nýting leyfilegra stanga getur einnig haft veruleg áhrif. Nýliðið sumar var einstaklega þurrt í flestum landshlutum, sem hefur vafalaust dregið enn frekar úr veiði á þeim litla laxi sem var í ánum. Smálaxaskortur 1994 vegna vorkulda 1993 Séu áðumefndir þættir vegnir á vogarskálum virðist veigamesta skýringin á smálaxaskorti á norð- anverðu landinu vera vorkuldar á síðasta ári, sem seinkuðu og komu jafnvel í veg fyrir göngu laxaseiða í sjó. Ýmislegt bendir til að slík töf sé ekki einsdæmi í þeim landshluta og spumingar vakna hvort slík upp- söfnun á gönguseiðum geti skilað sér í mikilli laxgengd, þegar að- stæður til sjógöngu batna og vaxt- arskilyrði í hafinu eru hagstæð. Á vestanverðu landinu eru skýr- ingar mun flóknari, þar sem haf- beitarheimtur voru rýrar, en þær stjómast yfirleitt ekki af fersk- vatnsþáttum. Viðbótarskýringa verð- ur því að leita í ástandi sjávar á ætisslóð laxins á Vesturlandi, sem að hluta leitar inn í annað hafsvæði heldur en norðlenski laxinn. Eru til raunhœfar lausnir meö rœktun? Fátt verður um svör, þegar stórt er spurt. Ljóst er að mannlegur máttur ræður hvorki við aðstæður í ánum né í hafinu. Hins vegar virðist vera mögulegt að sleppa vel aðlöguðum gönguseiðum í sleppitjamir við ám- ar, sem gætu gengið til sjávar þrátt fyrir kulda í ánni, að því tilskildu að þau hefðu fengið sérstaka hita- meðferð í eldisstöðinni fyrir slepp- ingu. Sleppingar í Rangánum eru gott dæmi um slíka ræktun. Slepp- ingin yrði að vera árleg og í stórum stíl til að koma að gagni, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hitafar að vori. Veiðimálastofnun vinnur nú að verkefni í tengslum við gæði göngu- seiða, sem nýst gæti við slíka rækt- un. Þar er verið að bera saman árangur af sleppingu merktra eins og tveggja ára gönguseiða, sem fengið hafa mismunandi meðferð fyrir sleppingu. Vonast er til, að þetta verkefni, sem stutt er af Fiskrækt- arsjóði, verði mikilvægt framlag til endurbóta á ræktunaraðferðum í veiðiám. Heimildir Ymsar rannsóknaskýrslur Veiðimálastofn- unar. MOlflR N.J.F. - samtök nor- rœnna búvísinda- manna Norrænir búvísindamenn hafa síð- an 1918 haft með sér samtök sem í daglegu tali eru nefnd N.J.F., en það er skammstöfun á Nordiska Jord- bruksforskares Förening, eins og þau heita á sænsku. Samtökin beita sér fyrir því að efla landbúnaðarrannsóknir á Norð- urlöndum, m.a. með því að greiða fyrir samvinnu rannsóknarmanna og rannsóknastofnana. Nú eru um 2800 félagar í samtökunum. N.J.F. skiptist í deildir eftir lönd- um og í þrettán skorir eftir sér- greinum. Einn fulltrúi frá hverju landi er í stjóm skoranna og skipa þær vinnuhópa þegar svo ber undir. Tímarit samtakanna, Nordisk Jordbruksforskning, kemur úl fjór- um sinnum á ári og birtir m.a. út- drætti úr erindum sem flutt eru á námsstefnum samtakanna. Áskrift að tímaritinu er innifalin í árgjald- inu, en það er nú 1100 krónur. Aðalráðstefnu heldur N.J.F. fjórða hvert ár með vönduðu og fjölbreyttu efni. Næsta ráðstefna verður í Reykjavík 26.-29. júní 1995 og er yfirskrift hennar Nordisk lantbruk i det nya Europa. Rfkharð Brynjólfsson, kennari á Hvanneyri er nú formaður íslands- deildarinnar. 844 FREYR - 22*94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.