Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1994, Side 29

Freyr - 15.11.1994, Side 29
Frá aðalfundi Landssambands kúabœnda Guðbjörn Árnason, framkvœmdastjóri LK Aðalfundur Landssambands kúabœnda var haldinn á dag fundarins voru flutt tvö erindi um mjólkurmál. Jón K. Baldursson mjólkurverk- fræðingur og starfsmaður SAM fjallaði um markaðsmál mjólkurvara og Björn Amórsson hagfræðingur BSRB um hagræðingu í mjólkur- iðnaði og er erindið birt í þessu hefti Freys. Síðari fundardaginn voru einnig flutt tvö erindi, það fyrra flutti Snorri Jónsson framkvæmd- arstjóri Ferskra kjötvara hf. og fjall- aði um markaðssetningu nautakjöts hjá fyrirtæki hans, gæði þess og fleira og að lokum flutti Guðjón Þorkelsson deildarstjóri fæðudeildar RALA erindi um gæðamál nauta- kjötsframleiðslunnar sem einnig er birt í þessu blaði. Mörg mál vom rædd á aðalfund- inum og verður hér gerð grein fyrir helstu tillögunum sem samþykktar vom. Ályktun um greiðslu vegna niðurfœrslu Aðalfundur LK 1994 minnir á að ekki hefur verið staðið við ákvæði síðasta málsliðar gr. 1.5. í viðauka I við samning Stéttarsambands bænda og ríkissjórnar íslands um stjórnun mjólkurframleiðslu dagsetta 16. ágúst 1992, en þar segir: „Þurfi að koma til niðurfærslu á greiðslumarki haustið 1993 eða síðar vegna endurkomu fullvirðis- réttar, sem bundinn er í leigu hjá Framleiðnisjóði, skal sú niðurfærsla bætt á markaðsverði". Fundurinn felur stjóm LK að ganga hart eftir því að við þetta ákvæði verði staðið að fullu. Ályktun um málefni mjólkuriðnaðarins A aðalfundi LK 1991 var ályktað um málefni mjólkuriðnaðarins og bent á nauðsyn þess að hann búi sig undir að takast á við harðnandi rekstrarumhverfi og samkeppni við innfluttar vömr og undirstrikaði fundurinn ábyrgð hans og samtaka mjólkurframleiðenda gagnvart hin- um almenna bónda í því sambandi. Nú, þrem ámm síðar, stöndum við frammi fyrir gerðum samningum, sem heimila innflutning landbún- aðarvara og sem gera kröfur til bænda og afurðastöðva um hag- ræðingu og verðlækkanir. A þessum tíma hefur ýmislegt þokast til réttrar áttar. Samtök afurðastöðva hafa verið endurskipu- lögð og viss hagræðing hefur náðst. Hins vegar eru enn ónotuð flest hin stærri tækifæri til spamaðar í mjólk- urvinnslu, sem hagræðingarskýrslur undanfarinna ára hafa gefið vís- bendingu um. Jafnframt verður æ ljósara að tímaskeið hins vemdaða og ömgga umhverfis mjólkurfram- leiðslu og vinnslu heyrir brátt sögunni til og við því verður að bregðast. Fundurinn telur að ekki hafi nægi- lega verið unnið að hagræðingu af hálfu afurðastöðvanna eða samtaka þeirra. Því sé nauðsynlegt að almenn samtök framleiðenda, þ.e. LK og kúabændafélögin hvert á sínu svæði, láti í auknum mæli til sín taka á þessu sviði. Brýnustu verkefnin eru þessi: 1. Leiða bændum fyrir sjónir nauðsyn þess að mjólkuriðnaðurinn verði skipulagður og rekinn með heildarhagsmuni þeirra í fyrirrúmi. 2. LK tengist SAM með beinum og formlegum hætti. 3. Skorið verði úr um eignarhald á mjólkurstöðvum, sem eru undir stjóm fyrirtækja í blönduðum rekstri, og þeim komið í hendur mjólkurframleiðenda einna. Fundurinn felur stjóm LK að vinna að framgangi þessarra atriða. Flúðum í lok ágúst sl. Fyrri Ályktun um sölusamtök kjötframleiðenda Aðalfundur LK 1994 skorar á Kjötráð Framleiðsluráðs að beita sér fyrir stofnun heildarsölusamtaka allra kjötframleiðenda sem annist dreifingu og sölu á öllu kjöti innan lands og utan. Greinargerð Aðalfundur LK telur núverandi ástand kjötsölumála óviðunandi, þar sem sláturleyfishafar í blindri sam- keppni um hylli smásöluaðila hafa velt afleiðingum undirboða í aukn- um mæli yfir á bændur. Til að mæta þeim kröfum og þeirri samkeppni sem bíður við næstu vegamót hins alþjóðlega samfélags er nauðsyn að kjötframleiðendur hér á landi tileinki sér áralöng og öguð vinnubrögð bænda í öðrum löndum. Þeirri samkeppni geta íslenskir bændur ekki mætt sundraðir. Um töku veröskeröingar- gjalds var einnig samþykkt alyktun Áðalfundur LK 1994 samþykkir að veita stjóm LK heimild til að nýta nýfengna heimild í lögum um innheimtu allt að 5% verðskerð- ingargjalds, ef þörf krefur, af naut- gripakjöti öðru en UK flokkum, vegna útflutnings á nautakjöti. Jafnframt skorar fundurinn á Fram- leiðnisjóð landbúnaðrins að leggja til þessa útflunings sömu fjárhæð og framleiðendur. Samningamálin Miklar umræður urðu á fundinum um sameiningarmálin og stöðu LK innan fyrirhugaðra nýrra heildasam- taka bænda. Var eftirfarandi tillaga samþykkt: Frh. á bls. 831. 22*94 • FREYR 845

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.