Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 30

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 30
Mjólkurbúum þarf að fœkka Erindi flutt á aðalfundi Landssambands kúabœnda að Flúðum 22. ágúst 1994 Björn Arnórsson, hagfrœðingur hjá BSRB Ágœtu bœndur! Ég vil hefja mál mitt á að þakka ykkur fyrir það tœkifœri að koma á ykkar fund og fjalla um þessi mikilvœgu og um leið viðkvœmu mál, sem hér eru til umrœðu. Það er vert að staldra aðeins við, áður en ég kem að meginefni máls míns, og ritja upp þá samstarfslotu verkalýðshreyfingar, bænda, vinnu- veitenda og ríkisvalds, sem hófst með þjóðarsáttinni svonefndu. Það vill gjaman gleymast að um 1990 átti landbúnaður mjög undir högg að sækja í umræðunni. Hugmyndin um frjálsan, óheftan inn- flutning á landbúnaðarvörum átti góðan hljómgrunn. Þar reri DV ekki eitt á báti. Verkalýðshreyfingin, þ.e. ASÍ og BSRB, hafði um langa hríð hafnað að skipa menn í verð- lagsnefndir landbúnaðarins, en sú ákvörðun byggðist á því að sam- tökin töldu sér ekki stætt á að starfa í nefndum, sem í raun gerðu ekki annað en að leggja blessun sína yfir umdeilanlegan sjálfvirkan fram- reikning. Þjóðfélagið einkenndist af lang- varandi verðbólgu og við vorum ansi mörg sannfærð um að atvinnu- leysisdraugurinn biði handan homs- ins. Ekki síst þess vegna var lífs- nauðsyn að ná verðbólgunni niður. Reynsla annarra þjóða sýndi að nógu erfitt er að takast á við at- vinnuleysi, þó að ekki fylgi verð- bólga upp á tugi prósenta. Það var merkilegt - reyndar á alþjóðlegan mælikvarða - að þarna settust niður - ekki aðeins verka- lýðshreyfing og atvinnurekendur - heldur einnig ríkisvald og bændur og settu sér það markmið að kveða verðbólguna í kútinn. Inn í þá mynd kom gagnger endurskoðun á ís- lenskum landbúnaði og eins og ég mun aftur og aftur leggja áherslu á, það markmið að undirbúa landbúnað 846 FREYR - 22 94 Björii Arnórsson. undir harðneskjulega framtíð í sam- keppni við erlendar landbúnaðar- vömr. Þetta samstarf var af hálfu verka- lýðshreyfingarinnar skilyrt með því að unnið yrði samfellt að settum markmiðum. Endurnýjuð þátttaka í 5 og 6 mannanefndum var skilyrt með því að tímabili hins sjálfvirka vísitöluútreiknings út frá úreltum líkönum væri lokið. Hlutverk Sjömannanefndar. Það var fróðlegt að sitja fundi 7 mannanefndar fyrstu mánuðina. Þarna mættust ólíkir heintar og afdráttarlaust ólíkar skoðanir. Oft hvarflaði að okkur hvort þetta væri ekki borin von að nást mætti sameiginlegt samkomulag. En það tókst - þó að vissulega ntegi og eigi að deila um niður- stöðumar. Þær vom vissulega mála- miðlun ólíkra viðhorfa, en fortaks- laust skref í rétta átt. Markmiðið var, með mínu orða- lagi, að stórauka hagræðingu í land- búnaði, lækka verð á landbún- aðarvömm (a.m.k. hlutfallslega) og minnka framlög ríkisins til greinar- innar. Þetta allt átti að framkvæma án þess að kjör bænda skertust, a.m.k. miðað við kjör launafólks. Þetta þýðir með öðmm orðum: Til þess að bændastéttin geti haldið óbreyttum kjömm, lækkað verð af- urða sinna og á þann hátt mætt fyrirsjáanlegri erlendri samkeppni, þá er nauðsynlegt að bændum fækki. Hér er nauðsynlegt að staldra við. Fækkun bænda er ekki markmið í sjálfu sér og má aldrei og á engan hátt túlka sem fjandskap við bænd- ur. Eg er-jafn andstyggilegt og það er fyrir launamanninn að missa vinnu sína - afdráttarlaust á þeirri skoðun að þetta sé enn erfiðara fyrir bóndann, sem ekki aðeins tapar vinnu heldur er rifinn upp úr um- hverfi og menningu sem hann er alinn upp til. Ég er hins vegar jafn sannfærður um að þetta er nauðsyn- legt til að forða frá enn meiri fækk- un - jafnvel hruni, og stórfelldari kjaraskerðingu í landbúnaði innan mjög skantms tíma. Ég tel hreina tímasóun að halda uppi löngu málþófi urn hvenær og hve hratt íslenskir bændur muni standa frammi fyrir erlendri sam- keppni. I raun hafa íslenskir bændur alltaf staðið frammi fyrir samkeppni við erlend matvæli. En nú erum við

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.