Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1994, Page 36

Freyr - 15.11.1994, Page 36
Skýrsla Félags hrossabœnda 11. nóv. 1993 til 10. nóv. 1994 1. hluti I. Félagsstarfiö. Stjórn: Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu, formaður, Þórir ísólfsson, Lœkjamóti, varaformaður og ritari, Birna Hauksdóttir, Skáney, gjaldkeri, Hreinn Magnússon, Leysingjastöðum, og Ingimar Ingimarsson, Ytra-Skörðugili. í markaðsnefnd félagsins, sem jafnframt er framkvæmdanefnd, eru: Halldór Gunnarsson, Holti, for- maður, Sigurður Gunnarsson, Bjarnastöðum, Baldvin Kr. Bald- vinsson, Torfunesi, Jósep Valgarð Þorvaldsson, Víðivöllum, Skúli Kristjónsson, Svignaskarði, Elías Guðmundsson, Stóru-Ásgeirsá, Jón Gíslason, Hofi, og Guðmundur Viðarsson, Skálkoti. Starfsmenn félagsins eru: Halldór Gunnarsson var ráðinn framkvæmdastjóri í 30% starf 1. jan. 1994. Hallveig Fróðadóttir, fulltrúi í heilu starfi með aðstöðu hjá Bún- aðarfélagi íslands og Gunnar Bjarnason er ráðgjafi félagsins. Starfsmenn Félags hrossabænda og markaðsnefnd félagsins hlúa að útflutningi lífhrossa og hrossakjöts- úttlutningi. Fulltrúi F.hrb. sér um útfyllingu upprunavottorða og ýmiss konar upplýsingaöflun þar að lútan- di, sem og innheimtur sjóðagjalda af útfluttum hrossum. Einnig veitir fulltrúi upplýsingar um útflutning hrossa, stuðlar að kynningu á ís- lenska hestinum og markaðs- setningu hans erlendis. Stjórnarfundir voru sex talsins; 12. nóvember 1993, símafundur 17. desember 1993, 10. febrúar, 26. maí og I. september 1994. Á fundinum, 1. september, komu fram athuga- semdir við aðalfundargerð varðandi niðurstöðu Kjörbréfanefndar og um- ræður um skýrslu stjómar. Þessar athugasemdir eru geymdar í gögnum félagsins. Síðasti stjórnarfundur var haldinn 9. nóvember sl. Markaðsnefndarfundur var hald- inn 11. febrúar 1994 en einnig var 8S2 FREYR - 22'94 haldinn sérstakur fundur með út- flytjendum þennan sama dag. Félagsmenn fengu sent fréttabréf í apríl 1994. Stjómarfundargerðir fengu allir stjórnarmenn deilda, markaðsnefndarmenn og stjórnar- menn sem og samstarfsaðilar, sem óskað hafa. Níu starfandi deildir félagsins, í Austur-Skaftafellssýslu, Rangár- valla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Árnessýslu, á Vesturlandi, í Vestur- Húnavatnssýslu, Austur-Húnavatns- sýslu, Skagafirði, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum, sáu um hagsmunamál sinna svæða, s.s. sölusýningar á reiðhrossum, sýningar í Reiðhöllinni, öflun slát- urhrossa á Japansmarkað o.fl. Innhcimta sjóðagjalda á síðasta verðlagsári var eftirfarandi: Til Stofnvemdarsjóðs kr. 5.935.862 (ár- ið áður: 3.874.700), til Framleiðslu- ráðs kr. 521.612 (299.730) og til Búnaðarmálasjóðs kr. 3.227.451 (2.475.393). Þá var einnig greitt til BÍ kr. 561.018 (294.203) en það gjald er 5 DM (218,55) að lokinni innheimtu. Framleiðsluráðsgjald er 0,25% af heildsöluverði hestsins og Búnað- armálasjóðsgjald er 2,025% sem er samsett þannig: Stéttarsamband bænda: 0,25%, búnaðarsambönd: 0,5%, Félag hrossabænda: 1,0%, Búnaðarfélag íslands: 0,075% og Stofnlánadeild: 0,2%. II. Reiðhrossaverslunin Á verðlagsárinu 1993/1994 voru flutt út 2692 (2168) hross, þar af vom um 81 (70) ógeltir hestar, 1299 (1088) hryssur og 1312 (1010) geldingar. Helstu útflytjendur vom: Hinrik Bragason, Gunnar Arnarson og Edda hestar í lok september 1994 höfðu verið flutt út 2058 (1769) hross á þessu ári og þar af vom 48 (51) ógeltir hestar, 970 (845) hryssur og 1040 (873) geldingar. Á árunum 1946 til 1993 hafa 25.234 hross verið seld til 19 landa: 2.1. Markaðsstarf og íþyngj- andi hindranir. Á Islandi hefur nú verið unnið í um 50 ár að því að markaðssetja ís- lenska reiðhestinn erlendis, sem reiðhest fyrir fjölskylduna sem keppt er á í ýmsum íþróttagreinum víðsvegar um heiminn. Sterkustu markaðslöndin em Þýskaland og Svíþjóð. Verð hrossanna er hæst í Þýskalandi, um 30% hærra en í Svíþjóð og um 100% hærra en á Islandi. Við flutning á hestum leggst á verðið innflutningstollur og VSK. Þessi erlendu gjöld, skattur, slátur- skattur, sérstakur skattur á geldinga og VSK sem bætist ofan á kaup- verðið með öllum áföllnum kostnaði er mjög til baga í versluninni og verður að vinna markvisst að því að fá þessari skattheimtu breytt. Það vakti vonbrigði að í samningagerð um inngöngu Islendinga í EES, var ekki unnið að þessu viðfangsefni af hálfu Utanríkisráðuneytisins með tilliti til samræmingar og EES aðgengis. Þá eru einnig ýmsar aðrar viðskiptahömlur, sem Evrópubanda- lagslöndin beita.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.