Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.11.1994, Qupperneq 37

Freyr - 15.11.1994, Qupperneq 37
Útflutt hross á tímabilinu 1946-1993. 1946- 1967 1968- 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Alls LÖND 1. Þýskaland 2245 4928 238 358 397 798 982 1273 11219 2. Svíþjóð 2 1577 290 449 489 504 574 413 4326 3. Danmörk 41 2256 47 13 49 105 149 219 2879 4. Noregur 4 1202 51 49 61 204 112 222 1905 5. Pólland 1620 1620 6. Holland 119 726 18 8 37 66 39 42 1055 7. Sviss 269 236 2 13 19 4 22 565 8. Bandaríkin 86 191 14 93 6 9 58 17 474 9. Austurríki 236 10 33 44 26 59 408 10. Finnland 37 30 12 15 43 20 26 183 11. Frakkland 9 103 25 12 6 4 14 173 12. Bretland 68 8 2 22 22 27 149 13. Færeyjar 10 56 12 16 13 10 9 126 14. Belgía 31 37 68 15. Litháen 63 63 16. Ítalía 4 10 14 17. Luxemborg 1 2 3 18. írland 2 2 19. Hong Kong 2 2 SAMTALS 4473 11589 700 1019 1130 1834 2004 2485 25234 Gjöldin og kostnaðurinn leggjast ofan á verð frá seljanda til kaup- anda, ásamt flutningskostnaði, sem er í endanlegu söluverði um það bil tvöfalt kaupverð frá seljanda. Eðli- legt er að reyna að lækka þennan kostnað, lækka dýralækniskostnað með sérstökum samningum við Dýralæknafélagið og/eða Landbún- aðarráðuneytið, lækka flutnings- kostnað með því að ná fram sam- keppni milli flutningsaðila, koma upp flutningsgámum þannig að skipaflutningar hrossa miðist við gámaflutning en ekki fjölda hrossa, og athuga breytingu á sjóðagjald- töku og vottorðagjaldtöku, þannig að sú gjaldtaka sé ekki álagning á söluverð. 2.2. Störf verkefnanefnda F.hrb. Verkefnanefndir F.hrb. eru 5. A árinu bættust við tvær verkefna- nefndir; í Þýskalandi og í Noregi. Störf verkefnanefndanna hafa verið styrkt af Framleiðnisjóði landbún- aðarins. A) Krafthestar í Norður-Skand- inavíu. Ekki var um neinn útflutn- ing að ræða á árinu þar sem Sænska ríkið hefur frestað styrkveitingu til Sama. Því er lofað að þetta verði þróunarverkefni ef Svíþjóð gangi í ESB. Áætlaður er fundur nteð dreifingaraðilum Lapparáðuneytis- ins hjá Landsstjóminni um næstu áramót. B) Bandaríska verkefnanefndin. Nefndin starfar undir forystu Sig- urbjöms Bárðarsonar en hann hefur kallað til liðs við nefndina Axel Ómarsson sem kynnti sér markaðs- möguleika hestsins í Bandaríkjunum á ámnum 1992-93. Nefndin hefur lagt höfuðáherslu á vandað sölustarf, selt hrossin eftir myndböndum með bankaábyrgð frá kaupendum. Reynt er að tryggja þjónustu við kaupendur með eftir- farandi áhersluatriðum sem unnið hefur verið eftir: * Fagfólk á sviði tamninga, járninga og þjálfunar verði sent með hest- unum og dvelji hjá söluaðilunum um nokkurt skeið. * Fagfólk á sviði reiðkennslu verði sent á útvalda staði til þess að kenna eigendum íslenskra hesta rétta meðferð hestsins. * Gert verði átak í að þýða kennslu- bækur og önnur upplýsingarit um þjálfun hesta og knapa. * Gert verði átak í að texta mynd- bönd um járningar, tamningar o.fl. Nefndin sendi frá sér áfanga- skýrslu 12.01.1994 og sendi út bréf til deildarformanna F.hrb. 10.03. 1994 sem var einnig kynnt í félags- bréfi F.hrb. Vegna þessa markaðsátaks hafa verið flutt út 44 hross á þessu ári, og vænster aukningar á næsta ári. C) ísen hf. Verkefnanefnd F.hrb., sem hefur það að markmiði að koma upp sölustöð í Litháen, stofnaði hlutafélagið ísen hf. sem F.hrb. varð hluthafi í með einu hlutabréfi að upphæð kr. 250.000,-. Flutt voru út 63 hross til Litháen 1. des. 1993 og hefur ekkert óvænt komið upp. Unnið er með Litháum varðandi tamningar og þjálfun hrossanna á búgarðinum KRASUONA þar sem öll aðstaða er fyrir hendi og þús- undir hektarar af graslendi. Leitað var til Norræna fjárfesting- arbankans NIB í Helsinki um lán til að takast á við þetta viðfangsefni, eftir starfsreglum sjóðsins og til þess að Litháar gætu staðið að viðfangs- efninu nær að jöfnu á móti Is- lendingum. Samin var ítarleg við- skiptaskýrsla með fjárhagsáætlun árin 1994 til 2001 og hún kynnt á fundi með fulltrúum Baltneska- sjóðsins hjá NIB, þar sem viðstaddir voru auk fulltrúa Isen hf. og Krasuona, hagfræðingur Stéttarsam- bands bænda og deildarstjóri Land- búnaðarráðuneytisins, sem veittu upplýsingar og styrktu umsóknina sem þakkað er fyrir. Norðurlöndin stofnuðu þennan Baltneska-sjóð 22'94 - FREYR 853

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.