Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 38

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 38
með 60 milljónum ECU til ráðstöf- unar frá NIB í sameiginleg við- fangsefni Norðurlandaþjóða og Baltnesku landanna. Líkur eru á að þetta lán fáist, sem mun tryggja allan frantgang en hér er um langtímaverkefni að ræða sem er ætlað að takast á við sölu, m.a. til Austur-Evrópu. Ef mál þróast áfram til samvinnu í allri Evrópu er Litháen í miðju þar sem auðvelt verður að skipuleggja ferðir og sölu í allar áttir. D) Þýska verkefnanefndin. A stjórnarfundi Félags hrossabænda 10. febrúar 1994 var ákveðið að koma á verkefnanefnd F.hrb. til að vinna að ákveðinni markaðssetningu íslenska hestsins í Þýskalandi í þágu allra hrossabænda, með það að leiðarljósi að stækka þann rnarkað sem fyrir er. Einkum væri stefnt að samvinnu við sem flesta, Islendinga pg Þjóðverja, til að korna upp íslandshestastöðvum, sem tækju við af sams konar stöðvum sem vítt og breitt eru starfræktar í Þýskalandi með öðrum hestum. Unnið væri að því að ná lánum eða ábyrgðum hér á landi til að koma til móts við þetta sérstaka viðfangsefni. Leitað var til Einars Bollasonar um að veita þessari verkefnanefnd forystu. Eftirtaldir eru tilnefndir af hálfu F.hrb. í verkefnanefndina: Páll Dagbjartsson, Varmahlíð, Þórir ís- ólfsson, Lækjamóti, Guðlaugur Antonsson, Hvanneyri og Már Ól- afsson, Dalbæ. Aðdragandi að stofnun þessarar nefndar var ferð Einars E. Gísla- sonar, þáverandi formanns F.hrb., og Halldórs Gunnarssonar á Equitana 1993 og ferð þeirra til þeirra Þjóðverja sem framarlega stóðu um ræktun íslenska hestsins, kaupum og sölu. Hjónin Claus og Ulu Beeker settu fram eftirtektarverða hugmynd um markaðssetningu hestsins, sem ætti að verða sameiginlegt viðfangsefni íslendinga og Þjóðverja. Óskað var eftir að þau kynntu þessa hugmynd skriflega, sem þau gerðu í mars 1994 með greinargerð. Helstu kaflar greinargerðarinnar eru eftirfarandi: 1. íslenski hesturinn og markaðsmál á meginlandi Evrópu. 2. Um markaðsþróun í Þýskalandi almennt. 3. Nokkrar mikilvægar staðreyndir. 4. Markaðsforsendur fyrir reiðskóla með íslenskum hestum. 5. Markaðsathugun á starfandi reið- skólum. 6. Framtíðarverkefni. 7. Reiðskólinn - samanburður á íslenskum hestum og stórum hest- um. Framtíðarverkefni: Stofnun fé- lags til eflingar reiðskólum með íslenskum hestum. I maí fóru utan á vegum nefnd- arinnar, Einar Bollason og Svein- bjöm Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri Landbúnaðarráðuneytisins, sem var staddur erlendis og var kallaður til ráðgjafar. Einnig fór utan Reynir Aðalsteinsson, sem Claus Becker hefur tilnefnt sem sinn trúnaðar- mann í þessari umfjöllun. Kynntu þessir aðilar sér störf reiðskóla og fjölluðu síðan um framhald starfsins við starfshóp Þjóðverja og var nið- urstaðan að stofna Þýsk-íslenskt félag, sem yrði skráð í Þýskalandi. í skriflegri greinargerð þeima kemur eftirfarandi frain um hvert ætti að verða markmið félagsins: „Markmið félagsins skal vera að stuðla að stofnun reiðskóla á býlum í Þýskalandi þar sem aðstæður verði taldar svara kröfum og þörfum. Fé- lagið veiti fyrirgreiðslu varðandi fjármögnun og faglega ráðgjöf og hafi eftirlit með rekstri. Auk þessa var samþykkt að félag- ið vinni að gagnkvæmum samskipt- uin eigenda og ábyrgðaraðila sem annast þjálfun reiðmanna í báðum löndunum og að þeir sem annast reiðskóla með íslenska hesta í Þýskalandi komi til Islands á nám- skeið á íslenskum lbúnaðarskólum eða hjá viðurkenndunt reiðkenn- urum. Þá var samþykkt að væntanlegt félag stuðli að gagnkvæmum ferðum og heimsóknum reiðmanna íslenskra hesta, þar sem kostur gefist á ferðum á hestum í viðkomandi landi og að í Þýskalandi verði slíkt eitt af verkefnum reiðskóla, sem njóta fyrirgreiðslu hins væntanlega félags. Félaginu verður einnig ætlað að stuðla að því að íslenskar landbún- aðarafurðir og handavinna verði kynnt og seld á reiðskólum, sem njóta fyrirgreiðslu félagsins. A undirbúningsfundi voru menn sammála um að leita eftir samvinnu við nokkra gegna og þekkta menn í hestamennsku í Þýskalandi umfrani þá sem þegar voru tilkvaddir. Þannig var rætt við Wolfgang Berg, formann I.P.Z.V. (Félags ís- landshestaeigenda í Þýskalandi) sem leist vel á hugmyndir, sem honum voru kynntar og verður hann einn af stofnendum.“ Akveðið var að stofna félag sem ætti að heita: „Saga-Reitschulen“ og hafa lög félagsins þegar verið samin. Farið var frarn á við A-stigs reið- kennara á íslandi, þeirra: Sigur- bjöms Bárðarsonar, Eyjólfs ísólfs- sonar, Reynis Aðalsteinssonar og Benedikts Þorbjömssonar, að þeir yrðu í forsvari varðandi tillögugerð um reiðkennslu, sem næði yfir námsefni, gerð námsskrár, allt frá námskeiðahaldi til menntunar reið- kennara, sem mundi nýtast „Saga- Reitschulen". Þar var skoðun verkefnanefndar- innar að leita yrði til ákveðins aðila til að hafa á einni hendi verkefna- stjórnina, verða ábyrgðaraðili um kostnaðaráætlun og vinnslu verk- efnisins. A-stigs reiðkennarar sam- þykktu að vinna að þessu og til- nefndu úr sínum hópi Eyjólf ísólfs- son sem verkefnastjóra. Nú er unnið að þessu verkefni með væntanlegum fjárstuðningi Bændaskólans á Hólum, sem verði jafnframt samráðsaðili. Utvegun láns eða ábyrgðar. Rætt var um að fjármögnun á kaupum reiðhrossa og kostnaði við flutning þeirra til reiðskólans yrði með þeim hætti að Þjóðvegar útveguðu lán til þriggja ára með mánaðarlegri afborgun. Um væri að ræða kaup- leigu sem myndi enda ef ekki væri staðið j skilum með afborgun allt til enda. Óskað var eftir að Islendingar útvegi ábyrgð fyrir þessari lántöku. Abyrgðaraðili eða Félag hrossa- bænda yrði eigandi hvers hross með eignarhaldi yfir útflutningsvottorði frá íslandi þar til lánið væri að fullu greitt. Hvert hross væri að fullu tryggt frá útflutningsdegi. Að auki væri hugsanlegt að mynda ábyrgðarsjóð fyrir ófyrirsjáanlegum skaða sem næmi 5% af söluandvirði hvers hross, sem Félag hrossabænda myndi bera ábyrgð á og greiða úr til að tryggja enn frekar skil á lánum. Óskað var eftir stuðningi land- búnaðarráðherra við útvegun láns- 854 FREYR - 22'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.