Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Síða 39

Freyr - 15.11.1994, Síða 39
ábyrgðar eða lána til þess að þetta viðfangsefni gæti komist í fram- kvæmd, einnig var leitað til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, Byggða- stofnunar og þriggja stærstu banka landsins. Formlegt svar um synjun hefur borist frá Landsbanka íslands og Framleiðnisjóði en aðrir aðilar eru með málið í skoðun. E) Norska verkefnanefndin. Ákveðið var að tilnefnda Björn Sveinsson, Varmalæk, Kristin Guðnason, Skarði og Þórð Guðna- son, Köldukinn, í verkefnanefnd, sem hefði það viðfangsefni að koma upp sölustöð í Noregi fyrir íslensk reiðhross og stuðla að sem víð- tækastri kynningu á hestinum í Noregi. Leitað var til Huldu Sigurðardóttur og Áma Jónssonar um að starfa með nefndinni og vera í forystu um viðfangsefnið. Aðilar hafa tekið á leigu aðstöðu í Luksefjell í Noregi, rétt hjá Skien og hafa hafið starf. Flutt hefur verið út 21 hross til Luksefjell og starfsemi verði byggð upp á reiðkennslu og hestaleigu ásamt sölu á hestum. 2.3. Sölusamtök íslenskra hrossabœnda - Edda hestar. Aðalfundur 1994 var haldinn 24. apríl. í stjórn voru kjörnir Guð- mundur J. Viðarsson, formaður, Jóhann P. Sveinsson, varaformaður, Viðar Halldórsson, gjaldkeri, Kjart- an Georgsson, ritari, Reynir Aðal- steinsson, meðstjómandi. I vara- stjóm: Einar Bollason, Bergur Jóns- son og Sigurður Guðmundsson. Jóhann P. Sveinsson, varaformaður lést á árinu og kom Bergur Jónsson inn í stjómina í hans stað. Veruleg aukning hefur orðið á starfi félagsins, einkum í Þýska- landi, Danmörk, Englandi og Hollandi með þjónustu við kaupend- ur. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt út 320 hross til 22. október sem er mikil aukning því að á árinu 1993 fóru út 250 hross. Um næstu áramót verða framkvæmda- stjóra skipti hjá félaginu. 2.4. Umtjöllun um ný útflutningslög. Á vorþingi 1993 var gerð breyting á lögum nr. 67/1969 um útflutning hrossa sem felldi úr gildi að dýra- lækniskostnaður útflutningshrossa yrði greiddur úr ríkissjóði. Landbúnaðamefnd Alþingis ósk- aði eftir því að Landbúnaðarráðu- neytið beitti sér fyrir endurskoðun laganna. Sú vinna hófst í byrjun árs í samvinnu við F.hrb. og BI og voru fyrstu hugmyndir um breytingar kynntar á fundi með útflytjendum 11.02.1994 um einföldun varðandi leyfisveitingu og lækkun gjalda, tekið yrði upp fast gjald sem innifæli upprunavottorð, dýralækn- isvottorð, sjóðagjöld og stofnvemd- arsjóðsgjald. Unnið var að samningu lagafrum- varps í samvinnu við umfjöllunar- aðila og þegar samkomulag hafði náðst í megindráttum var það lagt fram á þingskjali nr. 899 í mars 1994 fyrir lÍ7. löggjafarþing. Þegar frumvarpið var sent út frá Alþingi til umsagnar hlaut það mjög harða gagnrýni nokkurra hrossaút- flytjenda, sem sögðust hafa stofnað „Hagsmunafélag hestaútflytjenda'1. Bréf var skrifað í nafni félagsins 15. apríl til F.hrb. þar sem óskað var eftir að útgáfa upprunavottorða yrði í höndum BÍ og vikið að trún- aðarbresti sem orðið hafi milli F.hrb. og útflytjenda. Þessu bréfi var svarað 2. maí og óskað eftir fundi með útflytjendum um þann „misskilning" sem orðið hefði. Sá fundur var haldinn 13. maí sl. í félagsheimili Fáks að við- stöddum Sveinbirni Eyjólfssyni úr Landbúnaðarráðuneytinu. Á fund- inum kom fram að megin gagnrýni útflytjenda var sú stefnubreyting F.hrb. að stofna til verkefndanefnda um útflutning sem útflytjendur töldu að ynnu á móti hagsmunum þeirra og að fé frá útflutningsvottorðum væri veitt til nefndanna. Reynt var án árangurs að útskýra störf verkefnanefndanna og að þær væru eingöngu styrktar frá Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins. Lagafrumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta Alþingi vegna mót- mæla útflytjenda en þess er fastlega vænst að það nái nú fram þar sem ákveðnar breytingar hafa verið gerð- ar á frumvarpinu til samkomulags við umrædda útflytjendur, að 1. gr. frumvarpsins falli út er fjallaði um yfirumsjón Landbúnaðarráðherra og skipun 3ja manna nefndar honum til ráðuneytis. I stað þessarar nefndar komi 5 manna nefnd. Meginbreyt- ingar lagafrumvarpsins sem nú ligg- ur fyrir eru í eftirfarandi tveimur greinum frumvarpsins: 5. gr. Gjald skal leggja d hverl útflutt hross og skal það innheimt við út- gáfu upprunavottorðs. Útflutnings- gjald þetta skal vera kr. 8.000,- að hámarki og hreytast árlega 1. febrúar, samkvœmt vísitölu búfjár- rœktar, sem útgefin er af Hagstofu íslands. Útflutningsgjaldið greiðist í sérstakan sjóð í vörslu útflutnings- og markaðsnejhdar og er œtlað að standa undir kostnaði við skoðun á útflutningshrossum, útgáfu uppruna- vottorða, 5% af gjaldinu skal greiða í Stofnverndasjóð Islenska hesta- kynsins, sem starfar samkvœmt 15. gr. laga nr. 84/1989 um búfjárrœkt, og 15% af gjaldinu skal greiða í Búnaðarmálasjóð. Eftirstöðvum hvers árs skal varið til útflutnings- og markaðsmála, að fengnum til- lögum útflutnings- og markaðs- nefndar. Reikninga sjóðsins skal birta ár- lega í Stjórnartíðindum og þeir endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun. 6. gr. Skipa skal fimm manna nefnd, útflutnings- og markaðsnefnd. Bún- aðarfélag Islands, Félag lirossa- bamda, yflrdýralœknir og hrossaút- flytjendur skulu tilnefna aðila í nefndina en ráðherra skipar for- mann án tilnefningar. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðgefandi um málefni er snerta útflutning á hrossum og að gera tillögur um ráðstöfun á eftirstöðvum útflutnings- gjalds, sbr. 5. gr. Lagabreyting var gerð á vorþingi sem rýmkaði möguleika á útflutn- ingi í maímánuði með venjulegum áætlunarskipum. 2.5. Ákvarðandir um viðmiðunarverð og Tjónasjóð F.hrb. 1994 Á stjómarfundi og markaðsnefnd- arfundi F.hrb. 10. og 11. febrúar voru eftirfarandi ákvarðanir teknar: A) Viðmiðunarverð á hrossabeit. Mánuðina júní til og með nóvem- ber kr. 850,- pr. mánuð. Aðra mánuði kr. 2.550,- enda sé þá hrossunum gefið með beit eftir þörfum. Á þetta verð komi 30% Frh. á bls. 857. 22'94 - FREYR 855

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.