Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 40

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 40
Sameiningarmálið Guðmundur Stefánsson Inngangur. í 20. tbl. Freys er grein eftir Birki Friðbertsson um sameiningu bœnda- samtakanna. Þar fjallar hann um meintan ónógan undirbúning sameiningar- málsins fyrir aðalfund Stéttarsambands bœnda. Telur hann að vantað hafi nánari útfærslur, svo sem samninga við búgreinafélögin, skipurit o.fl. Áðalatriði. Ég held að flestir fulltrúar hafi vitað hvaða starfsemi Stéttarsam- bandið og Búnaðarfélag íslands hafa með höndum og hvemig hún er fjár- mögnuð. Stærsta spurningin við sameiningu hlaut að vera sú, hvort þessi starfsemi BI og SB gæti samrýmst og hvort sameiningin raskaði forsendum fyrir hinni opin- beru fjárveitingu til leiðbeininga- starfseminnar. Ennfremur hvort það byði upp á meiri hagkvæmni að vera í einum eða tvennum heildarsamtökum og hvort væri sterkara fyrir bændur að hafa einn eða tvo málsvara út á við sem og hvort í vegi væru lagalegar hindranir. Það var mat nefndarinnar að starf- semin gæti samrýmst, þar sem markmið beggja félaganna er það sama, - þ.e. að bæta hag bænda. Með bréfi staðfesti landbún- aðairáðherra að hagræðing í félags- kerfi bænda myndi ekki raska for- sendum fyrir framlögum ríkisins til leiðbeiningastarfseminnar og að hann myndi beita sér fyrir nauðsyn- legum lagabreytingum. Nefndin taldi meiri möguleika á hagræðingu í einum heildarsam- tökum en tvennum. Til dæmis má nefna framkvæmdastjóm, hagfræði- svið og útgáfu- og kynningarstarf- semi. Augljóst er að það er sterkara fyrir bændasamtökin að hafa einn málsvara út á við, þegar um heild- arhagsmuni stéttarinnar er að ræða. Náist ekki sameiginleg niðurstaða um mál innan samtakanna er betra að álykta ekki um þau, en að gefa út yfirlýsingar í gagnstæðar áttir. Hlutverk búgreinafélaga. Á aðalfundi Stéttarsambandsins í 856 FREYR • 22'96 Guðmundiir Stefánsson. haust snerist umræðan að litlu leyti um sameininguna sjálfa, sennilega af því að flestir voru sammála um hana. Umræðan snerist aðallega urn nánari útfærslur. Þar bar hæst hlut- verk búgreinafélaganna, sem rædd hafa verið án niðurstöðu allt frá því búgreinafélögin fengu aðild að Stéttarsambandinu árið 1985. í drögum að samþykktum fyrir ný heildarsamtök gerir sameiningar- nefndin í 3. gr. ráð fyrir verkefna- samningum milli búgreinafélaganna og heildarsamtakanna á grundvelli þeirrar verkefnaupptalningar sem er í 2. gr. Að þessum verkefnasamningum er nú unnið. Slíka samninga hefði þurft að gera hvort sem heildarsamtökin hefðu verið ein eða tvenn. Þeir tengjast því ekki beinlínis sameiningunni þó að þeir taki að nokkru leyti mið af henni. Á aðalfundinum kölluðu margir eftir verkefnasamningum milli bú- greinafélaganna og heildarsamtak- anna, en fáir tóku afstöðu til þess efnis sem í þeim þarf að vera. Ljóst er af umræðu undangenginna ára að aðalágreiningurinn er um þátt Landssambands kúabænda og Landssamtaka sauðfjárbænda í gerð, framkvæmd og ábyrgð á búvöru- samningi og á ákvörðunum Verð- lagsnefndar (Sexmannanefndar). Úr því verður væntanlega skorið á hinu nýja Búnaðarþingi í mars nk. en þá verða verkefnasamningarnir væntan- lega lagðir fyrir. Ég get ekki séð að afstaða til áðumefndra atriða í verkefnasamn- ingnum hafi úrslitaáhrif á það hvort bændur kjósa að starfa í einum eða tvennum heildarsamtökum. Innra skipulag. Varðandi innra skipulag hlýtur það að vera aðalatriði á hverjum tíma að eyða sem minnstum tíma manna í að stjóma hverjum öðmm. Þar sem um hópvinnu eða samstarf er að ræða verður þó að vera ljóst hvar ábyrgðin liggur. Rekstrarráð- gjafi hefur verið ráðinn í tengslum við sameininguna til að gera tillögur í þessum efnum. Þessi atriði giltu hvort sem um ein eða tvenn heild- arsamtök er að ræða. Stjórnarkjör. Birkir segir að ekki hafi verið ljóst að hvers konar kosningafyrirkomu- lagi væri stefnt. Þetta er ekki rétt. í 9. gr. draga að samþykktum er ljóst að stefnt er að 7 manna stjórn sem kosin er óbundið. I framsögu fyrir tillögum félags- málanefndar fundarins komu engin haldbær rök fyrir þeirri bindingu stjórnarmanna við landshluta og félagskerfishluta sem hún lagði til. Enda em torfundin rök fyrir því að leggja Reykjanes og Suðurland að jöfnu í stjórnarkjöri þegar áður er búið að leggja til að Reykjanes fái 1 þingfulltrúa en Suðurland 6 þing- fulltrúa. Ljóst er að eigi að skipta stjórnar- ntönnum upp á félagskerfishluta og landshluta eru alþingiskjördæmin ónothæf í þeim efnum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.