Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 41

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 41
Fyrirkomulag stjórnarkjörs hlyti að vera til skoðunar annað kastið þó að heildarsamtök bænda væru tvenn og því hefur það lítið með sam- einingu að gera. Þvingandi aðstœður. I grein sinni segir Birkir að máls- meðferð á aðalfundinum hafi gengið út á "að finna leið sem hjálpað gæti áhugamönnum um sameininguna að koma málinu í gegn með einhver- jum hætti". Það er misskilningur hjá Birki að sameining bændasamtakan- na sé gerð fyrir einhverja sérstaka áhugamenn öðrum fremur. Hún er gerð fyrir bændastéttina í heild sinni. Þá telur Birkir að „þvingandi aðstæður" hafi ráðið afstöðu manna til málsins. Þær aðstæður sem voru frábrugðnar því sem vant var, voru þær að Búnaðarþing stóð yfir á sama tíma og fjallaði um sama mál. Enn- fremur réðst það af afgreiðslu málsins hvort fram færu nú í haust kosningar til hins gamalgróna Búnaðarþings - aðalfundar Búnað- arfélags Islands. Ég tel að fulltrúar á aðalfundi Stéttarsambandsins hafi getað fylgt eigin sannfæringu, þrátt fyrir þessar kringumstæður og tel það reyndar kjarkleysi hafi þeir ekki gert það. Lokaorð. Sameininganefnd hefur af sumum verið sökuð um léleg vinnubrögð. Ég tel að hún hafi á margan hátt unnið betur en ýmsar aðrar nefndir sem ég hef átt sæti í. Á þeim skamma tíma sem hún hafði til umráða. miðað við umfang verksins, einbeitti hún sér að aðalatriðum málsins. I fljótu bragði virðist mér að hún hafi áorðað meiru en llestar þær nefndir sem skipaðar hafa verið á undanförnum árum til að endur- skoða félagskerfi bænda. Á grundvelli framanritaðs vísa ég tali um léleg vinnubrögð til föðurhúsanna. Höfundur er bóndi i Hraungerði í Flóa og stjórnarmaður í Stéttarsambandi bcenda. Hann var í sameiningarnefnd og er nú í samstarfsnefnd Stéttarsambandsins og Búnaðarfélags Islands. Skýrsla Félags hrossa- bœnda. Frh. afbls. 855. hækkun sé um stóðhestagirðingu að ræða eða sérstaka greiðslu fyrir ferðahesta á sumrin, eða sé um aðrar sérstakar aðstæður að ræða. Ef girðingin er góð og með góðri aðkeyrslu og rétt, á að taka 30% hærra gjald fyrir. Séu tekin fleiri en 10 hross frá sama aðila verði lækkun um 30% sem gerir kr. 595,- júní til og með nóvember og aðra mánuði kr. 1.785,-. Tekið skal fram að eigandi ber ætíð ábyrgð á sínu hrossi, nema um annað sé gerður skriflegur samningur, milli eiganda hrossins og þess aðila sem tekur hrossið í vörslu. B) Viðmiðunarverð reiðhrossa. a) Otamin og einhæf hross .......... frá kr. 90.000 b) Töltgeng hross... - 120.000 c) Góðirtöltarar ... - 200.000 d) Gæðingar........ - 300.000 C) Reglur Tjónasjóðs F.hrb. 1994. 1. Tjón skal staðfest af dýralækni eða tveim aðilum, óskyldum, fjár- ráða og jafnframt sem búa ekki á sama heimili og tjónþoli. 2. Eigin áhætta af heildartjóni er kr. 100.000. 3. Ekki er greidd út minni upphæð til tjónþola en nemur tjónabótum fyrir folald. 4. Tjónþolar fá greitt hlutfall af tekjum tjónasjóðs F.hrb. viðkom- andi ár, sem sé tilkynnt til F.hrb. í síðasta lagi 31. desember viðkom- andi tjónaár og komi til greiðslu í janúar næsta ár. Tjónamat á hrossum 1994: 1. Fullorðin hross .. kr. 80.000 2. Tryppi 2ja og 3ja vetra kr. 50.000 3. Folöld............ kr. 30.000 í grein sem birtist í Frey, 19. tbl. bls. 716, þar sem John Deere drátt- arvélar eru kynntar, er því haldið fram að John Deere sé eini fram- leiðandi dráttarvéla í heiminum sem ekki eigi við stórkostleg fjárhags- vandamál að stríða. Mér finnst mikið upp í sig tekið varðandi þetta mál og leitaði upplýsinga að utan. Hér fylgir afrit af svari Hannu Niskanen, forstjóra Valmet-verks- miðjanna sem svarar spurningu minni um þetta mál eins og fram kemur. Ég óska eindregið eftir því að þetta verði leiðrétt. Með bestu kveðju, Þorgeir Öm Elíasson. Hverjir sýna hagnaö? - John Deere fyrirtækið er rekið með hagnaði en aðeins í Banda- rtkjunum. I heild er þó hagnaður af rekstri þess fyrirtækis. - Sisu-Tractors (Valmet-dráttar- D) Tamningagjöld Engir samningar voru gerði milli Félags tamningamanna annars vegar og L.H. og F.hrb. hins vegar. Því er litið svo á að bændur eigi að leita tilboða um tamningar með tilliti til fjölda tamningahrossa, aðstöðu o.fl. vélar). Rekstrarhagnaður fyrirtækis okkar er 180 milljónir finnska marka. Velta ársins 1994 er rúmlega 2400 milljónir finnskra marka. - Að því er ég best veit er Same- fyrirtækið rekið með hagnaði. - Caterpillar græðir á tá og fingri. - Fendt er nú aftur rekið með hagnaði og Massey-Ferguson líka. - Case. Hagur þess fyrirtækis hefur farið batnandi eftir að opin- berir fjárfestar keyptu hlutabréf í því íjúní 1994. John Deere er því ekki sá eini með ábatasaman rekstur. Fréttir af afkomu fyrirtækja eru birtar í öllum evrópskum stórblöð- um, t.d. Financial Times. Upplýs- ingar um Same og Fendt koma beint frá forstjórum þeirra. Bestu kveðjur, Hannu Niskanen. (Fréttatilkynning frá Bújöfri hf.) John Deere ekki sá eini með rekstrarhagnað 22*94 - FREYR «57

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.