Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 42

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 42
Rœktunarmaður ársins 1994 Heiðursviðurkenning Búnaðarfélags íslands Á árinu 1994 var metþátttaka í sýningarhaldinu í hrossaræktinni og kom fram margt afar góðra gripa. Enda leikur varla nokkur vafi á því að árið 1994 er besta ár frá upphafi sýninga undaneld- ishrossa á íslandi, bæði hvað heildarárangur og útkomu ein- stakra hrossa varðar. Við útnefningu ræktunarmanns ársins var mjótt á munum. Utkoma Sveins Guðmundssonar og Guð- mundar sonar hans á Sauðárkróki sem verðlaunin hlutu í fyrra var einnig stórgóð í hrossaræktinni í ár. Útkoma Kirkjubæjarbúsins var og frábær og í því sambandi ber þess að geta að frá Kirkjubæjarbúinu komu einungis fram hross í einstaklings- sýningar. Þorkell Bjamason og fjöl- skylda á Laugarvatni náði einnig góðum árangri. Þorvaldur Sveinsson á Kjartansstöðum náði einkar at- hyglisverðum árangri, svo hrossfár maður sem hann er, og sýnir árangur hans berlega hve meira mega sín gæði en magn í hrossakynbótunum. Sigurvegarinn í ár er, og kemur e.t.v. fáum á óvart, Magnús Ein- arsson í Kjarnholtum I. Hrossin frá Kjarnholtum I úr ræktun Magn- úsar hafa nú um nokkurt árabil verið áberandi í kynbótasýningum og hefur orðstír þeirra aukist jafnt og þétt. Ber þar hæst afkvæmi og aðra afkomendur Glókollu frá Kjarn- holtum og þá ekki hvað síst höfð- ingjann Kolfinn og son hans Dag. Þar em á ferðinni virkjamiklir og traustir, flugrúmir, alhliða ganghest- ar og hver man ekki eftir gæð- ingnum Kolbrá frá Kjamholtum, svo einstök sem hún var? Magnús Einarsson í Kjarnholtum I, rœktunannaður ársins 1994, og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, sem ajhenti honum heiðursviðurkenningu Búnaðatfélags Is- lands. (Ljósm. Vatdiniar Kristinsson). Heiðursviðurkenning Bl var fyrst veitt árið 1993 Þess skal að lokum getið að fyrst- til að vinna þessa heiðursviðurkenn- ingu var Sveinn Guðmundssonr á Sauðárkróki árið 1993. Hross frá Sveini Guðmundssyni komu víða við sögu á kynbótasýningum á því ári eins og þau hafa gert nú um nær hálfrar aldar skeið. Á Fjórðungsmót- inu á Vindheimamelum 1993 voru tveir efstu stóðhestamir með af- kvæmum úr ræktun Sveins Guð- mundssonar og er annar þeirra í eigu Sveins og hinn í eigu Guðmundar sonar hans. Einnig voru tvær hryssur í eigu Sveins sýndar með góðum Röð efstu ræktenda: 1. Magnús Einarsson, Kjamholtum I ........................ 50 stig. 2. Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Sveinsson, Sauðárkróki ....................... 48 stig. 3. Þorkell Bjamason og fjölskylda Laugarvatni ............ 46 stig. 4. Kirkjubæjarbúið ....................................... 43 stig. 5. Þorvaldur Sveinsson, Kjartansstöðum.................... 32 stig. árangri í einstaklingssýningum mótsins. Fleiri afreka mætti og geta þó þau verði ekki tíunduð hér. Fleiri ræktunarmenn náðu og athyglisverðum árangri í hrossa- ræktarstarfi sínu á árinu 1993 og er vert að geta hér tveggja, þeirra Ingva Eiríkssonar á Þverá í Skíðadal í Svarfaðardalshreppi og Jóhanns Þórs Friðgeirssonar á Hofi á Höfða- strönd. Ingvi Eirfksson átti vinn- inginn í því atriði að flest hross sem góðum árangri náðu í einstaklings- sýningum á sýningarárinu, og voru fædd einum ræktanda, voru frá honum. Vakti þátttaka hans t.d. athygli á Fjórðungsmótinu 1993. Jóhann Þór Friðgeirsson afkvæma- sýndi hryssu með góðum árangri á Fjórðungsmótinu og sýndi auk þess prýðilega gripi í einstaklingssýn- ingum mótsins. Kristinn Hugason. 8S8 FREYR - 22'9«

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.