Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 43

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 43
RITFR6GNIR Eiðfaxi International á ensku og þýsku Eins og áður hefur verið getið í Frey er farið að gefa tímaritið Eið- faxa út á ensku og þýsku. Kom fyrsta tölublað þeirrar útgáfu út fyrir landsmótið í sumar er leið og var þá dreift ókeypis. Áformað er að gefa út fjögur tölublöð á ári með þessu sniði framvegis en 2. og 3. tölublað þessa árs er komið út fyrir nokkru. Eiðfaxi International, er svo heitir nýja útgáfan, hefur hlotið miklar og góðar viðtökur áhugafólks um ís- lenska hestinn erlendis eins og vax- andi fjöldi útlendra áskrifta ber vott um. Eiðfaxi International birtir úrval og/eða útdrætti úr greinum íslenska Eiðfaxa og annað efni. Vonir standa til þess að fá erlent efni í nýja blaðið. Útgefendur Eiðfaxa telja að þessi erlenda útgáfa blaðsins geti verið gagnleg fyrir ferðaþjónustuna og ræktun íslenska hestsins, að sögn Sigurðar Sigmundssonar, ritstjómar- fulltrúa Eiðfaxa, auk þess sem Eið- faxi International er ákaflega góður auglýsingamiðill fyrir fslenska hesta, vörur og þjónustu, en 17 lönd eru nú í FEIF. Þá hefur Eiðfaxi hf. gefið út heini- ildarmyndband um landsmót hesta- ntannafélaga á Gaddstaðaflötum sl. sumar. Taldi Sigurður Sigurmunds- son ævintýri líkast hvað samskipti hérlendra og eriendra manna eru orðin mikil vegna íslenska hestsins. Eiðfaxi International mun enn frekar stuðla að því. J.J.D. Rœktunarmaður ársins Heiðursviðurkenning Búnaðarfélags íslands Skipulagsskrá 1. gr. Búnaðarfélag Islands veitir árlega þeim ræktunar- manni sem bestum árangri hefur náð í hrossarækt á sýningarárinu sérstaka heiðursviðurkenningu. 2. gr. Heiðursviðurkenningin er slípaður steinn sem eftir- farandi áletmn er klöppuð á: Ræktunarmaður ársins (ártal) (Nafn vinnanda) Heiðursviðurkenning Búnaðarfélags Islands fyrir árangur í hrossarækt. Auk áletrunarinnar skulu merki Búnaðarfélags Islands og hrossaræktarinnar vera klöppuð á steininn. 3. gr. Við ákvörðun á vinnanda viðurkenningarinnar skal telja saman, samkvæmt stigatöflu, heildarárangur hrossa á sýningarárinu sem fædd eru hverjum ræktanda fyrir sig. Heimilt er að telja saman árangur frá hverju búi fyrir sig. Stig skulu gefin samkvæmt eftirfarandi staðli. Við útreikninginn skal sú regla gilda að endursýningar hrossa telja ekki til stiga nema um framför sé að ræða, s.s. hækkun afkvæntasýndra hrossa í verðlaunastigi. Stóðhestar m. afkvæmum; ... heiðursv. 12 stig 1. v. 10 stig 2. v. 4 stig Hryssur m. afkvæmum; ... heiðursv. 8 stig l.v. 4 stig 6 v. o.e. 5 v. 4 v. Einstaklingar eink; hærrien8,15 8 st. lOst. 12 st. Stóðh./hryssur ... 8,00- 8,14 4 st. 6 st. 8 st. 7,75 - 7,99 2 st. 3 st. 4 st. 4. gr. Heiðursviðurkenninguna skal afhenda í lok sýningar- ársins í hófi sem samtök hestafólks halda. 22*94 - FREYR 859

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.