Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.11.1994, Qupperneq 45

Freyr - 15.11.1994, Qupperneq 45
Tíðindi af tölvumálum Jón Baldur Lorange, forstöðumann tölvudeildar BÍ Alhliða jarðrœktarforrit Samráðsnefnd um forritun í jarðrækt og jarðræktarleiðbein- ingum telur brýnt að hafin verði vinna við gerð alhliða jarðræktar- forrits fyrir búnaðarsambönd til leiðbeininga fyrir bændur. Þetta kom fram á fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var þann 22. nóvember sl. í Bændahöllinni. Samráðsnefndin var skipuð af bún- aðarmálastjóra til að vera Búnað- arfélaginu til ráðgjafar um forritun í jarðrækt. Formaður nefndarinnar er Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar og aðrir nefndarmenn eru Hjörleifur Ólafsson, bóndi á Fossi í Hrunamannahreppi, Guð- mundur Helgi Gunnarsson, ráðu- nautur í Ræktunarfélagi Norður- lands, Kristján Bj. Jónsson, ráðu- nautur í Bsb. Suðurlands, Ámi Snæ- björnsson, landsráðunautur og Óttar Geirsson, landsráðunautur. Samráðsnefndin leggur til að for- ritið verði jafnframt notað til að byggja upp heildstætt gagnasafn í jarðrækt, sem innihéldi upplýsingar um tún, áburðargjöf, uppskeru og margþættar upplýsingar um jarð- rækt. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn 24. janúar 1995. Skýrsluhaldinu í hrossarœkt hrósað I Morgunblaðinu 12. október sl. er Búnaðarfélaginu hrósað fyrir að hafa lyft grettistaki í endurskipu- lagninu skýrsluhalds hrossaræktar- innar. Þar segir orðrétt: „... hverjum þeim sem fylgst hefur með endur- skipulagningu skýrsluhalds hrossa- ræktarinnar hjá B.I. síðustu árin dylst ekki að þar hefur verið lyft grettistaki. Að síðustu er rétt að þakka þá góðu þjónustu sem greinarhöfundur hefur þegið vegna starfsins hjá starfsmönnum stofn- unarinnar.“ Greinarhöfundur er Jón Baldur Lorange. Valdimar Kristinsson, en hann skrif- ar reglulega um hrossarækt í Morg- unblaðið. Það er ánægjulegt að það mikla starf, sem BÍ hefur lagt í síðustu ár í uppbyggingu í skýrsluhaldinu í hrossarækt, hefur skilað sér til hrossaræktenda um allt land. Það starf sem snúið hefur að tölvu- deildinni hefur falist í því að end- Mjólkurhormón spurning um tíma Mjólkurhormónið BST hefur eng- in neikvæð áhrif á kýr né samsetn- ingu mjólkur. Það uppfyllir allar þýskar kröfur um ný lyf. Það verður ekki stöðvað, aðeins hægt á að það komi. Það sagði, að því er sænska tímaritið ATL hermir, þýski prófess- orinn Jöm Harmann á ráðstefnu þar sem fjallað var um mjólkurfram- leiðslu í framtíðinni. urskipuleggja skýrsluhaldið undir faglegri stjórn Kristins Hugasonar hrossaræktarráðunautar, gerð gagna- vörslukerfisins Fengs, gífurlegri aukningu á vinnu í tölvudeild félagsins við skráningu og frágangs skýrsluhaldsgagna frá þúsundum hrossaræktenda og nú síðast gerð forritsins Einkafengs fyrir einmenn- ingstölvur, sem opnar hrossarækt- endum aðgang að hinu geysistóra gagnasafni um hrossarækt. Ennfremur hefur Kristinn Huga- son beitt sér fyrir stórátaki í söfnun upplýsinga um kynbótadóma frá fyrri tíð, sem skráðir hafa verið í tölvudeild. Þessir dómar hafa skipt þúsundum. Þá ber þess og að geta að einn af hörðustu gagnrýnendum landbúnaðarkerfisins um langt skeið, Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV og áhugamaður um hrossarækt, ber lof á Búnaðarfélagið fyrir „merkt starf' að tölvuskráningu á upplýsingum um eldri hross, og kynbótadóma þeirra, í formála síðustu tvegjya bóka sinna um ættir hrossa. Það skal engan undra þó sumir þurfi að lesa síðustu máls- grein aftur til staðfestingar! Harmann taldi að BST geti aukið mjólkurframleiðslu um 10 til 15 af hundraði. Aðspurður um hvort það væri siðfræðilega rétt, svaraði hann að svo væri í höndum góðra bú- manna sem gættu settra reglna um notkun þess. Yfirleitt mætti þó ekki nota hormónið þvf þá leiddi það til svo hárrrar frumutölu að framleiðsla slíkrar mjólkur yrði stöðvuð. Þess vegna yrði það ekki almennt notað. MOLHR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.