Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 47

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 47
Markaður betri fyrir œðardún Æðardúnn selst nú betur úr landi en verið hefur undanfarin þrjú ár. Fyrstu átta mánuði ársins 1994 voru seld 2500 kíló af æðardúni til út- landa en undanfarin þrjú ár hefur árssalan aðeins verið 1600 -1700 kíló. Framleiðsla af æðardúni hefur að jafnaði verið um 3000 kíló á ári, en markaður fyrir dúninn hefur verið sveiflukenndur. Stundum hef- ur öll ársframleiðslan verið flutt til útlanda og í ársbyrjun 1991 seldist kflóið af dúni fyrir um 50.000 krón- ur á núvirði. Eftir það hrundi mark- aðurinn, verðið féll og útflutningur á dúninum minnkaði um helming. Nú fá bændur um 25.000 krónur fyrir kfló af hreinsuðum dúni eða helm- ing á við það sem þeir fengu á góðu árunum um 1990. Árni Snæbjörnsson hlunninda- ráðunautur Búnaðarfélags Islands telur að dúnbirgðir þær sem voru til í landinu í vor séu nú að mestu seld- ar. Undanfarin ár hefur verulegt magn af æðardúni selst á innan- landsmarkaði. Hann segir að Islend- ingar kaupi sér helst æðardúnsængur þegar verðið fellur vegna sölutregðu erlendis. Nú er talið að æðarvarp sé nytjað á 300-400 jörðum á íslandi. Dúnrt á þurrkgrindum í Straumfirði á Mýrum. Hœnsnanet er strengl á grindurnar. (Freysmynd). áhugasaman tónlistarmann sem er tilbúinn til að leggja á sig ómælda vinnu til að glæða áhuga barnanna á tónlist. Það trúir því enginn fyrr en hann tekur á því hve miklu það breytir fyrir börnin og það samfélag sem þau búa í. Og það trúir því enginn fyrr en hann heyrir hvaða árangri börnin hafa náð í söng á svo stuttum tíma. Margar leiðir eru til fjáröflunar fyrir kórinn, en fjarlægð Biskups- tungnahrepps frá Stór-Reykjavíkur- svæðinu takmarkar möguleikana. I Reykjavík er mikill markaður fyrir tónlist, en dýrt að ferðast þangað með bömin og því að afrakstur slflcrar fjáröflunar miklu minni en ef kórinn væri í hjarta menningarinnar. Fámenni og landfræðileg lega Bisk- upstungna setur enn meiri takmörk um fjáröflunarleiðir en ef starf kórs- ins færi fram innan borgarmarkanna, en um leið er gildi þess starfs sem hér er unnið enn veigameira og áhrifameira en ef það væri í stærra sveitarfélagi og því mjög mikilvægt fyrir samfélagið. En velunnarar kórsins ætla ekki að 1 MOLflfi 1 Bílarafhlaða drap tíu nautgripi Niðurgrafin bflrafhlaða sem kom fram í dagsljósið þegar klaki fór úr jörðu í fyrravor olli því að tíu naut- gripir drápust af blýeitmn í Nanne- stad í Raumaríki austanfjalls í Noregi. Blýeitrunin var staðfest við krufn- ingu dýranna, en héraðsdýralækninn láta landfræðilega legu eða smæð hamla sér. Margar leiðir eru í deigl- unni til fjáröflunar og við efumst ekki um að við munum ná settu marki. grunaði hvað værir á seyði vegna óvenjulegs hátternis þeirra. Kvíga ein varð óð og hljóp í hringi áður en hún féll í skurð. Líklegt er talið að rafhlaðan hafi hafnað í jörðinni við framkvæmdir á bænum fyrir mörgum árum. Það er saltbragðið sem dregur bú- fé og villt dýr að rafhlöðum. I Bondebladet, sem er heimild þessarar frásagnar, segir að það hafi vakið undrun dýralækna hve lítið af blýi hafi þurft til að valda eitruninni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.