Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 7
Opið hús og ull í fat á Stóra Ármóti Ingi Heiðmar Jónsson, kennari ó Flúðum í gamla samkomuhúsinu að Þing- borg í Flóa hafa starfað saman 30- 40 konur af Suðurlandi við tóskap og munagerð. Þær hafa undir leiðsögn Helgu Thoroddsen og Hildar Hákonardóttur stundað ullarvinnslu á öllum stigum, og því er í Þingborg sérstakt her- bergi þar sem ull er þvegin. Þar er einnig ull lituð úr jurtalitum, en nokkrar Þingborgarkvenna hafa sérhæft sig í þeirri grein. Ull þæfa þær til hattagerða eða til að gera skrautmottur og veggteppi. Þar er unnið með kembivél, sérsmíðaða fyrir íslenska ull. Formaður Þing- borgarkvenna er Hildur Hákon- ardóttir. Systurhópur í Borgarfirði Systurhópur þeirra starfar í Borg- arfirði. Þær kenna sig við Ullarsel og koma saman á Hvanneyri. I fyrra komu þær á keppni í ullarvinnslu og í franthaldi af því skoruðu Þing- borgarkonur á þær til keppni í haust. Hugmyndin á bak við keppnina er sú að árlega verði keppt um veg- legan farandbikar úr íslensku birki frá Miðhúsum v/Egilsstaði. Lands- samtök sauðfjárbænda gáfu gripinn af miklum rausnarskap. Keppnin var síðan haldin á Stóra Ármóti laugardaginn ló.okt. í boði Búnaðarsambands Suðurlands sem gaf veitingar handa 1000-1200 gest- um sem komu þennan dag og síðan grillveislu handa þátttakendum og aðstandendum keppninnar. Mjólkur- bús Flóamanna, sem gaf einnig hluta veitinganna. Um kl.l 1 komu Borgfirðingamir í stórri rútu: keppnislið, stuðningslið og hagyrðingur ofan úr Hvítársíðu. Bílstjóri borgfirsku rútunnar var hinn nafntogaði rúningsmaður Guð- mundur Hallgrímsson, ráðsmaður á Hvanneyri. Aður en keppnin hófst, rúði hann lömb valin af hvorum liðsstjóra og keppnin fólst síðan í Ingi Heiðmar Jónsson. því að úr þeim reifum var spunnið úr ókembdri ullinni og síðan prjónuð peysa í mörgum hlutum. Ullarkappið í Þingborg Laust fyrir hádegi hófst keppnin en hvor fylking var skipuð 8 þátttak- endum. Borgfirðingar skákuðu Þing- borgarkonum í því að hafa karl, Philippe Ricart, í sínum hópi, en hann fór að starfa með þeim þegar Ullarsel hóf starfsemi fyrir tveimur árum og er sérfræðingur þeirra í jurtalitun og spjaldvefnaði. í hvorum hópi var einn liðsstjóri sem hafði það hlutverk eitt að velja verkefni handa sínum liðsmönnum og hvetja þá. Fyrstu tvær klukku- stundir sátu þær allar við rokkana, en þá voru ein til tvær settar við prjóna og þannig fjölgaði prjóna- konum smám saman, en fækkaði spunakonum eftir því sem betur miðaði með spunann. Uppi á vegg voru stór spjöld með útlínum peysu og var merkt inn á spjöldin hjá hvorum flokki hvernig prjónaskap miðaði og voru flokk- amir óspart hvattir af stuðnings- mönnum sínum. Laust fyrir klukkan 17 var sýnt að til úrslita drægi. Þá var langt komið að sauma saman peysumar og spenningur meðal gestanna geysimikill. Þingborgarkonur virtust vera sjónarmun á undan, en á loka- sprettinum geystust Ullarselskon- Falleg lömb úr Flóanum ogfrúrfrá Þingborg. Ljósm. Inni Heiðmar Jónsson. 23'94 - FREYR 871

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.