Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 8
Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sýndi fósturvísa og nautasæði í smá- sjá og sýnd var klaufsnyrting og klipping á kúm í fjósinu. Margir ungir og aldnir áttu erindi í fjósið, sem var við hliðina á keppnisskál- anum -vélageymslunni- og skilaði sínum velkunna þef þangað inn. Um miðjan dag bar svo ein kýrin mynd- arlegum kvígukálfi, „Peysu“ og fjöldi manns horfði á. Sumir voru að sjá kálf fæðast í fyrsta skipti. Rausnarlegar veitingar Við aðra hlið skálans var hlaðan og þar var komið fyrir hlaðborði með veitingum handa gestum. Þar þurfti oft að bæta á, enda aðsóknin mjög góð. I öðrum enda keppnissalarins var settur upp smápallur þar sem harmonikkuleikari sat löngum stundum og gladdi eyru gestanna með úrvals spilamennsku. Menn kváðu rímur og kváðust á Þar stigu líka á pall þrír félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni og kváðu rímur kl. 14, 16 og 17. Meðal þess sem þeir kváðu voru stökur ortar vegna þessarar samkomu af Jóhanni Guðmundssyni frá Stapa í Skagfirði. Ámesingurinn Kristrún Matthías- dóttir á Fossi í Hrunamannahreppi kvaðst á við Borgfirðinginn Erling Jóhannesson á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu. Sú keppni hófst kl. 15 og stóð í hartnær hálftíma en þá var dæmt jafntefli. Það var mál manna að þar hefði skort hljóðkerfi til að gestir gætu allir notið þeirrar keppni, en mjög góður áhugi virtist vera á þeirri grein. Leið nú að kvöldi, fjósverk hófust á Stóra-Ármóti kl. 17, Iðunnarfélagar kváðu síðustu rímumar, keppendur slökuðu á lúnum vöðvum, nuddari tók síðustu yfirferð á spenntum öxlum eins keppandans og gestir, margir langt að komnir, fóru að leita uppi ökutæki sín í bílaþvögunni á túninu. Nokkru síðar fór grillilmur að berast um sali og göng og um það bil er fjósverkum lauk, voru borin fram stór föt með ilmandi kjöti, því sem var til sýnis fyrr um daginn. Liðstjórar máta landsins nýjustu peysur. Ljósm. i.h.j. umar og karlinn fram úr þeim, en munaði þó aðeins fáeinum sporum. Fjölbreytt kynning Meðan þessu fór fram sýndi Guð- mundur Hallgrímsson rúning annars staðar í húsinu. Þar sýndi Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku ullar- mat og frágang á ull. Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir kynnti lín- rækt og vinnslu. Jón Vilmundarson ráðunautur sýndi notkun ómmynda- tækis við mat á kjötgæðum hjá sauðfé. Hjalti Gestsson ráðunautur sýndi lambhrúta og gimbrar búsins. Stefán Sch.Thorsteinson frá Rala stóð fyrir sýningu á lambsskrokkum og kynningu á kjötrannsóknum. Dr. Bragi L. Ólafsson frá Rala kynnti ránnsóknir varðandi inni- fóðrun sláturlamba. Kynnt vom for- rit fyrir ýmsar búgreinar, auk þess sem Magnús B. Jónsson kynnti Bændaskólann á Hvanneyri. Kvœðamenn á palli. F.v.: Ingimar Halldórsson, Sigurðitr Sigurðarson og Erlingur A. Jónsson. Ljósm. i.h.j. 872 FREYR - 23'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.