Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 10

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 10
Búrekstur og tilraunastarf á Möðruvöllum Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum. Á tilraunastöðvum í landbúnaði er rekinn búskapur til að skapa aðstöðu til rannsókna. Á Möðruvöllum II í Hörgárdal er kúabú sem nýtt er til rannsókna í nautgriparœkt og jarðrœkt. Þar er ágœt aðstaða til fóðurtilrauna í tilraunafjósi og sérhœfðar rannsóknastofur til rannsókna á vetrarþoli plantna og frœgœðum. Þóroddur Sveinsson. Skrifstofur og aðstaða til efna- greininga eru inni á Akureyri þar sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Ræktunarfélag Norðurlands eru til húsa. Yfirmaður tilraunastöðvarinnar er tilraunastjóri sem lýtur yfirstjórn forstjóra og stjórnar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Auk rannsóknaskyldu sér hann um fjár- reiður stöðvarinnar, bæði á búrekstri og tilraunahluta. Núverandi tilrauna- stjóri er Þóroddur Sveinsson. Til viðbótar eru nú starfandi tveir háskólamenntaðir sérfræðingar með jarðrækt og nautgriparækt sem aðal- svið. Þau eru Bjarni E. Guðleifsson og Sigríður Bjarnadóttir. Þar að auki starfa margir tímabundið í ákveðn- um verkefnum svo sem við efna- greiningar, veðurmælingar, spírun- arprófanir, fóðurmælingar og jarð- ræktartilraunir á sumrin. Síðastliðin þrjú ár hefur verið starfræktur vinnuskóli hluta úr sumri og hefur hann séð um vorhreinsun, trjáplönt- un og snyrtingu í landi Möðruvalla. Bústjórar (verktakar) og starfsfólk á þeirra vegum sjá um daglegan bú- rekstur. Núverandi bústjórar eru Halldór Gíslason og Vilborg Sigurð- ardóttir. Á Möðruvöllum búa fimm barnntargar tjölskyldur, þar af fjórar sem tengjast tilraunastarfseminni á einn eða annan hátt. Hér á eftir verður greint í stuttu máli frá starfseminni á Möðruvöll- um í Hörgárdal frant að áramótum 1993-94. Verður meðal annars rætt um aðstöðu, uppbyggingu og skipu- lag búrekstrar og tilraunastarfs, niðurstöður úr skýrsluhaldi og sagt frá rannsóknastarfseminni. Aðstaða Eftirfarandi byggingar tilheyra RALA á Möðruvöllum: íbúðarhús á tveimur hæðum byggt 1938, einlyft íbúðarhús byggt 1979, tilraunafjós byggt 1984 með 48 básum, miklu geldneytaplássi og rúmgóðri hlöðu, Eggertsfjós byggt 1951 sem búið er að breyta í rannsóknastofur og sauðfjársæðingarstöð og hlöðunni í verkfærahús og vélageymslu, Stef- ánsfjós byggt 1902 sem hefur verið notað sein hesthús og geymsla, fjárhús fyrir 400 kindur byggð 1972 og notuð fyrir geldneyti, pakkhús byggt 1881 og verið er að endurreisa með tilstyrk Húsfriðunarsjóðs, SALA RANNSOKNASIOFNUN LANDBUNAÐARINS Tilraunastöðin Möðrm öllum \v»rtiitmAt \ —- Möóruvellir II Möóruvellir IV Tilraunafjós Jaróræktarstofur - kalstofa - fræstofa - sýnastofa Vegaskilti yfir Möðruvelli. (Ljósm. tók ÞóroddurSveinsson). 874 FREYR - 23'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.