Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 15
Tafla 9. Mjólkurframleiðslan á Möðruvöllum árið 1993. Skipting_________________________Lítrar Innlegg í'mjólkursamlag.... 158.093 Til heimilisnota ................ 2.172 í kálfa.......................... 8.447 Hellt niður v. júgurbólgu ... 2.067 Samtals ....................... 170.775 mjólk af hverju kg kjamfóðurs verið 0,65 1 að jafnaði. Kjötframleiðslan á búinu sveiflast mikið á milli ára en var í lágmarki árin 1992-93 í samanburði við árin á undan (tafla 5). Þessi ár var stór tilraun í gangi í fjósinu þar sem verið var að bera saman íslensk naut og Galloway blendinga og í þeim tilgangi vom keyptir 39 nautkálfar inn á stöðina haustið 1991. 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Ár 1200 1000 800 600 400 200 0 Mynd 5. Meðalnyt og kg kjarnfóðurs á árskú á Möðruvöllum 1987-1993. Mynd 6. Kg mjólk á hvert kg kjarnfóðurs á Möðruvöllum 1987-1993. Skipulag og markmið Rannsóknastarfsins Tilraunastöðin á Möðruvöllum er deild innan Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) sem ber ábyrgð á skipulagi og stefnu rannsókna sem þar fer fram. Sérsvið tilraunastöðvarinnar em kalrann- sóknir, nautgriparannsóknir, gæða- prófanir á sáðvöru og búrekstur. Unnið er að margvíslegum rækt- unartilraunum og upplýsingasöfnun sem tengjast búrekstri. Lögð hefur verið áhersla á að vinna sífellt að afmörkuðum hagnýtum verkefnum í samvinnu við bændur og kynna Isáning í kalið land. Árangur var afar misjafn sumarið 1993. niðurstöður fljótt og milliliðalaust. Má þar nefna verkun heys í rúllu- böggum, nýtingu grænfóðurs, ísáningu í kalið eða gróið land, komrækt, og ræktun vetrarkoms og rauðsmára. Leiðbeiningar eru einnig mikilvægur þáttur í starfinu. Starfs- menn taka þátt í fjölda fræðslufunda og námsskeiða fyrir bændur og ráðunauta. Þá er ávallt talsverðum tíma varið í að rækta alþjóðleg sam- bönd og samvinnu á sérsviðum stöðvarinnar. Rannsóknastarfsemin er fjármögn- uð af fjárlögum ríkisins annars veg- ar og styrktaraðilum eða verk- kaupendum hins vegar. Fyrir utan fé á fjárlögum gegnum RALA kostuðu eftirtaldir aðilar að hluta eða öllu leyti ýmis verkefni á vegum til- raunastöðvarinnar árin 1992 og 1993: Vísindasjóður íslands (kal), Landssamband kúabænda (nauta- eldi), Framleiðnisjóður landbúnað- arins (ísáning, námsskeið), Norræni genbankinn (vetrarþol), Norræna ráðherranefndin (túnamítlar, vinnu- fundir), Landsvirkjun (áburður, upp- græðsla), Landgræðsla ríkisins (fræ), Iðnþróunarsjóður Eyjafjarðar 23'94 - FREYR 879

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.