Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 22
bleikjuframleiðenda var stofnað 1991. Meginverkefni þess var mark- aðs og kynningarstarf, en sökum ónógs stuðnings bleikjuframleið- enda, liggur starfsemi þess nú niðri. í kjölfar aukinnar framleiðslu á komandi árum eru sameiginlegir hagsmunir í þessu máli augljósir og því má ætla að það sé ekki spurning hvort slfkt samstarf hefjist að nýju, heldur hvenær. Rannsóknir og þróunarstarf. Rannsóknir á bleikju eru skammt á veg komnar bæði hérlendis og erlendis og því hefur uppbygging bleikjueldis tekið mið af þekkingu frá öðrum laxfiskum. Aföll í eldi á bleikju má í mörgum tilvikum heim- færa til þess að þekking frá laxeldi hefur verið notuð of gagnrýnislaust í bleikjueldi. Hérlendis er mikil tæknileg þekking á framkvæmd eld- isins en enn skortir á líffræðilegu hliðina. Öflugt rannsókna- og þró- unarstarf undanfarin ár hefur aukið þekkingu okkar á bleikju sem eldis- fiski og er árangur af því starfi stöðugt að koma skýrar í ljós. Meginmarkmið rannsóknarstarfs í bleikjueldi er að auka vaxtarhraða, minnka stærðarbreytileika og draga úr ótímabærum kynþroska, en þessir þættir hafa hvað mest áhrif á hag- kvæmni eldisins. Markvisst og öfl- ugt kynbótastarf er eitt af brýnustu verkefnunum. Kynbætur byggðar á fjöldskylduúrvali hófust haustið 1992 á Hólum í Hjaltadal, en áður hafði farið fram samanburðar- rannsókn á mismunandi bleikju- stofnum. Vorið 1996 koma afkvæmi undan útvöldum foreldrum úr fyrstu kynslóð þessa verkefnis. Það er hins vegar ljóst að kynbætur munu taka tíma, en innan 10 ára má gera ráð fyrir að það náist að auka vaxtar- hraða og gæði bleikjunnar verulega. Lögð hefur verið áhersla á rann- sóknir á áhrifum ólíkra umhverfis- þátta, s.s. hita, ljóss, fóðurs og flokkunar á vöxt, þroska og atferli (hegðun) bleikju. Kynþroski hefur áhrif á vöxt og sölu fiskisns og því hafa verið teknar í notkun mismun- andi aðferðir til að seinka eða koma í veg fyrir kynþroska. Rannsóknir á samspili vaxtarhraða/stærðar og kynþroskaaldurs benda til þess, að með stjórnun á vaxtarskilyrðum á seiðastigi er mögulegt að draga 886 FREYR - 23'94 mikið úr ótímabærum kynþroska. Einnig hafa verið teknar í notkun mismunandi aðferðir til að gelda bleikjuseiði, en slfk seiði virðast hafa sambærilegan vöxt og ógeltur fiskur. Nokkrar eldisstöðvar hafa því hafið eldi á geldfiski með góðum árangri í eldi og sölu. Hins vegar eru líkur á að hágæðamark- aður fyrir náttúrulegar afurðir geri athugasemdir við sölu á geldfiski og því er full ástæða til að fara varlega í þessum efnum. Eldisumhverfi (þétt- leiki, straumur, fóðrun o.fl.) hefur mikil áhrif á atferli bleikju, en innbyrðis goggunarröð hefur veru- leg áhrif á fóðurtöku, sent leiðir af sér mikinn stærðarbreytileika. Þetta atferli er mun sterkara hjá bleikju en öðrum laxfiskum, en tiltölulega litl- ar rannsóknir hafa farið fram á þessu sviði, sérstaklega á stærri fiski í matfiskeldi. Bætt þekking á áhrifum ólíkra umhverfisþátta á vöxt og þrif bleikju mun auka möguleika okkar á að stjórna og staðla státurgæðin. Samhliða líffræðirannsóknum, sem fara að mestu fram á tilrauna- stöðvum, er unnið mikið þróunar- starf í sjálfum eldisstöðvunum til að bæta eldisumhverfi og auka hag- kvæmni. Tekist hefur að auka fram- leiðni með bættum vatnsbúskap, sem m.a. tengist nýrri tækni við súrefnisgjöf og endurnýtingu á vatni. Undanfarin ár hafa bændur tekið þátt í að þróa dúkklæddar eld- istjarnir af mismunandi gerð, sem henta vel til matfiskeldis og eru ódýr lausn. Á þessu sviði er náið sam- MOlflR Gœðum hollenskrar búvöru hrakar Hollenskir bændur verða að taka sig á í gæðum og vöruþróun, eigi þeir að halda stöðu sinni í útflutn- ingsmarkaðnum, segir í skýrslu sem landbúnaðarráðherra Hollands kynnti nýlega. Búsafurðir nema 26% af útflutningi Hollands, en nú sýnir könnun sem gerð var að það eru ein- ungis blóm og fræ sem halda stöðu sinni. En á öðrurn sviðum garðfram- leiðslu og í búfjárafurðum og mjólkurvörum eru Hollendingar að tapa áliti, bæði í gæðum og band milli eldismanna og sér- fræðinga nauðsynlegt fyrir báða aðila, en þannig verður best komist hjá endurteknum áföllum og farsæl þróun getur átt sér stað. Lokaorð Hér hefur aðeins verið tæpt á ein- staka þáttum í uppbyggingu greinar- innar og tekið mið af bleikju sem útflutningsvöru. Hér á landi er einn- ig alin bleikja til sölu á heimamark- aði eða til sleppingar í tilbúnar tjarnir til stangveiða. Með tjölgum ferðamanna getur þessi markaður verið ákjósanlegur fyrir bændur víða um land. Reynsla undangenginna ára sýnir að náttúrulegar aðstæður eru víða mjög góðar og hægt að ala bleikju við skilyrði, sem ekki er hægt að bjóða öðrum tegundum. Þrátt fyrir að bleikjueldi sé enn á rannsóknar- og þróunarstigi eru teikn eru á lofti um að innan 2-3 ára tnuni fram- leiðslan hér á landi aukast í 500 tonn á ári og samtímis fer frantboð á bleikju frá öðrum þjóðum smám saman vaxandi. íslendingar eru eina þjóðin sem getur boðið ferska bleikju allt árið unt kring og okkur hefur tekist að skapa bleikju gæðaímynd sem selst fyrir hátt verð. Framtíð bleikjueldis sem atvinnu- greinar á íslandi er því án efa háð því að okkur takist að viðhalda þeirri gæðaímynd og því er nauð- synlegt að tengja framleiðslu og markaðsstarf náið saman. markaðskröfum, segir í áðumefndri skýrslu. Danir og Frakkar eru að sögn Landsbladet glúmari á þessu sviði. Tala búfjár. Frlt. afbls. 887. árið 1943. Eftir það fækkaði hross- um stöðugt niður í um 30 þúsund á árunum 1958-1964, en fór þá að fjölga á ný. Árið 1993 voru talin vera um 77 þúsund hross í landinu eða 25 þúsund fleiri en árið 1980. Loðdýrum fjölgaði verulega árin 1985, 1986 og 1987, en á árinu 1988 fækkaði refum mjög mikið, en minkum fjölgaði verulega. Árið 1993 stóð tala refa í stað en minkum fjölgaði um 3 þúsund.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.