Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 28
Yfirlit yfir Verðjöfnunarsjóð hrossakjöts verðlagsárið 1993/1994. Tekjur. kr. Tekjur verðlagsárið 1993/1994 2.905.205,- kr. Gjöld 1. Greiðslur til afurðastöðva vegna útflutningshrossakjöts til Japans. Hluti af tjónagreiðslu vegna gjaldþrots Kjötsölunnar hf./Slátursaml.SkagFirðinga a) Kaupfélag Borgfirðinga b) Kaupfélag Héraðsbúa c) Afurðastöðin í Búðardal d) Ferskar afurðir, Hvammstanga 802.223,- 207.262,- 566.021,- 204.997,- 2. Viðbótargjöld sem tengdust verðlagsárinu, en greiðast tímabilið 1. septembertil 31. desember. a) Auglýsingar og markaðsaðgerðir í þágu útflutnings og innanlandssölu 1.9.1993 til 31.8.1994 b) Ferskar afurðir, Hvammstanga r) Áætlaður auglýsingakostnaður vegna birgða, í nóv. 1994 351.450,- 384.343,- 388.909,- Samtals 2.905.205,- allra kjöttegunda, einkum þó svína- kjöts, nautakjöts og folaldakjöts og reynslan hefur sýnt að mjög erfitt er að ná fram fyrri verðlagningu. Talið er að hrossakjöt hafi haldið skráðu verði til framleiðenda 1992, verið um 90% af skráðu verði 1993, tap bænda þá kr. 13 milljónir, 1994 nái skilaverð aðeins um 65%, tap bænda og afurðastöðva kr. 47 millj- ónir og miðað við óbreytt skráð verð yrði nær sama staða 1995, áætlað tap bænda kr. 40 milljónir, samtals árin 1993 til 1995 kr. 100 milljónir. Þetta er gjörsamlega óviðunandi staða. í heild virðist tap bænda á kjötmarkaðnum vegna offramboðs og nær engra útflutningsmöguleika geta numið á árunum 1992-1994 um 4 milljörðum kr. Forystumenn kjötgreina hafa ekki náð samstöðu um aðgerðir. Einkum eru það svínabændur sem vilja allt til vinna til að auka hlutdeild sína á innanlandsmarkaðnunt. Hinn 20. mars barst F.hrb. ósk frá Landssambandi kúabænda um að taka þátt í stofnun félagsins Kjötframleiðendur hf. þar sem til- gangur félagsins væri að taka við afurðum frá kjötframleiðendum, annast slátrun, vinnslu, dreifingu og sölu kjötafurða, innan lands sem utan, með það að markmiði að tryggja jafnan aðgang einstakra framleiðenda að markaði. F.hrb. ákvað að gerast hluthafi að 1/5 í stofnfé ef framvindan yrði sú að bændur yrðu að taka yfir sölumál afurða sinna í þeirri neyðarstöðu sem upp virðist komin. 4.4. Tilboð um kaup á hrossahúðum. F.hrb. barst tilboð um kaup á öllum hrossahúðum á 2,85 DEM/kg. CIF í Bilbao á Spáni. Tilboðið var sent sláturleyfishöfum, sem sýndu engan áhuga á viðskiptum, þannig að ætla mætti að þeir skiluðu til bænda a.m.k. 90 kr. á kg húðar. 4.5. Verðskerðingargjald. 2% verðskerðingargjald var tekið af verði til framleiðenda síðasta verðlagsár samkvæmt 20.gr. laga nr. 99/1993 og reglugerð nr. 410 frá 5. október 1993. Sett var ný reglugerð um inn- heimtu og ráðstöfun á verð- skerðingargjaldi af hrossa- og naut- gripakjöti 10. október 1994, þar sem ákveðið er 2% verðskerðingargjald af hrossakjöti á þessu verðlagsári. 4.6. Ýmis samstarfsverkefni í kjötsölu. Á starfstímanum tók F.hrb. þátt í störfum kjötráðs Framleiðsluráðs þar sem mál fengu nær enga úr- lausn. Á vegum Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins unnu fulltrúar kjöt- greina og var m.a. ákveðið að aug- lýsa kjötvörur og kynna nýja neyslu- möguleika. F.hrb. ákvað að leggja til kr. 150.000,- í auglýsingaherferð í þessu skyni. Á haustdögum kom út „íslenska kjötbókin" - handbók fyrir kjötkaup- endur á vegum Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins þar sem hrossakjöt fær góða kynningu og er þakkað fyrir þetta starf og vænst aukinna sölu folaldakjöts í framhaldi. Islenskir kjötdagar voru haldnir í vor að tilstuðlan Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Því miður tóku kjötgreinarnar ekki nógu góðan þátt í þessum kjötdögum og er rétt að huga betur að og vinna að samstarfi við þá sem hagsmuni hafa í víðasta skilningi. V. Útflutningur hrossakjöts. 5.1. Úttlutningur 1993. Flutt voru út til Japans um 97 tonn af hrossakjöti fyrir um kr. 65 millj- ónir CIF í Tokyo, en þetta skilaverð hefur skilað fullu verði til allra aðila, flutningsaðila, sláturleyfishafa og bænda. Kjötumboðið flutti út 42,232 tonn af pistólukjöti en S.H. flutti út um 55 tonn, um helming af pistólukjöti og um helming af unnu 892 FREYR - 23*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.