Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 30
Sala kindakjöts erlendis, staða og horfur Ari Teitsson Að undanförnu hefur farið fram nokkur umrœða meðal bœnda um stöðu sauðfjárrœktar og þá m.a. um stöðu og möguleika útflutnings á kindakjöti. Rétt þykir því að gera bœndum nokkra grein fyrir þeim málum sem lúta að út- flutningi. Sala slátrunar 1993 A því sláturári komu til sölu- meðferðar um 840 tonn af um- sýslukjöti og ætlunin var að flytja út nær 400 tonn af kjöti innan greiðslu- marks. þetta rnark náðist ekki að fullu en nteðfylgjandi tafla sýnir í grófum dráttum hvert kjötið var selt. Færeyjar............... 194tonn Svíþjóð ............... 650 tonn Grænland ............... 46 tonn Danmörk ................. 15tonn Japan ................. 220 tonn Bandaríki N.-Ameríku 29 tonn Annað ................. 24 tonn Samtals um 178tonn Hér liafa einstakir verðflokkar og skrokkhlutar að nokkru verið um- reiknaðir í DIA eftir verðmæti og gefur taflan því ekki raunverulegan þunga útflutnings, mismunur er þó ekki verulegur enda aðallega flutt út DIA. Umsýslukjötið var einkum flutt út sem DIA og munu sláturleyfishafar hafa gert upp við bændur með nálægt 150 kr. skilaverði á kg fyrir þann gæðaflokk. Það kjöt sem flutt hefur verið út innan efri marka greiðslumarks hefur að mestu farið á lakari markaði og borið fullan slátur- og heildsölukostnað. Verðuppbót sem greidd hefur verið af verðskerð- ingarfé hefur því að meðaltali numið um 150 kr. á kg. Horfur á sölu slátrunar 1994 Inn á umsýslusamninga hafa verið lögð nálægt 1300 tonn og flytja þarf út a.m.k. 300 tonn af kjöti innan greiðslumarks eða nálægt 1600 tonn alls. Ari Teitsson. Ekki er að fullu ljóst hvernig til muni takast með sölu á svo auknu magni en horfur í helstu viðskipta- löndum gætu verið eftirfarandi: Fœreyjar Þar hefur sala verið að glæðast eftir verulegan samdrátt þegar verð á íslensku kjöti var hækkað þar haustið 1992. Vonir standa til að þangað seljist um 250 tonn á verð- lagsárinu og FOB verð geti orðið nálægt 240 kr. (160 kr til bónda). Svíþjóð Á þeim markaði hefur ríkt veruleg óvissa þar sem óljóst var um inn- göngu Svíþjóðar í ESB og þar með um kjötkaup. Nú þegar ljóst er að af inngöngu verður hefur skýrst að verulegur áhugi er þrátt fyrir það fyrir kaupum á dilkakjöti frá Islandi. Þær tollaívilnanir sem við höfum notið ná hins vegar eftir inngönguna einnig til annarra þjóða innan ESB og gætu því írar, Skotar og jafnvel Nýsjálendingar boðið þar kindakjöt á lægra smásöluverði en áður sem gæti torveldað okkur að ná því verði sem þar hefur náðst. Svíþjóðar- markaðurinn gaf á liðnu söluári nálægt 220 kr. verð Fob fyrir DIA. Tollkvótinn var 650 tonn á tímabil- inu 1. jan. - 30. júní og var fullnýttur og verður það vonandi einnig á yfir- standandi söluári. Grœnland Vonir standa til að þangað ntegi selja um 100 tonn á verðlagsárinu. Skortur er þar á lambakjöti og líkar íslenska lambakjötið vel enda mjög svipað því grænlenska. Samkeppni við nýsjálenskt kjöt gerir erfitt að ná viðunandi verði. í gangi hafa verið viðræður um tollaívilnanir og fáist þær er hugsanlegt að ná þar 240 kr verði Fob. Danmörk Gerð hafði verið áætlun um að flytja um 50 tonn af fersku kjöti til Danmerkur í sláturtíð 1994 á svip- uðu verði og haustið áður eða um 240 kr. á kg Fob. Vegna undirboða á kindakjöti frá írlandi nú í haust stóðst ekki það sem Danir höfðu áætlað og fóru aðeins um 15 tonn. I gangi eru viðræður um sölu á frystu kindakjöti til Danmerkur en erfitt virðist vera að ná þar viðunandi verði. Sviss Ekki tókst að flytja á þessu hausti neitt magn af dilkakjöti til Sviss. Samningar um tilraunasölu þangað strönduðu lengi vel á að verðtilboð 894 FREYR - 23'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.