Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 35
sem þessu. Þegar því lauk á síðasta ári lá fyrir aðstandendum þess að meta árangurinn. í ljós kom að við- horf almennings til innlendrar vöru var afar jákvætt og fólk taldi sig frekar kaupa íslenskt en áður. Fram- leiðendur margir hverjir komu fram fyrir skjöldu og sjá mátti slagorð á borð við „íslensk gæðavara" þar sem „sænska, þýska eða japanska gæðavöru“ gat að líta áður. Það var eins og íslenskir framleiðendur hálf skömmuðust sín fyrir að auglýsa vöru sína sem íslenska á meðan óspart var skírskotað til gæða er- lendra vörumerkja. Með hliðsjón af þessu þarf vart að undra að mikil söluaukning varð í fyrra á íslenskum vörum og eru vonir bundnar við að átakið í ár muni ekki skila minni árangri. Enginn vafi leikur á gagnsemi landbúnaðarins af átakinu ÍS- LENSKT, JÁ TAKK. Innlendur landbúnaður á nú þegar í mikilli samkeppni við innflutta matvöru. Nægir í því sambandi að benda á Haukur Halldórsson og Guðmundur Þ Jónsson, Iðju, máta vatnsþétta, höggþétta og pottþétta hlífðarhanska hjá Sjóklceðagerðinni hf það mikla úrval sem er af frosnum skyndiréttum með lágum tolli og aukinn tollfrjálsan innflutning á blómum og grænmeti. Þá stendur fyrir dyrum að afnema innflutnings- hindranir á landbúnaðarvörum rneð gildistöku nýja GATT-samkomu- lagins. Mjólkurtankar og kœlimiðlar Frh. afbls. 897. armið, og liggja refsiákvæði við því að hleypa þessum efnum út í and- rúmsloftið. Þeim skal safnað saman og þau send til förgunar eða endur- vinnslu og notkunar á viðurkennd og eftirlitsskyld kerfi. (Ábending til yftrvalda: Þama vantar ákvörðun um förgunarstaði án endurgjalds svo að menn freistist ekki til þess að hleypa efnunum út.) Greinarhöfundur vill af eigin reynslu benda þeim á sem vilja kynna sér þessi mál betur að hafa samband við Gunnlaugu Einars- dóttur efnafræðing hjá Hollustu- vemd ríkisins, því að hún veit manna best um þessi lög og reglugerðir allar og leiðbeinir mönn- um fúslega. Það hefði vissulega verið heppi- legra að kælimiðill í stað R-12, án nokkurra annmarka hefði verið fram kominn nokkrum ámm áður en lög og reglugerðir bönnuðu notkun R- 12, en stundum hendir það stjóm- völd að arka af stað í flýti á óreimuðum skónum, og því ekki um annað að gera en vona að ekki verði stigið á reimamar. Vísindamenn hafa gefið út staðal um skaðsemi efna þessara þar sem „0“ er viðmiðun , þ.e. skaðlaust. Annars vegar t.d. yfir ozon- eyðandi efni ODP (Ozon Depletion Potential) og hins vegar efni sem valda gróðurhúsaáhrifum HGWP (Halocarbon Global Warming Poten- tial). Hér sést stuðull R-12 samanborið við nokkur önnur efni. R-12 hefur ODP 1,00 og HGWP 3,00 Salmonella í fjórða hverjum dönskum kjúklingi Neysluvömkönnun sem gerð var í öllum dönskum alifuglasláturhúsum nýlega, leiddi í ljós salmonellusýkla í 25% af öllum slátruðum kjúkl- ingum í Danmörku, að því er Land- brugsmagasinet hermir. í sýnunum vom hættulegar tegundir af salmo- nellu sem gætu verið skaðlegar þeim sem fengju þær í sig. Landbrugsmagasihet vitnar í fréttatilkynningu frá danska land- R-22 hefur ODP 0,05 og HGWP 0,34 R-401a (MP-39) hefur ODP 0,03 og HGWP 0,22 (ath. mun vænna en R-22) HFC-134a hefur ODP 0 og HGWP 0,26 HFC-152a hefur ODP 0 og HGWP 0,03* (*HFC-152 er ekki hentugt á mjólkurkæli- tanka, og er eldfimt) búnaðarráðuneytinu þar sem segir að unnið sé að því að finna betri aðferðir til að finna sýkingar í búum sem framleiða útungunaregg. Samskonar aðferðir er fyrirhugað að nota í holdakjúklingabúum, þ.e. aðferðir sem geta betur sýnt tilvist skaðlegra sýkla áður en kjúkling- unum er slátrað. Dönsk stjórnvöld vilja reyna að koma í veg fyrir sal- monellu á öllum stigum fram- leiðslunnar, en menn hafa mesta trú að besti árangurinn náist á uppeldis- stiginu. MOLflR 23*94 - FREYR 899

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.