Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 36
RITFRCGNIR Áfangar Ferðahandbók II. bindi Safnrit Landssambands hestamannafélaga Ferðahandbækur, skrifaðar til glöggvunar fyrir vegfarendur sem ferðast um ókunna stigu hér á landi hafa margar komið út á þessari öld. Líklega hefur Ferðafélag íslands verið þar brautryðjandinn, þó að Árbækur þess séu ekki ferðahand- bækur í eiginlegri merkingu þess orðs. Nýlega kom út annað bindi af Áföngum, ferðahandbók, safnriti Landssambands herstamannafélaga og flytur yfir 80 leiðarlýsingar og yfirlitskort um Mýrasýslu, Snæfells- nessýslu, Hnappadalssýslu, Dala- sýslu og Húnavatnssýslur. Fyrsta bindið kom út árið 1986 með sextíu leiðarlýsingar og sér- teiknuð koil frá Suður- og Suðvest- urlandi. Hjalti Pálsson hafði sem formaður ferðanefndar L.H. frum- kvæði að þessu ritverki. Hann safnaði efni í bæði bindin og fékk menn til að skrifa í það. í formála sem Guðmundur Jónsson, formaður L.H., ritar í II. bindi Áfanga, segir hann m.a.: „Segja má að rit eins og þetta þjóni tvenns konar hlutverki. I fyrsta lagi geta hesta- og ferðamenn stuðst við það til að auðvelda sér för um þær leiðir, sem ætlunin er að fara. í öðru Búrekstur og tilraunastarf á Möðruvöllum Frh. afbls. 880. hér er dregin saman og eru nokkrir horfnir til annarra starfa. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir góða viðkynningu og vel unnin störf en þau eru: Stefán Magnússon, Sverrir Gunnlaugsson, Gunnhildur Frímann, María L. Guðmundsdóttir og Brynj- ar Finnsson. Afangar ftRDAHANOBÓK II. BINDI Yíir 80 leiftarlýsiiig.tr »»j* yfirlilsknrl um Mvrasýslu, Sna.‘fell\nes\ý\lu, Hnappadalssýslu, [)ala\\\lu oj> Húnavalnssýslur Saiuril iamlsviniliamls iu'\laniannalVlaj;a lagi er um að ræða lýsingu gamalla leiða með örnefnum og sérkennum, sem þar eru. Er slíkt ekki síður hentugt fyrir þá, sem áhuga hafa á fróðleik og vilja kynna sér sam- gönguleiðir fenginna kynslóða. Það er sérstök tilfinning að fara fomar leiðir á hestum og upplifa þannig lífshætti og samgöngur fyrri tíma. Þegar slíkt er gert, er ómetanlegt að eiga þess kost að kynna sér leiðarlýsingar og frásögn staðkunn- ugra manna. Það gerir ferð eftir- minnilegri en annars hefði verið." Höfundar leiðarlýsinga eru margir og eru þeir kynntir lesandanum með myndum og stuttum þáttum þar sem sögð eru deili á hverjum og einum. Höfundarnir eru: Hjalti Pálsson, sem fylgir ritinu úr hlaði, skrifar kaflann um höfunda leiðarlýsinga og heilræði til hestamanna. Aðrir höf- undar eru Magnús Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson, Skúli Kristjánsson, Haukur Sveinbjöms- son og Bjarni Alexanderson, Olafur Kristjánsson, Kristján Þ. Gíslason, Snæbjörg R. Bjartmarsdóttir, Sig- urður Oddsson, Ásgeir Bjamason, Einar Kristjánsson, Kristján Bene- diktsson, Kristmundur Jóhannesson, Marteinn Valdimarsson og Grímur Gíslason. Hverjum kafla fylgja kort af því landssvæði og þeim leiðum sem þar er fjallað um. Líklega eru flestar eða allar þær leiðir sem lýst er í bókinni gamlar og hafa verið farnar meira eða rninna allt frá upphafi byggðar og mannlífs í landinu. Hafa þær eflaust verið valdar á sínum tíma af vand- lega yfirlögðu ráði, bæði þar sem götur voru greiðar og styst á rnilli áfangastaða, en einnig þar sem kost- ur var beitar og vatns. Hér er á ferðinni gagnfróðlegt rit, lýsing á göngu- og reiðleiðum fimm sýslna á vestan- og norðvestanverðu Islandi. Bókin kostar kr. 3.690 en kr. 4.025 að viðbættum póstkröfu- og sendingarkostnaði. Hún er til sölu hjá Landssambandi hestamannafé- laga, Bændahöllinni, sími 91-29899 og hjá Hjalta Pálssyni, síma 91- íslenskl Tölvublað ET-tölvublað er eina Islenska tímaritið á markaðnum sem sérhæfir sig í að miðla fræðslu og þekkingu til íslenskra TOLVUBLAÐ tölvunotenaa. Blaðið er nú rúmlega ársgamalt og af því tilefni byrjum við í vetur með þá nýbreytni að láta ókeypis diskhng fylgja með hverju blaói til lesenda.. Dreift verður íslenskum forritum þegar aðstæður leyfa en annars erlendur deilihugbúnaður sem þykir frumlegur eða notadrjúgur. Áskrifta tímabilið mióast við 6 hefti á 2350 kr m/VSK og hægt að greiða með gíróseðli eða greiðslukorti. Ekkert aukaverð er vegna disklingsins. Hægt er að nálgast áður útkomin hefti blaðsins ef vill. Nánari upplýsingar eru í síma 91-11264 og 91-11237 á skrifstofu tíma. 900 FREYR - 23 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.