Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 39
Nýsjálensku gestirnir: Howard Hewitt, Edward O'Reilly og David Mackey. Freysmynd. mjög gott og vakti athygli. Síðan var farið með gestina í Akrafóður, korn- vinnslustöð Landeyinga; þar er ágæt aðstaða til að vinna úr því komi sem þeir framleiða. Við kynntumst þar vel byggframleiðslu hjá Land- eyingum, hvemig þeir hafa sam- vinnu um byggræktina og hvemig þeir vinna úr því fóðri. Þeir nota jafnvel hluta af því til sölu til mann- eldis í brauð eins og fyrr var getið. Vom Nýfundnalendingarnir mjög ánægðir með þá heimsókn. Frá Lágafelli var haldið að Voðmúlastöðum til Guðlaugs Jóns- sonar og þar skoðuð fjós, kýr, fjárhús, sauðfé og hesthús og þar fengust ýmsar upplýsingar um bú- skapinn. Móttökur voru prýðilegar. Athygli vakti hin snyrtilega kapella á Voðmúlastöðum. Undir kvöld var ekið að Stóra- Ármóti í Hraungerðishreppi, til tilraunabús Bsb. Suðurlands og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Þar tók á móti gestunum Gunnar Ríkharðsson, tilraunastjóri, greindi gestunum frá starfseminni, sýndi þeim í fjós og ræddi við þá um starf- semina. Urðu menn þar ýmiss vísari um tilraunastarfsemina. Það var allt ntjög heppnað eins og annað þann dag. Nýfundnalendingarnir voru mjög ánægðir með það sem þeir sáu. Þeir sáu töluvert af landi, búfé, vélum og byggingum, og gátu komist í sam- band við ýmsa aðila sem standa að landbúnaðarfrantleiðslu; bændur, ráðunauta, rannsóknaaðila og vinnslustöðvar. Reykjabúið og Nesbúið heimsótt En gestirnir höfðu áhuga á að kanna fleiri búgreinar. Þeir vildu kynnast alifuglarækt og á föstudag var farið í heimsókn í Reykjabúið í Mosfellsbæ. Þar sýndi Guðmundur Jónsson gestunum starfsemina, ungaframleiðslu, eggjaframleiðslu, sláturhús og fleira, það var ákaflega góð heimsókn og margt að sjá. Þaðan var svo haldið í eggjafram- leiðslubúið í Nesi á Vatnsleysu- strönd. Sigurður Sigurðsson sýndi gest- unum Nesbúið, sem er mjög snyrti- legt og vel að öllu þar staðið; þeir gáfu sér góðan tíma til að skoða allan búnað og töldu að þetta væri mjög gott bú, miðað við það sem þeir þekktu í Nýfundnalandi. Dagskrá heimsóknarinnar lauk svo á föstudagskvöldið með því að Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra bauð þremenningunum til móttöku; Með honum voru ýmsir úr ráðuneytinu: Sveinbjörn Dagfinns- son, ráðuneytisstjóri, dr. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður ráð- herra og fl. Þar gátu menn rætt um landbúnaðinn vítt og breitt og þeir þremenningarnir gátu einnig miðlað upplýsingum frá Nýfundnalandi um landbúnaðinn þar. Taldi dr. Olafur R. Dýrmundsson að þessi móttaka ráðherra hefði verið mjög góður endir á hinni faglegu dagskrá. Nýfundnalendingamir höfðu einn dag frjálsan hér í Reykjavik til að skoða sig um og hvíla sig eftir stranga dagskrá. Árdegis á sunnudag áður en þeir héldu úr landi, fóru þeir í skoðunarferð austur fyrir fjall í ágætu veðri; óku sem leið liggur upp til Gullfoss og Geysis og á fleiri staði; og í bakaleiðinni niður Ölfus, um Selvog, um Grindavík, fóru í Bláa lónið, og enduðu í Leifsstöð. Ánœgðir með heim- sóknina Á dögunum barst Ólafi síðan bréf frá Nýfundnalendingunum þrem, þar sem þeir þakka öllum mjög vel fyrir mótttökurnar. Er þeim þökkum hér með komið á framfæri til allra sem greiddu götu þeirra í ferðinni. Þeir telja sig hafa heimsótt fallegt land og í öðru lagi hafi þeir fengið ágætt yfirlit yfir íslenskan landbúnað. Töldu þeir sig hafa orðið margs vísari hér um sitthvað sem þeir gætu haft gagn af heima í Nýfundnalandi. Eins og áður er getið á landbún- aður í Nýfundnalandi í vök að verj- ast. í landinu er 20% atvinnuleysi. Til frekari fræðslu urn atvinnumál á Nýfundnalandi skal bent á tvær greinar sem dr. Ólafur R. Dýr- mundsson skrifaði um landbúnað í Nýfundnalandi og birtust í Frey 1994 nr. 1-2, bls. 13-17 og nr. 3, bls. 56-59 en Ólafur var þar á ferð haustið 1993. Þá kynntist hann þessum þremur fyrrnefndu mönnum, einkum Edward O'Reilly. O'Reilly var hvatamaður að því að þessi ferð var farin, og fengu þeir styrk frá landbúnaðarráðuneyti lands síns til Islandsferðar. J.J.D.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.