Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 7
flutt þennan fróðleik ótal sinnum fyrir forvitna ferðamenn, innlenda og erlenda. „Forðaðu mér frá fjárskaða..." -Bamspípan er þama, líka tútta, smíðuð úr hrútshorni, heldur Þórður áfram; bamspípan skyldi vera úr álftarlegg, þá voru meiri líkur til að barnið fengi góða söngrödd. Þegar bændur fundu fékvörn í dýrum sem slátrað var, geymdu þeir hana ævin- lega. - Þama er gleypubein úr sauð- kind. Maður setti það í veg&jaholu með þessum formála „Forðaðu mér frá fjárskaða fyrst ég forðaði þér frá hundskjafti“! Og þama eru spávölumar og þama galdrabók. Og Þórður les: „Ein signing, að djöf- ullinn fari ekki ofan í þig“l. Bærinn í Efri-Ey í Meðallandi um aldamótin 1900, vandað ltkan eftir Jón Ormsson, stendur á borði innar í sýningarskálanum. Þarna bjuggu þrjár fjölskyldur við sömu stéttina. Baðstofurnar stóðu saman og það voru fjósbaðstofur; fjósið var niðri og kýmar hlýjuðu fólkinu. Heyin voru í heygarði á bak við, að sunn- lenskri venju. Uppi á vegg er málverki af bónda- bæ á öndverðri öldinni og fólkið á bænum er úti á túninu að búverka. - Þetta er geysilega góð þjóðlífsmynd, sem séra Erlendur Þórðarson í Odda málaði eftir ljósmynd frá 1935, segir Þórður. Þarna sér maður heystörfin í fullum gangi; presturinn sat á sláttu- vélinni að slá, karl og kona binda bagga, einn sætir sátu, konur raka heyi í múga, drengurinn fer heim með heylestina. Heima er einn maður við heyhlöðuna að leysa úr böndunum. Og svo kemur prests- frúin og kona með henni út í teiginn með kaffið og bömin leika sér undir heykleggja.... Hlutir hafa varöveist vel í fornum bœjarstœðum Nú komum við að fomlegum smá- hlutum. Þetta minnir á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, segir Þórður. Sjórinn er að brjóta þar niður landið, búinn að brjóta af því 400-600 metra breiða spildu. Þar bjó Anna á Stóru-Borg við vegsemd á 16. öld. Nú eru bæjar- rústimar frammi á sjávarbakkanum Nýtt safnhús hefur veríð reist áfast við safnhúsið frá 1954. Arkitektar nýja hússins voru Stefán Orn Stefánsson og Grétar Marteinsson. Ljósm. Guðrún Tómasdöttir. Etjendirferðamenn koma margirá safnið á Skógum á sumrin. Freysmynd. og stórbrim gengur þarna yfir. Þarna var grafið eftir fornleifum í mörg ár, og sjálfur var ég búinn að tína saman fjölda af hlutum áður en fom- leifauppgröftur hófst. Sjórinn sópaði ofan af hér um bil 150 gröfum í kirkjugarðinum á Stóru-Borg. Þama eru skór frá miðöldum, peningapyngja frá svipuðum tíma. Blaðamaður: Mér sýnist eftir þessu að skór á miðöldum hafi verið vandaðri heldur en þeir sauð- skinnskór sem ég ólst upp við. Þórður: Þeir bera því vitni þessir skór og margir skósólar að fólk hafi þá búið við betra skótau heldur en seinna varð. Þama er meira að segja skór af litlu barni. Hann var illa til reika þegar ég fann hann, allur útflattur. Ég byrjaði á því að smíða leist, festi skóleðrið upp með títu- prjónum og límdi svo saman, því þetta hélt ekki saum. Varðveisluskilyrði eru frábær víða hér í fomum bæjarstæðum; margt kemur ófúið úr jörð: tré, leður, vefnaður, prjónles. Og þarna er hluti af grísarkjálka og galtartennur, gæti verið frá landnámsöld, frá fyrstu byggð á Stóru-Borg. Þama eru skaflaskeifur og mannbroddar af fornri gerð; sverðshnappur frá því um 1100, brot úr bökunarhellu og lampi úr klébergi; mannslfkan forn- 24'94 - FREYR 911

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.