Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 8
Mykjulaupur ú klakk. legt og forláta kvarnarsteinn frá Stóru-Borg, norskur, úrgraníti. Munir, einkennandi fyrir syöstu sveitir landsins - í fyrsta skipti í mörg hundruð ár var lín ræktað undir Eyjafjöllum í sumar, heldur Þórður áf’ram og hér uppi á vegg eru knippi sem rækt- unarkonan Ingibjörg Styrgerður gaf safninu. Þama er líka sýnishorn af Færeyjabyggi sem er sama tegund og ræktuð var á íslandi á miðöldum; Fjallastangir rísa upp við Varmahlíðar- skemmu. og svo melurinn, hlutir sem minna á meltekju í Skaftafellssýslu og Rang- árvallasýslu. Melflátta úr sofnhúsi, melsigðir, snældur til að spinna sumtag (sum- tag er rótartrefjar úr melgrasi) í reipi og gjarðir og meljunálar til að sauma með melreiðinga; og driftu- trog til að hreinsa í melkornið er þama uppi í vegg. Þetta var lífsbjörg fólks í Álftaveri og Meðalandi. Þessir hlutir voru notaðir með sama hætti úti í Háfshverfi í Rangár- vallasýslu og í Þykkvabæ og sömu orð og aðferðir. Á bjargsigið í Mýrdal, fýlaveið- ina, minna einstakir hlutir: Sigasæti fyrir fætur sigamannsins, bundið um mittið á honum og svo bjargstokk- urinn. Þórður bendir á ljósmyndir á vegg: Bóndinn í Fagradal, Olafur Jakobson er að koma úr bjargsigi með fýl í annarri hendi og fýla- klöppu í hinni. - Það var hátíð í Mýrdal og undir Eyjafjöllum, þegar fýlatíminn hófst, heldur Þórður áfram, og ennþá er það besti matur sem fólkið fær, sem hefur alist upp við hann. Póstlúðrar eru á einum stað í safn- inu, margar sauðabjöllur, kúabjalla, nautajárn, skaflaskeifur fyrir naut- gripi. Sauðarhauskúpa; hún var uppi á fjárhúsburst austur í Skafta- fellssýslu til heilla fyrir fénaðinn í húsinu. Blaðran úr kúnni var loft- vog. Það eru sex torfljáir hér upp- settir og engir tveir eins; tvískerar og einskerar, tvískeri með tveimur skammorfum. Sting þú páll moka þú reka!, segir Þórður og bendir á þessi verkfæri, pálinn og rekuna, sem standa upp við vegg. Mykjulaupar og torf- krókur eru þama og mulningskvíslar voru notaðar m.a. hér undir Eyjafjöllum og víðar á þessu svæði langt fram á þessa öld, trékvíslar til að mylja á kálgörðunum; og þarna er varreka, en það er jámbrydd tré- reka. Blm.: Þessir hlutir hafa varðveist ótrúlega hér í sveitunum. Þórður bendir á fjalarrenglu: Þama er haugspýta! Blma.: Til hvers var hún brúkuð? Þórður: Hún var svipuð og marka- spýta. Þegar verið var að bera haug þá var höfð spýta í haugstæðinu. Væru þrír hestar í starfi, þá var mörkuð skora í spýtuna við þriðja hvern hest, sem var leiddur út og talið að kvöldi. Þá vissi bóndinn hve mörg hlöss voru komin út á túnið. Alveg eins var þegar verið var að marka lömbin, þá voru markaðar skorur í spýtur. - Og héma eru veggjasleggjur, veggjahnyðjur til að þjappa mold í veggi. Þessi söfn voru ákaflega merkileg dæmi um það hvemig menn björg- uðu sér sjálfir; það var mest heimafengið. Hérna eru merkilegir eirkatlar, heldur Þórður áfram, smíðaðir af íslenskum höndum og forláta strau- bolti úr eir; hann er smíðaður hér í Rangárvallasýslu. Það er meira af slíkum heima- smíðuðum kötlum hérna. Eini selketillinn á Islandi er þama, örsmár eirketill, notaður í selinu í Teigi í Fljótshlíð fram um aldamótin 1900. Selstaða lagðist ekki niður fyrr en eftir aldamótin. Bændumir nytjuðu landið fyrir neðan Þverá. Steðji Þorgeirs skorargeirs Fom steðji frá Holti undir Eyjafjöllum. Hann var kallaður steðjinn hans Þorgeirs skorargeirs; menn héldu að hann væri frá Njálsdögum. Og hersluþrær eða lésteinar fyrir smiði sem voru að herða sláttuljáinn. - Þetta verður aldrei fram talið, segir Þórður. í stórum dráttum þá er komið allsæmilegt safn af öllum þeim búsáhöldum sem notuð voru í daglegu starfi á hinum ýmsu sviðum, bæði utan bæjar og innan. Blm: Þama sé ég steyptar beislis- stengur. Þórður: Já, beislisstangir. Rangæ- ingar kölluðu þetta alltaf beislis- kjálka og Skaftfellingar líka. í hverri einustu sveit á Islandi var koparsmiður, einn eða fleiri, sem steyptu margskonar hluti svo sem ístöð og beislisstangir úr kopar. Og svo eru góð dæmi þama um hvemig hrútshomin voru notuð í smíði: beisliskjálkar úr hrútshomi, hringhagldir á reipin og snældubú í rokkinn úr hrútshorni. Þama uppi eru homístöð, fátækra manna eign á fyrri dögum og ekki mikils virt en voru oft fallega útskorin. Hér er geysimikið til af heflum og svipum, meira en nokkumtíma 912 FREYR-24*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.