Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 10

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 10
Mjólkuráhöld. F.v. 10-gjarða swnar- strokkur úr Meðallandi, mjaltafata, skyrsíll, stendur á barmi lítils keralds, þá vetrarstrokkurinn, smár í sniðum. Ofar eru þvögur, ostapoki, Itleypisiður og smjörfjöl. A hillunum eru bakkar, byttur, trog, ostamót og hleypisdallur. Freysmxnd. Handavinnukistan hennar Árnýjar Filippusdóttur er kínversk að upp- runa, segir Þórður. Hún sýnir það þegar hún er opnuð hversu mikið er til, hún er full upp á barma af handa- vinnu og gömlum klæðum. Tveir söðlar eru hér, söðull efnaðrar konu og frekar fátækari konu; þeir eru góð dæmi um stöðutákn fyrri tíma. Á trafaöskjur frá 17. öld er letruð erfðaskrá frá móður til dóttur: „Sjá Halldóra Bjarnardóttir á þessar öskjur eftir móður sína.“ Það fór ekki á milli mála hver átti að eignast þær. Þorbjörg Halldórsdóttir frá Strandarhjáleigu var afskaplega merkileg kona. Hún hafði aldrei setið á skólabekk en hún kunni allan útsaum. Hundrað ára gömul saum- aði hún mynd af Keldum á Rang- árvölllum sem er hér uppsett; saumaði myndina til minningar um það að þá voru 100 ár frá því að faðir hennar smíðaði Keldnakirkju; 95 ára að aldri saumaði hún Bergþórshvol og Prestsbakka á Síðu og um áttrætt saumaði hún mynd af æskuheimili sínu með grunnmynd og framhlið bæjarins, og gefur einkunn: „Römm er sú taug er rekka dregur, föðurtúna til“. Hér eru brennivínshorn útskorin og púðurhorn. Skaftfellingar höfðu slík hom í ferðum langt fram eftir 19. öld. Hér er hringurinn sem þjóðsagan segir að hafi átt að vera fenginn úr gullkistu Þrasa landsnámsmanns undir Skógafossi. í sýningarpúlti einu er öll smíðin eftir sama mann, Olaf Þórarinsson frá Hnausum í Meðallandi, f. 1778, d. 1840, höf- uðsnillingur í bændastétt. Á lok af trafaöskjunt sem er frá því um 1600 er letruð lífsregla: „Hvað þú gjör þá gjör það forsjá- lega“. Upphaf safnsins í Skógum Það var 1945 sem fyrst var borin fram tillaga um það á sýslufundi Rangárvallasýslu af séra Jóni Guð- jónssyni í Holti að stofna byggðasafn, segir Þórður. Ég var búinn að nefna þetta við hann áður og hann sagðist þá hafa verið búinn að hugsa sér bera þetta fram. Þá var kosin byggðasafnsnefnd, sú fyrsta. Ég lenti í henni frá byrjun og byrjaði út frá þessu 1946-1947 að safna munum. Árið 1949 var korninn sá vísir að þessu að það var nauðsyn- legt að konta því einhversstaðar fyrir. Þá var Skógaskóli að taka til starfa og lítið herbergi var innréttað í kjallara skólahússins fyrir safnið. Má því segja að saman hafi farið stofnun skólans og safnsins. Skólahúsið var eina húsið sem kom til greina hér í héraði til varðveislu hluta. I. desember 1949 tel ég vera stofndag safnsins, heldur Þóður áfram. Árið 1952 komu Vestur- Skaftfellingar með í samstarfið um þetta, enda líka eigendur skólans og jarðarinnar og þá hófst söfnun muna þar í sýslunni líka. Pétursey er höfuðprýði safnsins Skipið Pétursey, sem er höfuð- prýði safnsins, kom hingað 1952; 1954 var svo ráðist í að byggja hús, fyrst og fremst yfir skipið, allnokkru stærra og það hefur bjargað skipinu fram á þennan dag. Þetta hús var mjög skorið við neglur og það má segja að þetta skip hafi verið svona eins og hálfgerður niðursetningur fram til þess að fyrir tveimur árum var skipið flutt í nýtt og glæsilegt safnhús. Salurinn, með sjóminjum og skipinu, er miðaður við það að skipið sé hér með möstrum og seglum. Það voru margar sjóminjar hér á safninu, og það furða sig margir á því, útlendir menn ekki síst, sem fara hér um hafnlausa strönd á Suðurlandi að finna svona safn hér í Skógum. Hér lifði fólkið öðrum þræði á sjónum. Eyjafjöll voru þéttbýlasta sveit Islands á seinni öldum. Árið 1703 voru rúmar 50.000 manna á öllu íslandi og hart nær 1100 manns bjuggu undir Eyjafjöllum, milli Markarfljóts og Jökulsár á Sól- heimasandi. Ef gaf á sjóinn þá brást fiskurinn yfirleitt ekki. Það var ekk- ert óalgengt að það væri tví- og þríróið þegar áttin var hagstæð, þ.e.a.s. norðanátt. Fiskurinn gekk héma alveg upp undir sand; og það var oft landhlaup af ftski á suðurströndinni á hverjum vetri. Skipið Pétursey er nokkum veginn komið í það horf sem hæfir. Þórður lét endurgera bitafjölina úr Pétursey í fyrra vetur eftir flaska úr gömlu bitafjölinni. Hér er bitavísan, skorin á bitafjöl- ina. Vísuna orti Séra Gísli Thorar- ensen á Felli í Mýrdal: „Pétursey, marar meyja, mildi Drottins gilda lireppi og livergi sleppi, hafs um hreiðar leiðir. Gef Drottinn giftu, en heftu grand á sjó og landi. Ast og Drottins ótti, auki megn Ránar þegnum! Reist 20. október 1855, fullgerð 24. nóvember. “ Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli í Mýrdal hefur skrifað mikið um þetta skip í bók sinni „Pabbi og mamma". Faðir hans, Guðmundur í Eyjar- hólum, var formaður á því á löngu árabili með mikilli hamingju, og bróðir Guðmundar, Jón Olafsson í Pétursey, hann var annar höfuð- sntiðurinn að skipinu og það eru myndir af þeim báðum hér inni og Eyjólfi á Hvoli sem skráði merki- legar bækur um íslenska þjóðmenn- ingu, sagði Þórður Tómasson. 914 FREVR - 24*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.