Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 12
TP-fóður hf. hefur stórlœkkað verð ó fóðurbyggi Jóhannes Guðnason fóðurflytjandi í viðtali við Frey Jóhannes Cuðnason. Jóhannes Guðnason er nafn sem margir menn kannast við, þó ekki væri nema úr morgunútvarpinu sem hann hringir oft í, þá oftast staddur úti á þjóðvegum landsins. Þá var hann í fréttum fjölmiðla fyrir nokkrum misserum þegar hann bauð sig fram til for- mennsku í Dagsbrún á móti sitj- andi formanni. Saknaði samskiptanna við bœndur. Jóhannes vann í 10 ár við að keyra út fóður hjá Fóðurdeild Sambands- ins, missti atvinnuna þegar hún var lögð niður og var atvinnulaus um tíma; fór svo að aka leigubíl, leiddist það að eigin sögn, langaði út í sveit- irnar aftur til að hitta bændur. Hann stofnaði því eigið flutningafyrirtæki og flytur nú fóður út um sveitir fyrir hvern sem er á svæðinu frá Mýrdal norður í Skagafjörð. Hann er fæddur, uppalinn og búsettur í Reykjavík, en hefur mik- lar taugar til hinna dreifðu byggða og bænda sem hann hefur kynnst vegna atvinnu sinnar. I leiðinni hefur hann mikið látið til sín taka í verkalýðsmálum, og bauð sig fram til formanns á móti Jak- anum, Guðmundi J. Guðmundssyni, í Dagsbrún fyrir tveimur árum. - Það var nú aðallega til að hrista upp í verkalýðsbaráttunni, segir Jóhannes. Þeir fylgdust vel með því, bænd- umir, heldur hann áfram, því þeir fylgjast vel með pólitíkinni. Svo er ég nú krati og það er nú frekar sjaldgæft í bændastéttinni. Ég hef alltaf borið því við að þá sé um nóg að spjalla, bara ekkert já og amen, enda fær maður heldur betur að heyra það! Hver voru tildrögin til þess að þú fórst að keyra fóður fyrir eigin reikning ? Þegar Sambandið leystist upp þá var það mikið áfall. Fóðurdeild Sambandsins, sem ég vann hjá, var vel rekið fyrirtæki, en hún hafði alltaf óhagræði af tengslum við aðrar deildir og galt þess mjög. Staða kaupfélaganna í landinu er þannig nú að þau treystu sér ekki til að kaupa Fóðurdeildina. Bíladeild Sambandsins, Jötunn hf, drap Fóð- urdeildina og bændur vom ósáttir við þau málalok. Þá vom bara tvö fyrirtæki eftir sem fluttu inn fóður: Mjólkurfélagið og Fóðurblandan hf. Þessi fyrirtæki nota ennþá sameiginlega nafn Kom- hlöðunnar í viðskiptum. Svínabœndur áttu frumkvœöiö. Það voru svínabændur sem áttu þá með öðrum frumkvæði að því að ég fór að keyra út fóður sjálfstætt; einkum svínafóður frá Tryggva Pét- urssyni og kúafóður frá Fóðurblönd- unni og öðrum. Gunnar Asgeir Gunnarsson og Arndís Pétursdóttir eru bæði svína- bændur og hafa lengi verið ósátt við hátt fóðurverð. Arndís fékk bróður sinn, Tryggva Pétursson, sem rekur TP & Co hf„ til þess að gera hag- kvæmnisathuganir á innflutningi og síðan hefja innflutning. Þess má geta að TP & Co hf. er stór útflytjandi á fiskimjölsafurðum og selur á þann markað sem höndlar með fóðurvörurr. Þar með var hann þegar í góðum samböndum við alla stærstu fóðursala í heiminum og í góðum flutningasamböndum. TP-fóður var síðan stofnað um næstsíðustu áramót formlega, en hefur verið deild í TP og Co hf. hingað til. Tryggvi og Amdís hvöttu mig mjög til að snúa mér aftur að fóður- flutningum en þó mest Gunnar Ásgeir Gunnarsson á Hýmmel. Hann var aðalhvatamaðurinn að því að við fórum út í þetta. Gunnar og Amdís voru að spá í hver gæti flutt inn bygg 8000 krónum ódýrara tonnið heldur en markaðsverð var þá. Tryggvi kvaðst þá vera reiðubúinn til þess en þá þyrfti að fá fóðurbflstjóra sem væri eitthvað þekktur innan bændastét- tarinnar. Þá var haft samband við mig. Ég var hálf tregur fyrst, fannst það vera hálfgert áhættuspil, en reyndin er sú að þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig á lífsleiðinni, segir Jóhannes, og á ég það allt Tryggva Péturssyni að þakka og Gunnari á Hýrumel. Byggtonniö lœkkaði um 8000 kr. Aðspurður sagðist Jóhannes þó að sig vantaði meiri verkefni. -Við hjá TP-fóðri emm eingöngu með bygg- og steinefnablöndu fyrir svín og það er mikil bylting, heldur hann áfram. Og það er eitthvað skrýtið að hinir fóðursalarnir geta svo allt í einu, eftir að við erum búnir að vera á markaðnum í mánuð, lækkað tonnið 916 FREYR-24'96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.