Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 13
á bygginu hjá sér úr 28 þúsund, fyrst niður í 24 þúsund krónur, nú eru þeir komnir í 20.400 kr. Þeir eru búnir að lækka byggtonnið um nærri 8000 krónur, sagði Jóhannes. En verð á kúafóðri breytist ekki, það er bygg í því. Við erum að reyna að fá Tryggva til að flytja inn kúafóður, en það virðist ekki borga sig að flytja það inn, við náum því ekki nógu ódýrt út af fóðursköttum. Við höfum verið að athuga kaup á blandara en viljum núna bíða og sjá hvort fóðurskattar lækka. Mjölsugubíll. Ég byrjaði að keyra korni um miðjan júní sl., heldur Jóhannes áfram og þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Bíllinn sem ég ek er þeim kosti búinn að hann getur sogað laust fóður inn á sig, þannig að ég get tekið fiskimjöl hvar sem er á landinu. Nú get ég t.d. farið til Grundarfjarðar og lestað fiskimjöl með þessum útbúnaði, en þetta gátum við aldrei á bílnum hjá Sambandinu af því að hann hafði engan sogbúnað. Það var því galli að geta ekki flutt eitthvað til baka. Nú sæki ég fiskimjöl til Ólafsvíkur og sogtækið er farið að borga sig. Líka get ég sogað grasköggla hvar sem er upp á bílinn. Byggið sem Tryggvi flytur inn er með hýði og við völsum það í Bú- landi, hinu gamla húsnæði Sam- bandsins. Það er svo mikið tréni í hýðinu að grasköggla er ekki þörf með bygginu. Nú erum við að fá tæki til að setja jurtafeiti í byggið fyrir þá sem vilja rykbinda mjöíið. Hvcul eni margir starfsmenn lijcí TB? I fóðrinu erum við ekki nema fjórir. Rekstur fyrirtækisins byggist á því að hafa sem minnsta yfirbygg- ingu. Hjá Sambandinu keyrði ég bara bílinn. Nú er ég í öllu. Maður er ekkert á launum við það, ég er bara að byggja upp mitt fyrirtæki. Þetta skilar sér síðar aftur. Jóhannes vildi að síðustu láta þess getið að hann ætti þeim Gunnari á Hýrumel og systkinunum Arndísi og Tryggva það að þakka að hann hóf fóðurflutningana sjálfstætt. Þau hefðu stutt sig í bak og fyrir og hann hefði aldrei farið út í þá starfsemi án aðstoðar þeirra. . . n Vítamínþarfir svína. Frh. afbls. 937. kökum. Við venjulegar aðstæður geta svínin myndað nægilegt magn af cholin úr aminósýrunum treonin og serin í líkama sínum. Einnig getur cholin myndast úr aminó- sýrunni methionin í vefjum dýra. Þar sem svínin geta framleitt cholin í líkama sínum er ekki mælt með að setja cholin í fóðurblöndur. Cholin er mjög stöðugt efni og er nauðsynlegt við myndun fosfór- lipíða sem ásamt acetylcholin eru nauðsynlegir fyrir störf taugakerf- isins. Einnig er cholin nauðsynlegt fyrir nýtingu á próteini og fitu. Skortur á cholin veldur m.a. fáum grísum í goti, aukinni fitusöfnun í lifur og nýru, óöruggum gangi, lítilli mjólkurlagni, miklum smágrísa- dauða. Engin eituráhrif er þekkt af völd- um cholins. Vtamfn C eða ascorbinsýra Vítamín C eða ascorbinsýra er vatnsuppleysanleg og kemur fyrir annað hvort sem hrein ascorbinsýra eða oxuð gerð af ascorbinsýru (de- hydroascorbinsýra). Vítamín C er aðeins í nokkrum fóðurtegundum m.a. mjólkurafurð- um, grænum plöntum og kartöflum. Flest spendýr geta myndað nægilegt magn af vítamíni C í líkama sínum. Þess vegna er ekki mælt með því að setja vítamín C í fóðurblöndur handa svínum. Ascorbinsýra eða vítamín C myndast úr glukósa í lifrinni. Við geymslu á köggluðu fóðri minnkar magn vítamíns C í fóðrinu mikið þar sem ascorbinsýru er mjög hætt við eyðileggingu af völdum ljóss, súrefnis og þungmálma og einnig en þó ekki í sama mæli af völdum raka. Vítamín C hefur þýðingu fyrir nýtingu kolhydrata, proteins og steinefna og myndun fituvefjar og bandverjar. Auk þess er vítamín C nauðsynlegt fyrir myndun hvata í nýmahettum og blóðstorkunn. Vítamín C hindrar oxun og kemur þannig í veg fyrir eyðileggingu á vítamíni A og vítamíni D. Skortur á vítamíni C dregur úr nýtingu á folin- sýru og vítamíni Bj2. Skortur á vítamíni C eða ascorbin- sýru veldur m.a. minni vexti, minni frjósemi, meiri hættu á sýkingum, skyrbjúgi eða blæðingum í húð, vöðvum, bindivef og líffærum. Engin eituráhrif eru þekkt af völd- i um vítamíns C eða ascorbinsýru. 24'94-FREYR 917

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.